Ofurafl fjárfesta, verðlaunaiðnaðar og „dómnefnda“ á „arkitektúr“ Örnólfur Hall skrifar 28. júní 2018 07:00 I – Á netinu má sjá fjölda verðlauna í byggingarlist, um hundrað talsins, svonefnd Architecture Awards (AA), fyrir áhugaverðustu byggingar í heimi. Ósköpin öll af byggingum hampa AA-prísum, hver annarri heimsfrægari. Ein verðlaun kalla gjarnan á hrinu annarra – eins og tíðkast í heimi ‘sjóbissnessins’. Margir arkitektar í Evrópu hafa um þetta stór orð og eru uggandi vegna þessarar þróunar. Þeir segja að fjölmiðla- og áróðursmeistarar risastóru teiknistofanna séu duglegir við að afla þeim prísa úr þeirri miklu prísaflóru. Altalaður er ábatasamur verðlaunaiðnaður. Stórgóðir arkitektar með afburðaverk, en á litlum teiknistofum, eiga litla sem enga möguleika á þessu sviði og segjast hvorki hafa burði til að ‘lobbýa’ né eiga gilda sjóði til að koma sér á framfæri við verðlaunaveitendurna. II – Fjárfestinga-arkitektúr: Öflugt fyrirbrigði ríður nú húsum í Evrópu, sem venjulegir evrópskir arkitektar (m.a. þýskir, austurrískir og svissneskir) kalla „Investment-Architektur“ þar sem fjárfestirinn er að sjálfsögðu aðal-arkitektinn. Ef ekki er makkað rétt er ekkert mál að finna annan „Investment Architekt“. – Sem betur fer eru dæmi um það, m.a. í Frankfurt, að íbúar hafi hafnað tillögu af þessu sauðahúsi í nálægð við sögufrægar byggingar. Hér á landi hafa borgarar engan slíkan rétt. – Í Kvosinni og á hafnarsvæðinu rísa óaðlaðandi og ótótlegar byggingar sem fjölda borgarbúa óar við, m.a. hótela-, ‘moll’- og verslanabákn þar sem auðjöfrarnir með aurana og ‘Chef’-arkitektarnir ráða ferðinni. III – Mies van der Rohe-verðlaunin: Fjöldi arkitekta og áhugafólks furðaði sig á 1. sætinu við úthlutun Mies-verðlauna 2014 – og þá einkum hvers vegna sneitt var hjá frábærri torglausn í Ghent í Belgíu, sem er magnaður arkitektúr á viðkvæmum stað við miðaldabyggingar. Arkitektúr sem er afgerandi í anda meistara Mies van der Rohe sjálfs, með einkunnarorð sín, „Less Is More“ – og mjög rómuð af UNESCO. Verkið fékk flest atkvæði evrópskra arkitekta og áhugafólks um byggingarlist, sem veittu því 70% atkvæða. Hins vegar fékk Mies-prísinn ráðstefnu- og tónlistarhúsið Harpa með aðeins 10% atkvæða að baki sér. Starfandi arkitektar í Þýskalandi bentu m.a. á forn vinatengsl Mies-nefndarmanns og THL. Antonio Borghi (málkunningi) var formaður ACE, Sambands evrópskra arkitekta. Hann hafði umsjón með þeirri kosningu, en verðlaunin voru hins vegar í höndum úthlutunarnefndar sem taldi að Harpan félli vel að mælikvarða Kvosar og útliti – sérkennileg fullyrðing! ES: –Frægur varð svo gallaveggurinn í húsinu, suðurveggurinn sem þurfti að rífa niður vegna hættulegra galla (klúður verktaka) og sem við skattgreiðendur fengum svo líka að taka þátt í að greiða. Enn höfum við ekki fengið að sjá heildarreikninginn yfir klúðrið.Höfundur er arkitekt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
I – Á netinu má sjá fjölda verðlauna í byggingarlist, um hundrað talsins, svonefnd Architecture Awards (AA), fyrir áhugaverðustu byggingar í heimi. Ósköpin öll af byggingum hampa AA-prísum, hver annarri heimsfrægari. Ein verðlaun kalla gjarnan á hrinu annarra – eins og tíðkast í heimi ‘sjóbissnessins’. Margir arkitektar í Evrópu hafa um þetta stór orð og eru uggandi vegna þessarar þróunar. Þeir segja að fjölmiðla- og áróðursmeistarar risastóru teiknistofanna séu duglegir við að afla þeim prísa úr þeirri miklu prísaflóru. Altalaður er ábatasamur verðlaunaiðnaður. Stórgóðir arkitektar með afburðaverk, en á litlum teiknistofum, eiga litla sem enga möguleika á þessu sviði og segjast hvorki hafa burði til að ‘lobbýa’ né eiga gilda sjóði til að koma sér á framfæri við verðlaunaveitendurna. II – Fjárfestinga-arkitektúr: Öflugt fyrirbrigði ríður nú húsum í Evrópu, sem venjulegir evrópskir arkitektar (m.a. þýskir, austurrískir og svissneskir) kalla „Investment-Architektur“ þar sem fjárfestirinn er að sjálfsögðu aðal-arkitektinn. Ef ekki er makkað rétt er ekkert mál að finna annan „Investment Architekt“. – Sem betur fer eru dæmi um það, m.a. í Frankfurt, að íbúar hafi hafnað tillögu af þessu sauðahúsi í nálægð við sögufrægar byggingar. Hér á landi hafa borgarar engan slíkan rétt. – Í Kvosinni og á hafnarsvæðinu rísa óaðlaðandi og ótótlegar byggingar sem fjölda borgarbúa óar við, m.a. hótela-, ‘moll’- og verslanabákn þar sem auðjöfrarnir með aurana og ‘Chef’-arkitektarnir ráða ferðinni. III – Mies van der Rohe-verðlaunin: Fjöldi arkitekta og áhugafólks furðaði sig á 1. sætinu við úthlutun Mies-verðlauna 2014 – og þá einkum hvers vegna sneitt var hjá frábærri torglausn í Ghent í Belgíu, sem er magnaður arkitektúr á viðkvæmum stað við miðaldabyggingar. Arkitektúr sem er afgerandi í anda meistara Mies van der Rohe sjálfs, með einkunnarorð sín, „Less Is More“ – og mjög rómuð af UNESCO. Verkið fékk flest atkvæði evrópskra arkitekta og áhugafólks um byggingarlist, sem veittu því 70% atkvæða. Hins vegar fékk Mies-prísinn ráðstefnu- og tónlistarhúsið Harpa með aðeins 10% atkvæða að baki sér. Starfandi arkitektar í Þýskalandi bentu m.a. á forn vinatengsl Mies-nefndarmanns og THL. Antonio Borghi (málkunningi) var formaður ACE, Sambands evrópskra arkitekta. Hann hafði umsjón með þeirri kosningu, en verðlaunin voru hins vegar í höndum úthlutunarnefndar sem taldi að Harpan félli vel að mælikvarða Kvosar og útliti – sérkennileg fullyrðing! ES: –Frægur varð svo gallaveggurinn í húsinu, suðurveggurinn sem þurfti að rífa niður vegna hættulegra galla (klúður verktaka) og sem við skattgreiðendur fengum svo líka að taka þátt í að greiða. Enn höfum við ekki fengið að sjá heildarreikninginn yfir klúðrið.Höfundur er arkitekt
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar