Viðvörun Hörður Ægisson skrifar 9. nóvember 2018 07:00 Vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í vikunni átti ekki að koma neinum á óvart. Nefndin taldi, réttilega eða ranglega, að hún ætti engra annarra kosta völ en að sýna tennurnar. Trúverðugleiki hennar væri að öðrum kosti undir. Bankinn hefur það lögboðna hlutverk að halda verðbólgu um eða undir 2,5 prósentum, sem tókst samfleytt í meira en fjögur ár, en á mjög skömmum tíma hafa hins vegar verðbólguhorfur farið hratt versnandi, þróun sem peningastefnunefndin hefur metið að hún gæti varla litið fram hjá. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að vextirnir muni hækka enn frekar á næsta ári. Ákvörðun um hækkun vaxta er sjaldnast til þess fallin að vekja sérstakar vinsældir. Svo var auðvitað ekki heldur í þetta sinn. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa sagt vaxtahækkun Seðlabankans fela í sér stríðsyfirlýsingu. Þeir hafa hins vegar því miður kosið að líta ekki í eigin barm og hvort herskár málflutningur stéttarfélaganna, ásamt þeim óraunhæfu kröfum sem kynntar hafa verið úr þeim herbúðum, kunni að hafa verið orsakavaldur að baki hækkandi verðbólguvæntingum síðustu vikna og mánaða sem aftur réð hvað mestu um vaxtahækkunina. Fyrir flesta er svarið augljóst. Það er rétt sem bent hefur verið á að kröfugerð verkalýðsfélaganna er um margt ósamrýmanleg – lægri vextir og gríðarlegar nafnlaunahækkanir – og afleiðingarnar yrðu, eins og reynslan ætti að hafa kennt Íslendingum, stórfelld verðbólga og í kjölfarið skuldakreppa hjá mörgum heimilum. Færa má fyrir því rök að gengisveiking krónunnar að undanförnu, sem hefur auðvitað ekki hvað síst stafað af óvissu um stöðuna á vinnumarkaði og miklum rekstrarerfiðleikum WOW air, hafi verið meiri en ella sökum ákvörðunar Seðlabankans að viðhalda stífari innflæðishöftum en nauðsyn hefur krafist. Það var því fagnaðarefni þegar bankinn tilkynnti um losun þeirra með því að lækka bindiskyldu á innflæði erlends fjármagns úr 40 prósentum í 20 prósent. Þótt setning innflæðishaftanna hafi verið réttlætanleg sumarið 2016, samtímis því að skref voru tekin til að takast á við aflandskrónustabbann, þá hefur öllum mátt vera ljóst að aðstæður til að rýmka höftin hafa fyrir margt löngu verið fyrir hendi. Flest bendir til þess að fjármagnsinnflæði í íslensk skuldabréf við þá breytingu sem Seðlabankinn hefur gert á höftunum verði hverfandi ef nokkuð. Seðlabankastjóri hefur sagt tilefni til að slaka enn frekar á þeim á næstunni og það hlýtur því aðeins að vera tímaspursmál hvenær gengið verði enn lengra og þau afnumin að fullu. Hagkerfið þarf á auknum erlendum fjárfestingum að halda. Ísland stendur á krossgötum. Raunvextir Seðlabankans hafa lækkað um tvær prósentur – úr þremur prósentum í liðlega eitt prósent – á innan við tveimur árum. Þessi lækkun, sem kemur til bæði vegna sögulega lágrar verðbólgu og lækkandi nafnvaxta, hefur skilað almenningi miklum kjarabótum. Forsendur til að halda áfram á sömu braut eru til staðar. Þar skiptir mestu jákvæð eignastaða við útlönd, áframhaldandi sparnaðarhneigð heimila og fyrirtækja, minnkandi skuldir innlendra aðila og að langtíma verðbólguvæntingar hækki ekki frekar frá því sem nú er. Allir vita hins vegar hvar stóra óvissan liggur. Seðlabankinn hefur núna sent frá sér viðvörun til aðila vinnumarkaðarins. Vonandi verður mark á henni tekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í vikunni átti ekki að koma neinum á óvart. Nefndin taldi, réttilega eða ranglega, að hún ætti engra annarra kosta völ en að sýna tennurnar. Trúverðugleiki hennar væri að öðrum kosti undir. Bankinn hefur það lögboðna hlutverk að halda verðbólgu um eða undir 2,5 prósentum, sem tókst samfleytt í meira en fjögur ár, en á mjög skömmum tíma hafa hins vegar verðbólguhorfur farið hratt versnandi, þróun sem peningastefnunefndin hefur metið að hún gæti varla litið fram hjá. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að vextirnir muni hækka enn frekar á næsta ári. Ákvörðun um hækkun vaxta er sjaldnast til þess fallin að vekja sérstakar vinsældir. Svo var auðvitað ekki heldur í þetta sinn. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa sagt vaxtahækkun Seðlabankans fela í sér stríðsyfirlýsingu. Þeir hafa hins vegar því miður kosið að líta ekki í eigin barm og hvort herskár málflutningur stéttarfélaganna, ásamt þeim óraunhæfu kröfum sem kynntar hafa verið úr þeim herbúðum, kunni að hafa verið orsakavaldur að baki hækkandi verðbólguvæntingum síðustu vikna og mánaða sem aftur réð hvað mestu um vaxtahækkunina. Fyrir flesta er svarið augljóst. Það er rétt sem bent hefur verið á að kröfugerð verkalýðsfélaganna er um margt ósamrýmanleg – lægri vextir og gríðarlegar nafnlaunahækkanir – og afleiðingarnar yrðu, eins og reynslan ætti að hafa kennt Íslendingum, stórfelld verðbólga og í kjölfarið skuldakreppa hjá mörgum heimilum. Færa má fyrir því rök að gengisveiking krónunnar að undanförnu, sem hefur auðvitað ekki hvað síst stafað af óvissu um stöðuna á vinnumarkaði og miklum rekstrarerfiðleikum WOW air, hafi verið meiri en ella sökum ákvörðunar Seðlabankans að viðhalda stífari innflæðishöftum en nauðsyn hefur krafist. Það var því fagnaðarefni þegar bankinn tilkynnti um losun þeirra með því að lækka bindiskyldu á innflæði erlends fjármagns úr 40 prósentum í 20 prósent. Þótt setning innflæðishaftanna hafi verið réttlætanleg sumarið 2016, samtímis því að skref voru tekin til að takast á við aflandskrónustabbann, þá hefur öllum mátt vera ljóst að aðstæður til að rýmka höftin hafa fyrir margt löngu verið fyrir hendi. Flest bendir til þess að fjármagnsinnflæði í íslensk skuldabréf við þá breytingu sem Seðlabankinn hefur gert á höftunum verði hverfandi ef nokkuð. Seðlabankastjóri hefur sagt tilefni til að slaka enn frekar á þeim á næstunni og það hlýtur því aðeins að vera tímaspursmál hvenær gengið verði enn lengra og þau afnumin að fullu. Hagkerfið þarf á auknum erlendum fjárfestingum að halda. Ísland stendur á krossgötum. Raunvextir Seðlabankans hafa lækkað um tvær prósentur – úr þremur prósentum í liðlega eitt prósent – á innan við tveimur árum. Þessi lækkun, sem kemur til bæði vegna sögulega lágrar verðbólgu og lækkandi nafnvaxta, hefur skilað almenningi miklum kjarabótum. Forsendur til að halda áfram á sömu braut eru til staðar. Þar skiptir mestu jákvæð eignastaða við útlönd, áframhaldandi sparnaðarhneigð heimila og fyrirtækja, minnkandi skuldir innlendra aðila og að langtíma verðbólguvæntingar hækki ekki frekar frá því sem nú er. Allir vita hins vegar hvar stóra óvissan liggur. Seðlabankinn hefur núna sent frá sér viðvörun til aðila vinnumarkaðarins. Vonandi verður mark á henni tekið.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun