
Viðvörun
Ákvörðun um hækkun vaxta er sjaldnast til þess fallin að vekja sérstakar vinsældir. Svo var auðvitað ekki heldur í þetta sinn. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa sagt vaxtahækkun Seðlabankans fela í sér stríðsyfirlýsingu. Þeir hafa hins vegar því miður kosið að líta ekki í eigin barm og hvort herskár málflutningur stéttarfélaganna, ásamt þeim óraunhæfu kröfum sem kynntar hafa verið úr þeim herbúðum, kunni að hafa verið orsakavaldur að baki hækkandi verðbólguvæntingum síðustu vikna og mánaða sem aftur réð hvað mestu um vaxtahækkunina. Fyrir flesta er svarið augljóst. Það er rétt sem bent hefur verið á að kröfugerð verkalýðsfélaganna er um margt ósamrýmanleg – lægri vextir og gríðarlegar nafnlaunahækkanir – og afleiðingarnar yrðu, eins og reynslan ætti að hafa kennt Íslendingum, stórfelld verðbólga og í kjölfarið skuldakreppa hjá mörgum heimilum.
Færa má fyrir því rök að gengisveiking krónunnar að undanförnu, sem hefur auðvitað ekki hvað síst stafað af óvissu um stöðuna á vinnumarkaði og miklum rekstrarerfiðleikum WOW air, hafi verið meiri en ella sökum ákvörðunar Seðlabankans að viðhalda stífari innflæðishöftum en nauðsyn hefur krafist. Það var því fagnaðarefni þegar bankinn tilkynnti um losun þeirra með því að lækka bindiskyldu á innflæði erlends fjármagns úr 40 prósentum í 20 prósent. Þótt setning innflæðishaftanna hafi verið réttlætanleg sumarið 2016, samtímis því að skref voru tekin til að takast á við aflandskrónustabbann, þá hefur öllum mátt vera ljóst að aðstæður til að rýmka höftin hafa fyrir margt löngu verið fyrir hendi. Flest bendir til þess að fjármagnsinnflæði í íslensk skuldabréf við þá breytingu sem Seðlabankinn hefur gert á höftunum verði hverfandi ef nokkuð. Seðlabankastjóri hefur sagt tilefni til að slaka enn frekar á þeim á næstunni og það hlýtur því aðeins að vera tímaspursmál hvenær gengið verði enn lengra og þau afnumin að fullu. Hagkerfið þarf á auknum erlendum fjárfestingum að halda.
Ísland stendur á krossgötum. Raunvextir Seðlabankans hafa lækkað um tvær prósentur – úr þremur prósentum í liðlega eitt prósent – á innan við tveimur árum. Þessi lækkun, sem kemur til bæði vegna sögulega lágrar verðbólgu og lækkandi nafnvaxta, hefur skilað almenningi miklum kjarabótum. Forsendur til að halda áfram á sömu braut eru til staðar. Þar skiptir mestu jákvæð eignastaða við útlönd, áframhaldandi sparnaðarhneigð heimila og fyrirtækja, minnkandi skuldir innlendra aðila og að langtíma verðbólguvæntingar hækki ekki frekar frá því sem nú er. Allir vita hins vegar hvar stóra óvissan liggur. Seðlabankinn hefur núna sent frá sér viðvörun til aðila vinnumarkaðarins. Vonandi verður mark á henni tekið.
Skoðun

Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli
Hólmfríður Einarsdóttir skrifar

Sumarfríinu aflýst
Sigurður Helgi Pálmason skrifar

Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda
Ýmir Vigfússon skrifar

Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga
Geir Gunnar Markússon skrifar

„Er allt í lagi?“
Olga Björt Þórðardóttir skrifar

Göngum í Haag hópinn
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar

Kirkjuklukkur hringja
Bjarni Karlsson skrifar

Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Stríð skapar ekki frið
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Íslenska stóðhryssan og Evrópa
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins
Eggert Valur Guðmundsson skrifar

Norska leiðin er fasismi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Um mýkt, menntun og von
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Höfum alla burði til þess
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar

Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls
Erna Bjarnadóttir skrifar

Hjálp, barnið mitt spilar Roblox!
Kristín Magnúsdóttir skrifar

Líkindi með guðstrú og djöflatrú
Gunnar Björgvinsson skrifar

Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn
Zeljka Kristín Klobucar skrifar

Vér vesalingar
Ingólfur Sverrisson skrifar

Leikrit Landsvirkjunar
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst?
Unnar Geir Unnarsson skrifar

Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu
Róbert R. Spanó skrifar

Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli
Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar

Ákall til íslenskra stjórnmálamanna
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Byrjað á öfugum enda!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar