Huga betur að persónuvernd í dómabirtingu Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. mars 2018 07:15 Stundum eru í dómum atvikalýsingar þar sem er vitnað, jafnvel orðrétt, í trúnaðarsamtöl barna við sálfræðinga og viðtöl í Barnahúsi. Vísir/Ernir Tryggja þarf betur persónuvernd við birtingu dóma sem varða alvarleg brot gegn börnum. Þetta er mat umboðsmanns barna sem ræddi málið við stjórn Dómstólasýslunnar fyrr í vikunni. „Það sem er alvarlegt við þetta er í fyrsta lagi að það eru dæmi um að nafnhreinsun í alvarlegum brotamálum gagnvart börnum sé óvönduð. Til dæmis að nöfnin eru að mestu tekin út en svo slæðist með nafn á einum stað eða tveimur og þá er nafnhreinsunin náttúrlega til einskis. Síðan er oft ekki hugað að því að taka út staðhætti eða að nöfn á fámennum stöðum eru gefin upp og þá er stundum hægt að rekja málið til einstaklinga. Þá samsvarar það persónugreiningu,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Þriðja atriðið sem Salvör nefnir og segir mjög miklu máli skipta er að stundum eru nákvæmar atvikalýsingar þar sem er vitnað, jafnvel orðrétt, í trúnaðarsamtöl barna við sálfræðinga og viðtöl í Barnahúsi. „Síðan er þetta birt í fjölmiðlum daginn sem þessir dómar birtast. Þessir dómar fylgja börnunum alla tíð og geta sett mark sitt á líf þeirra fyrir utan það að þau eru þolendur í þessum málum.“ Salvör segir viðfangsefnið ekki nýtt. Fyrri umboðsmaður barna hafi áður getið þess í ársskýrslum. Nú verði málin rædd áfram. „Við erum að skoða þetta hjá okkur og fara yfir það hvernig þetta er gert í nágrannalöndunum. Svo munum við eiga frekara samtal við Dómstólasýsluna og fleiri sem koma að þessu máli á næstunni. Við erum ekki með fullmótaðar tilögur nákvæmlega um það hvernig eigi að gera þetta en það er það sem við munum fara í núna,“ segir Salvör sem segist hafa mætt miklum skilningi vegna þessa máls hjá stjórn Dómstólasýslunnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Sjá meira
Tryggja þarf betur persónuvernd við birtingu dóma sem varða alvarleg brot gegn börnum. Þetta er mat umboðsmanns barna sem ræddi málið við stjórn Dómstólasýslunnar fyrr í vikunni. „Það sem er alvarlegt við þetta er í fyrsta lagi að það eru dæmi um að nafnhreinsun í alvarlegum brotamálum gagnvart börnum sé óvönduð. Til dæmis að nöfnin eru að mestu tekin út en svo slæðist með nafn á einum stað eða tveimur og þá er nafnhreinsunin náttúrlega til einskis. Síðan er oft ekki hugað að því að taka út staðhætti eða að nöfn á fámennum stöðum eru gefin upp og þá er stundum hægt að rekja málið til einstaklinga. Þá samsvarar það persónugreiningu,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Þriðja atriðið sem Salvör nefnir og segir mjög miklu máli skipta er að stundum eru nákvæmar atvikalýsingar þar sem er vitnað, jafnvel orðrétt, í trúnaðarsamtöl barna við sálfræðinga og viðtöl í Barnahúsi. „Síðan er þetta birt í fjölmiðlum daginn sem þessir dómar birtast. Þessir dómar fylgja börnunum alla tíð og geta sett mark sitt á líf þeirra fyrir utan það að þau eru þolendur í þessum málum.“ Salvör segir viðfangsefnið ekki nýtt. Fyrri umboðsmaður barna hafi áður getið þess í ársskýrslum. Nú verði málin rædd áfram. „Við erum að skoða þetta hjá okkur og fara yfir það hvernig þetta er gert í nágrannalöndunum. Svo munum við eiga frekara samtal við Dómstólasýsluna og fleiri sem koma að þessu máli á næstunni. Við erum ekki með fullmótaðar tilögur nákvæmlega um það hvernig eigi að gera þetta en það er það sem við munum fara í núna,“ segir Salvör sem segist hafa mætt miklum skilningi vegna þessa máls hjá stjórn Dómstólasýslunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent