Ólafía, sem var valinn íþróttamaður ársins 2017, hefur verið að spila á LPGA mótaröðinni síðastliðið ár en hún ætlaði sér að taka æfingu í dag en fékk leiðinlegt svar til baka.
Í Twitter færslunni segir Ólafía að hún hafi hringt til þess að athuga hvort hún mætti æfa á ákveðnum golfvelli. Hún hafi hins vegar fengið svar strax til baka að golfvöllurinn sé aðeins aðgengilegur fyrir karlmenn.
Ekki er vitað hvaða golfvöllur þetta er, en má gera ráð fyrir þvi að þetta sé golfvöllur í Bandaríkjunum þar sem Ólafía er staðsett þar þessa daganna.
Ólafía, ásamt fleirum, undrar sig að sjálfsögðu á þessu svari en Twitter-færsluna má sjá hér fyrir neðan.
Called a golf course to see if I could practice there and as I introduced myself I got a quick answer: “this is a men's course only”. All I could say back was “seriously?”... #21stcentury
— Olafia Kristinsd. (@olafiakri) June 30, 2018