Börnin okkar – 8. maí Ásmundur Einar Daðason skrifar 2. maí 2018 10:00 Í velferðarmálum ræðum við oft um hvernig eigi að bregðast við vanda sem þegar er til staðar. En getur samfélagið gripið fyrr inn með aðstoð? Erum við að leggja nægilega áherslu á forvarnir og snemmtæka íhlutun með sérstakri áherslu á að styrkja fjölskyldur og börn í áhættu? Eftir talsverða yfirferð hef ég ákveðið að setja af stað vinnu við að endurskoða félagslega umgjörð þegar kemur að málefnum barna með sérstakri áherslu á snemmtæka íhlutun. Ráðherrar málaflokka sem bera ábyrgð á málasviðum sem tengjast börnum og fjölskyldum þeirra, sveitarfélög, grunnskóli, heilbrigðisþjónustan, barnavernd, frjáls félagasamtök o.fl. þurfa að koma að þessari umræðu. Við þurfum að stefna að þverpólitískri nálgun og sátt. Samþætta þarf þjónustu ólíkra aðila og auka samfellu svo hún sé betur sniðin að þörfum barna. Þessi vinna verður formlega sett af stað með ráðstefnu 8. maí næstkomandi, þar sem hugsunin er að fá sem flesta að borðinu. Yfirskriftin er „Snemmtæk íhlutun í málefnum barna á Íslandi“ eða SIMBI. Þar verður unnt að hlýða bæði á innlenda og erlenda fyrirlesara auk þess sem ætlunin er að öllum gefist færi á að taka þátt í umræðum og koma með ábendingar um forgangsröðun. Skráning, dagskrá og allar nánari upplýsingar eru á www.radstefna.is. Í framhaldinu verður skipaður stýrihópur sem fer með það hlutverk að halda utan um vinnuna í þverpólitísku samráði og með aðkomu þeirra sem koma að málefnum barna. Í þeirri vinnu þurfum við að leyfa okkur að hugsa „út fyrir rammann“ horfa til breyttrar nálgunar í veitingu þjónustu, mögulegra kerfisbreytinga, sameininga á þjónustutilboðum og leggja enn meiri áherslu á snemmtæka íhlutun og samfellu í þjónustu. Ég tel mikilvægt, fyrir börnin okkar og samfélagið í heild, að við náum fram breytingum. Í þeirri vinnu skipta öll sjónarmið miklu máli og þess vegna viljum við fá þig að borðinu 8. maí næstkomandi.Höfundur er félagsmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Sjá meira
Í velferðarmálum ræðum við oft um hvernig eigi að bregðast við vanda sem þegar er til staðar. En getur samfélagið gripið fyrr inn með aðstoð? Erum við að leggja nægilega áherslu á forvarnir og snemmtæka íhlutun með sérstakri áherslu á að styrkja fjölskyldur og börn í áhættu? Eftir talsverða yfirferð hef ég ákveðið að setja af stað vinnu við að endurskoða félagslega umgjörð þegar kemur að málefnum barna með sérstakri áherslu á snemmtæka íhlutun. Ráðherrar málaflokka sem bera ábyrgð á málasviðum sem tengjast börnum og fjölskyldum þeirra, sveitarfélög, grunnskóli, heilbrigðisþjónustan, barnavernd, frjáls félagasamtök o.fl. þurfa að koma að þessari umræðu. Við þurfum að stefna að þverpólitískri nálgun og sátt. Samþætta þarf þjónustu ólíkra aðila og auka samfellu svo hún sé betur sniðin að þörfum barna. Þessi vinna verður formlega sett af stað með ráðstefnu 8. maí næstkomandi, þar sem hugsunin er að fá sem flesta að borðinu. Yfirskriftin er „Snemmtæk íhlutun í málefnum barna á Íslandi“ eða SIMBI. Þar verður unnt að hlýða bæði á innlenda og erlenda fyrirlesara auk þess sem ætlunin er að öllum gefist færi á að taka þátt í umræðum og koma með ábendingar um forgangsröðun. Skráning, dagskrá og allar nánari upplýsingar eru á www.radstefna.is. Í framhaldinu verður skipaður stýrihópur sem fer með það hlutverk að halda utan um vinnuna í þverpólitísku samráði og með aðkomu þeirra sem koma að málefnum barna. Í þeirri vinnu þurfum við að leyfa okkur að hugsa „út fyrir rammann“ horfa til breyttrar nálgunar í veitingu þjónustu, mögulegra kerfisbreytinga, sameininga á þjónustutilboðum og leggja enn meiri áherslu á snemmtæka íhlutun og samfellu í þjónustu. Ég tel mikilvægt, fyrir börnin okkar og samfélagið í heild, að við náum fram breytingum. Í þeirri vinnu skipta öll sjónarmið miklu máli og þess vegna viljum við fá þig að borðinu 8. maí næstkomandi.Höfundur er félagsmálaráðherra
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar