Fasta Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 21. febrúar 2018 07:00 Ég er alveg hræðilegur seggur og þarf alltaf að vera að taka sjálfa mig í gegn. Stundum þarf ég að glíma við annað fólk en glíman við sjálfa mig varir alla daga. Ég man þegar ég var krakki og fór í margar fermingarveislur af því að ég var prestsbarn í sveit. Einu sinni fórum við í sjö veislur sama daginn og ég var veik af ofáti þegar ég kom heim. Ég var svona krakki sem sat og borðaði augun og hnakkaspikið á sviðakjammanum með alveg sérstökum hátíðar- og gleðisvip. Ég er ekki manneskjan sem myndi velja hungurverkfall í mótmælaskyni, kysi frekar að skrifa greinar og þess háttar. Í gegnum árin hef ég kynnst allskyns föstum í viðleitni til að ná tökum á seggnum í sjálfri mér. Ég hef fastað á sykur, kjöt og hveiti og nú í nokkurn tíma hef ég fastað 17 tíma á sólarhring til að ná niður blóðsykri sem að sjálfsögðu var kominn í uppnám. Þetta er ömurlegt fyrst og því fylgir nokkur depurð í upphafi og maður þolir ekki frasana „livva og njodda“, „live a little“. En svo kemur vellíðan, hugsunin verður skýrari, sköpunarkrafturinn eykst, liðirnir mýkjast, maginn hjaðnar og virkni magnast. Það er ekki svo lítið. Núna er föstutíminn í kristinni kirkju, fjörutíu daga fyrir páska. Föstur eru raunar virkur þáttur í öllum trúarbrögðum heims vegna þess að fastan skapar nánd hið innra, við Guð, eigið sjálf og við náungann. Er ekki góð áskorun að fasta á það sem lyktar af stjórnleysi í okkar eigin lífi? Til dæmis að sniðganga óhollan mat, tempra snjallsíma- og tölvunotkun eða sjónvarpsgláp, sleppa vímuneyslu, neikvæðum fésbókarstatusum, vondum tengslum og hreyfingarleysi svo eitthvað sé nefnt. Ég skal lofa að gera mitt besta, svo ég sé ekki eins og varðan sem vísar bara veginn en fer hann ekki sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er alveg hræðilegur seggur og þarf alltaf að vera að taka sjálfa mig í gegn. Stundum þarf ég að glíma við annað fólk en glíman við sjálfa mig varir alla daga. Ég man þegar ég var krakki og fór í margar fermingarveislur af því að ég var prestsbarn í sveit. Einu sinni fórum við í sjö veislur sama daginn og ég var veik af ofáti þegar ég kom heim. Ég var svona krakki sem sat og borðaði augun og hnakkaspikið á sviðakjammanum með alveg sérstökum hátíðar- og gleðisvip. Ég er ekki manneskjan sem myndi velja hungurverkfall í mótmælaskyni, kysi frekar að skrifa greinar og þess háttar. Í gegnum árin hef ég kynnst allskyns föstum í viðleitni til að ná tökum á seggnum í sjálfri mér. Ég hef fastað á sykur, kjöt og hveiti og nú í nokkurn tíma hef ég fastað 17 tíma á sólarhring til að ná niður blóðsykri sem að sjálfsögðu var kominn í uppnám. Þetta er ömurlegt fyrst og því fylgir nokkur depurð í upphafi og maður þolir ekki frasana „livva og njodda“, „live a little“. En svo kemur vellíðan, hugsunin verður skýrari, sköpunarkrafturinn eykst, liðirnir mýkjast, maginn hjaðnar og virkni magnast. Það er ekki svo lítið. Núna er föstutíminn í kristinni kirkju, fjörutíu daga fyrir páska. Föstur eru raunar virkur þáttur í öllum trúarbrögðum heims vegna þess að fastan skapar nánd hið innra, við Guð, eigið sjálf og við náungann. Er ekki góð áskorun að fasta á það sem lyktar af stjórnleysi í okkar eigin lífi? Til dæmis að sniðganga óhollan mat, tempra snjallsíma- og tölvunotkun eða sjónvarpsgláp, sleppa vímuneyslu, neikvæðum fésbókarstatusum, vondum tengslum og hreyfingarleysi svo eitthvað sé nefnt. Ég skal lofa að gera mitt besta, svo ég sé ekki eins og varðan sem vísar bara veginn en fer hann ekki sjálf.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun