Volkswagen stærst með 10,7 milljónir seldra bíla Finnur Thorlacius skrifar 8. janúar 2018 15:42 Volkswagen Golf GTI Clubsport. Nú eru sölutölur síðasta árs hjá bílaframleiðendum að skila sér og Volkswagen hefur birt tölur um sölu í fyrra. Þær reyndust hærri en nokkru sinni fyrr, eða 10,7 milljónir seldra bíla. Toyota hefur ekki enn birt tölur, en búist er við 10,35 milljón bíla sölutölu þaðan. Innan Volkswagen Group bílasamstæðunnar eru fleiri bílamerki að finna en bara Volkswagen, því Audi, Porsche, Skoda, Seat, Bugatti, Lamborghini, Bentley, MAN og Scania merkin tilheyra einnig samstæðunni. Hjá Toyota teljast einnig með merkin Lexus, Daihatsu og Hino. Volkswagen Group seldi 10,3 milljónir bíla árið 2016 og því er vöxturinn nú rétt um 4% á milli ára. Toyota áætlar að vöxtur í sölu frá 2016 til 2017 sé um 2% og því helmingi minni en hjá Volkswagen Group. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent
Nú eru sölutölur síðasta árs hjá bílaframleiðendum að skila sér og Volkswagen hefur birt tölur um sölu í fyrra. Þær reyndust hærri en nokkru sinni fyrr, eða 10,7 milljónir seldra bíla. Toyota hefur ekki enn birt tölur, en búist er við 10,35 milljón bíla sölutölu þaðan. Innan Volkswagen Group bílasamstæðunnar eru fleiri bílamerki að finna en bara Volkswagen, því Audi, Porsche, Skoda, Seat, Bugatti, Lamborghini, Bentley, MAN og Scania merkin tilheyra einnig samstæðunni. Hjá Toyota teljast einnig með merkin Lexus, Daihatsu og Hino. Volkswagen Group seldi 10,3 milljónir bíla árið 2016 og því er vöxturinn nú rétt um 4% á milli ára. Toyota áætlar að vöxtur í sölu frá 2016 til 2017 sé um 2% og því helmingi minni en hjá Volkswagen Group.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent