Krúttleg enska á kostnað lesskilnings Bjartey Sigurðardóttir skrifar 20. febrúar 2018 07:00 Í starfi mínu sem talmeinafræðingur verð ég vör við að orðaforði barna sem eiga íslensku sem móðurmál er að verða sífellt enskuskotnari. Mörg börn á leikskólaaldri eru jafnvel með sterkari orðaforða á ensku en íslensku. Við greiningu á málþroskavanda barna hitti ég stundum foreldra sem segja með nokkru stolti að orðaforði barnsins sé talsvert betri á ensku en íslensku og er ég þar að tala um foreldra sem eiga íslensku sem móðurmál. Leikskólakennarar tjá mér að það sé æ sjaldgæfara að inn í leikskólann komi tveggja ára börn með góðan orðaforða og aldurssvarandi tök á setningamyndun. Þeir geta einnig sagt sögur af börnum sem þrátta um það við kennarana sína hvaða nöfn ýmis fyrirbæri beri, að þessi litur heiti black en ekki svartur og að dýrið heiti hippo en ekki flóðhestur. En er þetta ekki bara í góðu lagi? Er ekki jákvætt að börnin nái snemma tökum á ensku og verði ,„tvítyngd“? Ef þetta væri ekki á kostnað móðurmálsins, þá væri svarið já. Það sem við sjáum hins vegar er að íslenskum orðaforða barnanna fer mikið aftur. Það er raunveruleg hætta á því að við séum að ala upp kynslóð barna sem talar tvö tungumál þar sem hvorugt málið er vel þróað. Varðandi börn sem eiga annað móðurmál en íslensku er staðan jafnvel enn verri þar sem ensk áhrif trufla máltöku þeirra á íslensku. Íslenska skólakerfið er ekki búið að hafna íslenskunni, kennslan fer fram á íslensku og megnið af því lesefni sem nemendum er ætlað að lesa er á íslensku. Meðan svo er þurfa nemendur að vera með góðan aldurssvarandi íslenskan orðaforða.Talið við börnin og lesið fyrir þau Bandarísk rannsókn (Hart og Risley, 1995) sýndi gífurlegan mun á orðaforða barna við þriggja ára aldur eftir því hversu mikið var talað við barnið og hvernig mál var haft fyrir barninu. Þessi mikli munur á orðaforða hafði forspárgildi um tungumálafærni barnanna við níu ára aldur. Í nýlegri doktorsrannsókn Sigríðar Ólafsdóttur (2015) kom fram að sterk fylgni er milli orðaforða og lesskilnings nemenda í 4.-8. bekk. Það felur í sér að því öflugri sem orðaforði barnsins er við níu ára aldur því betri er lesskilningur þess. Rannsóknin sýndi einnig fram á að þessi fylgni helst þar til barnið kemst á unglingsaldur. Barn með slakan orðaforða á íslensku á því mjög líklega eftir að lenda í miklum lesskilningsvanda, því góður orðaforði og málskilningur er undirstaða lesskilnings. Ef svo heldur áfram sem horfir gætum við átt von á enn frekara falli lesskilnings íslenskra nemenda í alþjóðlegum samanburðarrannsóknum með tilheyrandi námserfiðleikum og brottfalli úr skóla. En hvað er þá til ráða? Þessari spurningu mætti svara með langri grein, en einfalda svarið er hins vegar: Ein árangursríkasta leiðin til að efla orðaforða barna, og þar með málskilning, er aukinn bóklestur. Talið við börnin ykkar og lesið fyrir þau daglega á íslensku. Forðist rafrænt afþreyingarefni þar sem allt fer fram á ensku en veljið í staðinn íslenskt efni. Foreldrar, ykkar er valið. Hvort viljið þið heldur að barnið ykkar tali „krúttlega“ ensku á yngri árum eða nái góðum tökum á móðurmálinu og verði í kjölfarið með góðan lesskilning og þar með góðar forsendur til frekara náms?Höfundur er talmeinafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í starfi mínu sem talmeinafræðingur verð ég vör við að orðaforði barna sem eiga íslensku sem móðurmál er að verða sífellt enskuskotnari. Mörg börn á leikskólaaldri eru jafnvel með sterkari orðaforða á ensku en íslensku. Við greiningu á málþroskavanda barna hitti ég stundum foreldra sem segja með nokkru stolti að orðaforði barnsins sé talsvert betri á ensku en íslensku og er ég þar að tala um foreldra sem eiga íslensku sem móðurmál. Leikskólakennarar tjá mér að það sé æ sjaldgæfara að inn í leikskólann komi tveggja ára börn með góðan orðaforða og aldurssvarandi tök á setningamyndun. Þeir geta einnig sagt sögur af börnum sem þrátta um það við kennarana sína hvaða nöfn ýmis fyrirbæri beri, að þessi litur heiti black en ekki svartur og að dýrið heiti hippo en ekki flóðhestur. En er þetta ekki bara í góðu lagi? Er ekki jákvætt að börnin nái snemma tökum á ensku og verði ,„tvítyngd“? Ef þetta væri ekki á kostnað móðurmálsins, þá væri svarið já. Það sem við sjáum hins vegar er að íslenskum orðaforða barnanna fer mikið aftur. Það er raunveruleg hætta á því að við séum að ala upp kynslóð barna sem talar tvö tungumál þar sem hvorugt málið er vel þróað. Varðandi börn sem eiga annað móðurmál en íslensku er staðan jafnvel enn verri þar sem ensk áhrif trufla máltöku þeirra á íslensku. Íslenska skólakerfið er ekki búið að hafna íslenskunni, kennslan fer fram á íslensku og megnið af því lesefni sem nemendum er ætlað að lesa er á íslensku. Meðan svo er þurfa nemendur að vera með góðan aldurssvarandi íslenskan orðaforða.Talið við börnin og lesið fyrir þau Bandarísk rannsókn (Hart og Risley, 1995) sýndi gífurlegan mun á orðaforða barna við þriggja ára aldur eftir því hversu mikið var talað við barnið og hvernig mál var haft fyrir barninu. Þessi mikli munur á orðaforða hafði forspárgildi um tungumálafærni barnanna við níu ára aldur. Í nýlegri doktorsrannsókn Sigríðar Ólafsdóttur (2015) kom fram að sterk fylgni er milli orðaforða og lesskilnings nemenda í 4.-8. bekk. Það felur í sér að því öflugri sem orðaforði barnsins er við níu ára aldur því betri er lesskilningur þess. Rannsóknin sýndi einnig fram á að þessi fylgni helst þar til barnið kemst á unglingsaldur. Barn með slakan orðaforða á íslensku á því mjög líklega eftir að lenda í miklum lesskilningsvanda, því góður orðaforði og málskilningur er undirstaða lesskilnings. Ef svo heldur áfram sem horfir gætum við átt von á enn frekara falli lesskilnings íslenskra nemenda í alþjóðlegum samanburðarrannsóknum með tilheyrandi námserfiðleikum og brottfalli úr skóla. En hvað er þá til ráða? Þessari spurningu mætti svara með langri grein, en einfalda svarið er hins vegar: Ein árangursríkasta leiðin til að efla orðaforða barna, og þar með málskilning, er aukinn bóklestur. Talið við börnin ykkar og lesið fyrir þau daglega á íslensku. Forðist rafrænt afþreyingarefni þar sem allt fer fram á ensku en veljið í staðinn íslenskt efni. Foreldrar, ykkar er valið. Hvort viljið þið heldur að barnið ykkar tali „krúttlega“ ensku á yngri árum eða nái góðum tökum á móðurmálinu og verði í kjölfarið með góðan lesskilning og þar með góðar forsendur til frekara náms?Höfundur er talmeinafræðingur
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun