Krúttleg enska á kostnað lesskilnings Bjartey Sigurðardóttir skrifar 20. febrúar 2018 07:00 Í starfi mínu sem talmeinafræðingur verð ég vör við að orðaforði barna sem eiga íslensku sem móðurmál er að verða sífellt enskuskotnari. Mörg börn á leikskólaaldri eru jafnvel með sterkari orðaforða á ensku en íslensku. Við greiningu á málþroskavanda barna hitti ég stundum foreldra sem segja með nokkru stolti að orðaforði barnsins sé talsvert betri á ensku en íslensku og er ég þar að tala um foreldra sem eiga íslensku sem móðurmál. Leikskólakennarar tjá mér að það sé æ sjaldgæfara að inn í leikskólann komi tveggja ára börn með góðan orðaforða og aldurssvarandi tök á setningamyndun. Þeir geta einnig sagt sögur af börnum sem þrátta um það við kennarana sína hvaða nöfn ýmis fyrirbæri beri, að þessi litur heiti black en ekki svartur og að dýrið heiti hippo en ekki flóðhestur. En er þetta ekki bara í góðu lagi? Er ekki jákvætt að börnin nái snemma tökum á ensku og verði ,„tvítyngd“? Ef þetta væri ekki á kostnað móðurmálsins, þá væri svarið já. Það sem við sjáum hins vegar er að íslenskum orðaforða barnanna fer mikið aftur. Það er raunveruleg hætta á því að við séum að ala upp kynslóð barna sem talar tvö tungumál þar sem hvorugt málið er vel þróað. Varðandi börn sem eiga annað móðurmál en íslensku er staðan jafnvel enn verri þar sem ensk áhrif trufla máltöku þeirra á íslensku. Íslenska skólakerfið er ekki búið að hafna íslenskunni, kennslan fer fram á íslensku og megnið af því lesefni sem nemendum er ætlað að lesa er á íslensku. Meðan svo er þurfa nemendur að vera með góðan aldurssvarandi íslenskan orðaforða.Talið við börnin og lesið fyrir þau Bandarísk rannsókn (Hart og Risley, 1995) sýndi gífurlegan mun á orðaforða barna við þriggja ára aldur eftir því hversu mikið var talað við barnið og hvernig mál var haft fyrir barninu. Þessi mikli munur á orðaforða hafði forspárgildi um tungumálafærni barnanna við níu ára aldur. Í nýlegri doktorsrannsókn Sigríðar Ólafsdóttur (2015) kom fram að sterk fylgni er milli orðaforða og lesskilnings nemenda í 4.-8. bekk. Það felur í sér að því öflugri sem orðaforði barnsins er við níu ára aldur því betri er lesskilningur þess. Rannsóknin sýndi einnig fram á að þessi fylgni helst þar til barnið kemst á unglingsaldur. Barn með slakan orðaforða á íslensku á því mjög líklega eftir að lenda í miklum lesskilningsvanda, því góður orðaforði og málskilningur er undirstaða lesskilnings. Ef svo heldur áfram sem horfir gætum við átt von á enn frekara falli lesskilnings íslenskra nemenda í alþjóðlegum samanburðarrannsóknum með tilheyrandi námserfiðleikum og brottfalli úr skóla. En hvað er þá til ráða? Þessari spurningu mætti svara með langri grein, en einfalda svarið er hins vegar: Ein árangursríkasta leiðin til að efla orðaforða barna, og þar með málskilning, er aukinn bóklestur. Talið við börnin ykkar og lesið fyrir þau daglega á íslensku. Forðist rafrænt afþreyingarefni þar sem allt fer fram á ensku en veljið í staðinn íslenskt efni. Foreldrar, ykkar er valið. Hvort viljið þið heldur að barnið ykkar tali „krúttlega“ ensku á yngri árum eða nái góðum tökum á móðurmálinu og verði í kjölfarið með góðan lesskilning og þar með góðar forsendur til frekara náms?Höfundur er talmeinafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í starfi mínu sem talmeinafræðingur verð ég vör við að orðaforði barna sem eiga íslensku sem móðurmál er að verða sífellt enskuskotnari. Mörg börn á leikskólaaldri eru jafnvel með sterkari orðaforða á ensku en íslensku. Við greiningu á málþroskavanda barna hitti ég stundum foreldra sem segja með nokkru stolti að orðaforði barnsins sé talsvert betri á ensku en íslensku og er ég þar að tala um foreldra sem eiga íslensku sem móðurmál. Leikskólakennarar tjá mér að það sé æ sjaldgæfara að inn í leikskólann komi tveggja ára börn með góðan orðaforða og aldurssvarandi tök á setningamyndun. Þeir geta einnig sagt sögur af börnum sem þrátta um það við kennarana sína hvaða nöfn ýmis fyrirbæri beri, að þessi litur heiti black en ekki svartur og að dýrið heiti hippo en ekki flóðhestur. En er þetta ekki bara í góðu lagi? Er ekki jákvætt að börnin nái snemma tökum á ensku og verði ,„tvítyngd“? Ef þetta væri ekki á kostnað móðurmálsins, þá væri svarið já. Það sem við sjáum hins vegar er að íslenskum orðaforða barnanna fer mikið aftur. Það er raunveruleg hætta á því að við séum að ala upp kynslóð barna sem talar tvö tungumál þar sem hvorugt málið er vel þróað. Varðandi börn sem eiga annað móðurmál en íslensku er staðan jafnvel enn verri þar sem ensk áhrif trufla máltöku þeirra á íslensku. Íslenska skólakerfið er ekki búið að hafna íslenskunni, kennslan fer fram á íslensku og megnið af því lesefni sem nemendum er ætlað að lesa er á íslensku. Meðan svo er þurfa nemendur að vera með góðan aldurssvarandi íslenskan orðaforða.Talið við börnin og lesið fyrir þau Bandarísk rannsókn (Hart og Risley, 1995) sýndi gífurlegan mun á orðaforða barna við þriggja ára aldur eftir því hversu mikið var talað við barnið og hvernig mál var haft fyrir barninu. Þessi mikli munur á orðaforða hafði forspárgildi um tungumálafærni barnanna við níu ára aldur. Í nýlegri doktorsrannsókn Sigríðar Ólafsdóttur (2015) kom fram að sterk fylgni er milli orðaforða og lesskilnings nemenda í 4.-8. bekk. Það felur í sér að því öflugri sem orðaforði barnsins er við níu ára aldur því betri er lesskilningur þess. Rannsóknin sýndi einnig fram á að þessi fylgni helst þar til barnið kemst á unglingsaldur. Barn með slakan orðaforða á íslensku á því mjög líklega eftir að lenda í miklum lesskilningsvanda, því góður orðaforði og málskilningur er undirstaða lesskilnings. Ef svo heldur áfram sem horfir gætum við átt von á enn frekara falli lesskilnings íslenskra nemenda í alþjóðlegum samanburðarrannsóknum með tilheyrandi námserfiðleikum og brottfalli úr skóla. En hvað er þá til ráða? Þessari spurningu mætti svara með langri grein, en einfalda svarið er hins vegar: Ein árangursríkasta leiðin til að efla orðaforða barna, og þar með málskilning, er aukinn bóklestur. Talið við börnin ykkar og lesið fyrir þau daglega á íslensku. Forðist rafrænt afþreyingarefni þar sem allt fer fram á ensku en veljið í staðinn íslenskt efni. Foreldrar, ykkar er valið. Hvort viljið þið heldur að barnið ykkar tali „krúttlega“ ensku á yngri árum eða nái góðum tökum á móðurmálinu og verði í kjölfarið með góðan lesskilning og þar með góðar forsendur til frekara náms?Höfundur er talmeinafræðingur
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar