Bönnum drápsvélmennin! Stefán Pálsson skrifar 4. september 2018 07:00 Í lok ágúst var haldinn mikilvægur fundur í svissnesku borginni Genf. Þar hittust sérfræðingar frá fjölmörgum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna til að ræða mögulegar aðgerðir gegn framleiðslu og þróun sjálfvirkra og sjálfstýrðra vígvéla – svokallaðra drápsvélmenna. Eflaust eru drápsvélmenni í hugum margra einungis fyrirbæri úr vísindaskáldsögum eða lélegum hollívúddmyndum. Veruleikinn er þó sá að á liðnum árum hefur gríðarlegum fjármunum verið varið í að þróa ómannaðar vígvélar sem útbúnar eru með gervigreind með það að markmiði að ráðast að fólki og drepa það á grundvelli eigin ákvarðana, án þess að mannshugurinn komi þar að máli. Sérfræðingar hafa þungar áhyggjur af þessari þróun, sem muni ýta undir nýtt vígbúnaðarkapphlaup, og afleiðingunum af beitingu þessara vopna í stríðsátökum framtíðarinnar. Margir af kunnustu frumkvöðlum á sviði vísinda og tækni hafa jafnvel lýst þeirri skoðun sinni að með þróun slíkra véla gæti mannkynið verið að undirrita sinn eigin dauðadóm. Þær raddir verða sífellt háværari að alþjóðasamfélagið verði að koma sér saman um bann við sjálfvirkum vígvélum. Nokkrar ríkisstjórnir hafa þó lýst andstöðu sinni við þær hugmyndir. Má þar nefna Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Ísrael. Af dagskrá fundarins í Genf er ekki að sjá að Íslendingar hafi átt þar fulltrúa. Það eru vonbrigði í ljósi þess að Ísland hefur á að skipa ágætum sérfræðingum á sviði vitvélarannsókna. Mikilvægi þessa málaflokks er jafnframt slíkt að utanríkisþjónustan ætti að hafa hann í forgangi. Líklegt má telja að tillögur um bann við drápsvélmennum komi til kasta Sameinuðu þjóðanna á allra næstu misserum. Þá munu fulltrúar Íslands greiða atkvæði um málið og hljóta að gera það í samræmi við fyrirliggjandi samþykkt Alþingis, en árið 2016 samþykkti þingið tillögu Katrínar Jakobsdóttur og fleiri þingmanna um stuðning Íslands við alþjóðlegt bann við framleiðslu og beitingu slíkra véla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Í lok ágúst var haldinn mikilvægur fundur í svissnesku borginni Genf. Þar hittust sérfræðingar frá fjölmörgum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna til að ræða mögulegar aðgerðir gegn framleiðslu og þróun sjálfvirkra og sjálfstýrðra vígvéla – svokallaðra drápsvélmenna. Eflaust eru drápsvélmenni í hugum margra einungis fyrirbæri úr vísindaskáldsögum eða lélegum hollívúddmyndum. Veruleikinn er þó sá að á liðnum árum hefur gríðarlegum fjármunum verið varið í að þróa ómannaðar vígvélar sem útbúnar eru með gervigreind með það að markmiði að ráðast að fólki og drepa það á grundvelli eigin ákvarðana, án þess að mannshugurinn komi þar að máli. Sérfræðingar hafa þungar áhyggjur af þessari þróun, sem muni ýta undir nýtt vígbúnaðarkapphlaup, og afleiðingunum af beitingu þessara vopna í stríðsátökum framtíðarinnar. Margir af kunnustu frumkvöðlum á sviði vísinda og tækni hafa jafnvel lýst þeirri skoðun sinni að með þróun slíkra véla gæti mannkynið verið að undirrita sinn eigin dauðadóm. Þær raddir verða sífellt háværari að alþjóðasamfélagið verði að koma sér saman um bann við sjálfvirkum vígvélum. Nokkrar ríkisstjórnir hafa þó lýst andstöðu sinni við þær hugmyndir. Má þar nefna Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Ísrael. Af dagskrá fundarins í Genf er ekki að sjá að Íslendingar hafi átt þar fulltrúa. Það eru vonbrigði í ljósi þess að Ísland hefur á að skipa ágætum sérfræðingum á sviði vitvélarannsókna. Mikilvægi þessa málaflokks er jafnframt slíkt að utanríkisþjónustan ætti að hafa hann í forgangi. Líklegt má telja að tillögur um bann við drápsvélmennum komi til kasta Sameinuðu þjóðanna á allra næstu misserum. Þá munu fulltrúar Íslands greiða atkvæði um málið og hljóta að gera það í samræmi við fyrirliggjandi samþykkt Alþingis, en árið 2016 samþykkti þingið tillögu Katrínar Jakobsdóttur og fleiri þingmanna um stuðning Íslands við alþjóðlegt bann við framleiðslu og beitingu slíkra véla.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun