Fékk kvíðakast í leikhúsinu og snéri sér að matargerð Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2018 11:30 Þröstur Leó tekur lítið hlutverk í jólaleikriti Þjóðleikhússins. vísir/ernir „Ég er kannski ekki alveg hættur en þetta er búið að vera svona frá því um síðustu áramót þegar ég tók þá ákvörðun að segja upp samningi mínum í Þjóðleikhúsinu,“ segir leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Svo talaði Ari Matthías við mig um daginn og spurði hvort við ættum að gera tilraun hvort ég færi í eina rullu í jólaleikritinu og ég ákvað að gera tilraun með það. Þannig er mál með vexti að ég lenti í sjóslysi fyrir þremur árum og er búinn að vera berjast við kvíða eftir það. Það þurfti að fella niður tvær sýningar hjá mér í vetur. Ég var í stólnum í sminkinu og fæ kvíðakast og þurfti að hætta og fella niður sýninguna. Þá sagði afgreiðslukonan við mig: Þröstur minn er ekki allt í lagi? Og ég gat rétt svo stunið upp, nei og það var hringt á sjúkrabíl.“ Þröstur segir að svona köst komi algjörlega aftan að manni. „Fyrst eftir slysið var ég bara á bleiku skýi og hafði áhyggjur af hinum. Svo bara tveimur mánuðum síðar dett ég niður fyrst. Maður getur í raun ekki lýst þessu og þetta kemur bara algjörlega aftan að manni,“ segir Þröstur sem segist hafa fengið áfallahjálp eftir slysið og mikla hjálp. „Svo eru líka til einhver lyf. Mér er illa við að taka lyf en þarf að gera það annars slagið. Þetta er rosalega lúmskt og erfitt fyrir mig að vera til að mynda í búð þar sem mikið er af fólki. Ég hef stundum þurft að labba bara út og skil vörurnar bara eftir,“ segir Þröstur sem fann aldrei fyrir kvíða fyrir sjóslysið.Þróaði með sér þráhyggju „Leikhúsið er öðruvísi vinna en flest aðrar. Þetta er eitthvað svo stór pakki að standa fyrir framan fimm hundruð manns og svo finnur maður bara að maður er að fara klikka. Þá fer allt á hvolf og allt magnast upp. Ég var farinn að búa til allskonar og kominn með þráhyggjur. Ég var farinn að fara í öfuga sokka og skórnir verða vera þarna.“ Hann segir að nauðsynlegt hafi verið að taka sér hvíld frá leikhúsinu og reyna að vinna sig út úr vandanum. „Ég er bara svo heppinn að ég hef verið að leika mér í fimm, sex ár að reykja og grafa lax og það hefur gengið alveg fáránlega vel. Nú er ég kominn á það stig að þeir sem eru með mér í þessu þurfa finna fyrir mig húsnæði svo að ég geti reykt til að hafa mig áfram. Ég þarf að fá samþykkt hús af Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlitinu og það getur verið erfitt. Ég þarf kannski svona sjötíu, áttatíu fermetra húsnæði.“ Þröstur hefur hugsað sér að dunda sér við matargerðina og reyna selja vöruna einn. „Ég vil ekki fara út í neina verksmiðjuframleiðslu því þá fer af því sjarminn og það þarf að minnka gæðin. Ég er með leyniuppskrift og er að gera þetta á miklu lengri tíma en aðrir. Það er galdurinn að nostra svolítið við þetta,“ segir Þröstur sem byrjaði að reykja lax fyrir 15 árum. Hann verður gestakokkur á Hlemmur Square næstu fjórar vikurnar. Hér að neðan má heyra viðtalið við Þröst í heild sinni. Mest lesið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
„Ég er kannski ekki alveg hættur en þetta er búið að vera svona frá því um síðustu áramót þegar ég tók þá ákvörðun að segja upp samningi mínum í Þjóðleikhúsinu,“ segir leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Svo talaði Ari Matthías við mig um daginn og spurði hvort við ættum að gera tilraun hvort ég færi í eina rullu í jólaleikritinu og ég ákvað að gera tilraun með það. Þannig er mál með vexti að ég lenti í sjóslysi fyrir þremur árum og er búinn að vera berjast við kvíða eftir það. Það þurfti að fella niður tvær sýningar hjá mér í vetur. Ég var í stólnum í sminkinu og fæ kvíðakast og þurfti að hætta og fella niður sýninguna. Þá sagði afgreiðslukonan við mig: Þröstur minn er ekki allt í lagi? Og ég gat rétt svo stunið upp, nei og það var hringt á sjúkrabíl.“ Þröstur segir að svona köst komi algjörlega aftan að manni. „Fyrst eftir slysið var ég bara á bleiku skýi og hafði áhyggjur af hinum. Svo bara tveimur mánuðum síðar dett ég niður fyrst. Maður getur í raun ekki lýst þessu og þetta kemur bara algjörlega aftan að manni,“ segir Þröstur sem segist hafa fengið áfallahjálp eftir slysið og mikla hjálp. „Svo eru líka til einhver lyf. Mér er illa við að taka lyf en þarf að gera það annars slagið. Þetta er rosalega lúmskt og erfitt fyrir mig að vera til að mynda í búð þar sem mikið er af fólki. Ég hef stundum þurft að labba bara út og skil vörurnar bara eftir,“ segir Þröstur sem fann aldrei fyrir kvíða fyrir sjóslysið.Þróaði með sér þráhyggju „Leikhúsið er öðruvísi vinna en flest aðrar. Þetta er eitthvað svo stór pakki að standa fyrir framan fimm hundruð manns og svo finnur maður bara að maður er að fara klikka. Þá fer allt á hvolf og allt magnast upp. Ég var farinn að búa til allskonar og kominn með þráhyggjur. Ég var farinn að fara í öfuga sokka og skórnir verða vera þarna.“ Hann segir að nauðsynlegt hafi verið að taka sér hvíld frá leikhúsinu og reyna að vinna sig út úr vandanum. „Ég er bara svo heppinn að ég hef verið að leika mér í fimm, sex ár að reykja og grafa lax og það hefur gengið alveg fáránlega vel. Nú er ég kominn á það stig að þeir sem eru með mér í þessu þurfa finna fyrir mig húsnæði svo að ég geti reykt til að hafa mig áfram. Ég þarf að fá samþykkt hús af Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlitinu og það getur verið erfitt. Ég þarf kannski svona sjötíu, áttatíu fermetra húsnæði.“ Þröstur hefur hugsað sér að dunda sér við matargerðina og reyna selja vöruna einn. „Ég vil ekki fara út í neina verksmiðjuframleiðslu því þá fer af því sjarminn og það þarf að minnka gæðin. Ég er með leyniuppskrift og er að gera þetta á miklu lengri tíma en aðrir. Það er galdurinn að nostra svolítið við þetta,“ segir Þröstur sem byrjaði að reykja lax fyrir 15 árum. Hann verður gestakokkur á Hlemmur Square næstu fjórar vikurnar. Hér að neðan má heyra viðtalið við Þröst í heild sinni.
Mest lesið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“