Hringurinn byrjaði á nær fullkomnu golfi, það komu pör á fyrstu holunum þar sem Ólafía hitti braut og flatir í upplögðum höggafjölda og tvípúttaði fyrir pari, allt eftir bókinni.
Ólafía einpúttaði fyrir fugli á þriðju holu og þaut upp töfluna.
Næstu holur gengu hins vegar ekki eins vel og gerði Ólafía mjög vel að halda pari á þeim öllum, þurfti meðal annars að bjarga sér úr sandglompu.
Hún hitti brautina í fjórum af sex teighöggum og náði inn á flöt í upplögðum höggfjölda á 6 af 9 brautum.
Eftir níu holur er Ólafía í 36.-54. sæti. Skorið í mótinu er frekar hátt og eru efstu konur á 5 höggum undir pari. Ef Ólafía heldur áfram að halda parinu og jafnvel næla í einn, tvo fugla þá á hún góðan möguleika á því að blanda sér í toppbaráttuna.
