Áramótaheitið um að kulna ekki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. desember 2018 09:00 Að prófa eitthvað nýtt. Um þetta hef ég hugsað mikið núna í aðdraganda áramóta því ég stóð mig að þeirri hugsun um daginn að ég hefði ekki prófað neitt nýtt á árinu sem er að líða. Ég hef sko ekki farið á neitt námskeið, hvorki í framandi matargerð né í hugleiðslu, ég prófaði ekki að skrifa skáldsögu og ekki gerði ég hlaðvarpsþátt. „Vá, hvað þetta er glatað. Ég er bara ekkert að vinna í mér sem manneskju! Læra eitthvað nýtt, takast á við einhverjar áskoranir,“ hugsaði ég með mér. Samt var ekkert af ofantöldu á einhverjum markmiðalista fyrir árið. Svo hugsaði ég málið aðeins og rifjaði smá upp.„Svikaraheilkennið“ og þessi skrýtni yfirmaður Ætli það merkilegasta, ekki bara á árinu heldur einfaldlega hingað til, hafi ekki verið að vera viðstödd fæðingu. Litla stúlkan sem fæddist er nafna mín sem ég er agalega montin með. Aldrei áður hafði ég verið viðstödd fæðingu og að eignast nöfnu - það var sko eitthvað nýtt! Svo varð ég föðursystir og það nýja hlutverk er ekki minna skemmtilegt en að eiga nöfnu. Í vinnunni tókst ég á við tvö stór og krefjandi verkefni og það nánast á sama tíma. Í báðum þessum verkefnum var ég með smá „svikaraheilkenni.“ Ég hugsaði oft með mér: „Vá, hvað yfirmaðurinn minn er skrýtinn að láta mig í þetta. Veit hann ekki að ég er alls ekki nógu klár í þessu?“ Ég stóð mig svo auðvitað bara vel í þessum verkefnum og það er bara frábært að yfirmaðurinn minn hafi þessa trú á mér. Ég er svolítið þannig að stundum hef ég mikla trú á mér og stundum bara alls enga. Fyrsta heila árið mitt í sambúð með kærasta er svo að líða undir lok. Það var eitthvað nýtt. Það var líka eitthvað nýtt að ferðast með honum til útlanda í fyrsta sinn og fara svo á Vestfirði í sumar, skemmtilegustu ferð sem ég hef farið í innanlands. Þetta er alveg eitthvað…Ekki gleyma að skrásetja allt á samfélagsmiðlum! Nútímasamfélag gerir sífellt meiri kröfur til okkar með tilheyrandi stressi, streitu og álagi.Ef þú gerir ekki eitthvað skapandi og geggjað með börnunum þínum allar helgar ertu þá að standa þig sem foreldri?Ef þú fórst ekki á skriðsundsnámskeið eða hljópst hálfmaraþon ertu þá að rækta líkamann? Ef þú last ekki eina bók í viku eða fórst á námskeið í endurmenntun ertu þá að rækta andann?Og mundirðu ekki alveg örugglega eftir því að skrásetja allt þetta sjúklega netta sem þú gerðir á Instagram, Snap, Facebook og Twitter? Annars gerðist það ekki!Já, og ekki gleyma að vera alltaf með vinnupóstinn opinn í símanum. Annars ertu ekki að standa þig í vinnunni. Frítími og chill, hvað er það?Eitt enn. Hvað með sambandið við makann? Ertu nokkuð að gleyma því í öllu stressinu?! Vita líka ekki örugglega allir á Insta og Face hvað þið eruð ruglað ástfangin?*Hrollvekjandi sögur Ég á ekki börn svo ég er þess fullviss að stress-level mitt er að jafnaði lægra en hjá öðrum 34 ára gömlum konum. Samt er mitt helsta markmið í lífinu orðið það að kulna ekki. Þetta hef ég sagt við nokkra undanfarið, meðal annars vinnufélagann sem fékk áfall þegar ég sagði honum að ég vildi ekki hafa appið fyrir vinnupóstinn í símanum. Mér finnst bara einhvern veginn nógu mikið álag fylgja vinnunni - og svo er Facebook-appið í símanum líka bara nóg. Markmiðið mitt, og kannski núna áramótaheitið, um að kulna ekki setti ég mér eftir að hafa lesið og hlustað á nokkrar konur segja frá reynslu sinni af kulnun. Sögurnar þeirra voru einfaldlega hrollvekjandi. Allar lýstu þær því að hafa haft of mikið að gera, kannski ekki endilega út af því að þær langaði til þess heldur vegna þess að þær þurftu þess eða fannst þær þurfa þess. Þær þurftu alltaf að vera að. Það að hvíla sig, taka pásu, slaka á, það var ekki inni í myndinni.Það má alveg binge-a þátt þrjú kvöld í viku Lífið er ekki leikur, það vitum við öll. Það getur verið erfitt og yfirþyrmandi en það á líka að geta verið fyndið og skemmtilegt og allt þarna á milli. Það á ekki að vera þannig að þér finnist þú alltaf vera að bugast. Að þú sért örmagna. Sem betur fer líður mér eiginlega aldrei þannig, sjö, níu, þrettán, en það virðist óhugnanlega auðvelt að komast á þann stað, ekki kannski síst vegna þess að það er svo ríkt í konu að harka af sér, vera dugleg, væla ekki. Sumir vilja meina að það sé eitthvað sér-íslenskt, og ef til vill er eitthvað til í því, en kulnun og örmögnun er víðar að verða meira og meira vandamál en aðeins hér á landi. Það er allt í lagi að slaka á, staldra aðeins við. Vinna minna, sofa meira. Liggja í sófanum og binge-a þátt. Þú ert ekki ömurleg manneskja þótt þú leyfir þér það, jafnvel þrjú kvöld í viku, ef það er eitthvað sem þér finnst á annað borð reglulega næs. Það er líka í góðu lagi að vera dugleg, ekki misskilja mig. Ef þér finnst geggjað að labba á fjöll hverja helgi og baka sautján sortir fyrir jólin þá er það snilld. Lykilatriðið er kannski þetta: Gerðu það af því að þig langar til þess, ekki af því að þér finnst þú þurfa að gera það til þess að uppfylla einhverjar kröfur í hröðu og sítengdu nútímasamfélagi. Annars er hætt við því að hrollvekjandi sögurnar af kulnun verði enn fleiri. (*Þessar ímynduðu en þó svo raunverulegu kröfur eru langt því frá tæmandi.)Höfundur er blaðamaður á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Að prófa eitthvað nýtt. Um þetta hef ég hugsað mikið núna í aðdraganda áramóta því ég stóð mig að þeirri hugsun um daginn að ég hefði ekki prófað neitt nýtt á árinu sem er að líða. Ég hef sko ekki farið á neitt námskeið, hvorki í framandi matargerð né í hugleiðslu, ég prófaði ekki að skrifa skáldsögu og ekki gerði ég hlaðvarpsþátt. „Vá, hvað þetta er glatað. Ég er bara ekkert að vinna í mér sem manneskju! Læra eitthvað nýtt, takast á við einhverjar áskoranir,“ hugsaði ég með mér. Samt var ekkert af ofantöldu á einhverjum markmiðalista fyrir árið. Svo hugsaði ég málið aðeins og rifjaði smá upp.„Svikaraheilkennið“ og þessi skrýtni yfirmaður Ætli það merkilegasta, ekki bara á árinu heldur einfaldlega hingað til, hafi ekki verið að vera viðstödd fæðingu. Litla stúlkan sem fæddist er nafna mín sem ég er agalega montin með. Aldrei áður hafði ég verið viðstödd fæðingu og að eignast nöfnu - það var sko eitthvað nýtt! Svo varð ég föðursystir og það nýja hlutverk er ekki minna skemmtilegt en að eiga nöfnu. Í vinnunni tókst ég á við tvö stór og krefjandi verkefni og það nánast á sama tíma. Í báðum þessum verkefnum var ég með smá „svikaraheilkenni.“ Ég hugsaði oft með mér: „Vá, hvað yfirmaðurinn minn er skrýtinn að láta mig í þetta. Veit hann ekki að ég er alls ekki nógu klár í þessu?“ Ég stóð mig svo auðvitað bara vel í þessum verkefnum og það er bara frábært að yfirmaðurinn minn hafi þessa trú á mér. Ég er svolítið þannig að stundum hef ég mikla trú á mér og stundum bara alls enga. Fyrsta heila árið mitt í sambúð með kærasta er svo að líða undir lok. Það var eitthvað nýtt. Það var líka eitthvað nýtt að ferðast með honum til útlanda í fyrsta sinn og fara svo á Vestfirði í sumar, skemmtilegustu ferð sem ég hef farið í innanlands. Þetta er alveg eitthvað…Ekki gleyma að skrásetja allt á samfélagsmiðlum! Nútímasamfélag gerir sífellt meiri kröfur til okkar með tilheyrandi stressi, streitu og álagi.Ef þú gerir ekki eitthvað skapandi og geggjað með börnunum þínum allar helgar ertu þá að standa þig sem foreldri?Ef þú fórst ekki á skriðsundsnámskeið eða hljópst hálfmaraþon ertu þá að rækta líkamann? Ef þú last ekki eina bók í viku eða fórst á námskeið í endurmenntun ertu þá að rækta andann?Og mundirðu ekki alveg örugglega eftir því að skrásetja allt þetta sjúklega netta sem þú gerðir á Instagram, Snap, Facebook og Twitter? Annars gerðist það ekki!Já, og ekki gleyma að vera alltaf með vinnupóstinn opinn í símanum. Annars ertu ekki að standa þig í vinnunni. Frítími og chill, hvað er það?Eitt enn. Hvað með sambandið við makann? Ertu nokkuð að gleyma því í öllu stressinu?! Vita líka ekki örugglega allir á Insta og Face hvað þið eruð ruglað ástfangin?*Hrollvekjandi sögur Ég á ekki börn svo ég er þess fullviss að stress-level mitt er að jafnaði lægra en hjá öðrum 34 ára gömlum konum. Samt er mitt helsta markmið í lífinu orðið það að kulna ekki. Þetta hef ég sagt við nokkra undanfarið, meðal annars vinnufélagann sem fékk áfall þegar ég sagði honum að ég vildi ekki hafa appið fyrir vinnupóstinn í símanum. Mér finnst bara einhvern veginn nógu mikið álag fylgja vinnunni - og svo er Facebook-appið í símanum líka bara nóg. Markmiðið mitt, og kannski núna áramótaheitið, um að kulna ekki setti ég mér eftir að hafa lesið og hlustað á nokkrar konur segja frá reynslu sinni af kulnun. Sögurnar þeirra voru einfaldlega hrollvekjandi. Allar lýstu þær því að hafa haft of mikið að gera, kannski ekki endilega út af því að þær langaði til þess heldur vegna þess að þær þurftu þess eða fannst þær þurfa þess. Þær þurftu alltaf að vera að. Það að hvíla sig, taka pásu, slaka á, það var ekki inni í myndinni.Það má alveg binge-a þátt þrjú kvöld í viku Lífið er ekki leikur, það vitum við öll. Það getur verið erfitt og yfirþyrmandi en það á líka að geta verið fyndið og skemmtilegt og allt þarna á milli. Það á ekki að vera þannig að þér finnist þú alltaf vera að bugast. Að þú sért örmagna. Sem betur fer líður mér eiginlega aldrei þannig, sjö, níu, þrettán, en það virðist óhugnanlega auðvelt að komast á þann stað, ekki kannski síst vegna þess að það er svo ríkt í konu að harka af sér, vera dugleg, væla ekki. Sumir vilja meina að það sé eitthvað sér-íslenskt, og ef til vill er eitthvað til í því, en kulnun og örmögnun er víðar að verða meira og meira vandamál en aðeins hér á landi. Það er allt í lagi að slaka á, staldra aðeins við. Vinna minna, sofa meira. Liggja í sófanum og binge-a þátt. Þú ert ekki ömurleg manneskja þótt þú leyfir þér það, jafnvel þrjú kvöld í viku, ef það er eitthvað sem þér finnst á annað borð reglulega næs. Það er líka í góðu lagi að vera dugleg, ekki misskilja mig. Ef þér finnst geggjað að labba á fjöll hverja helgi og baka sautján sortir fyrir jólin þá er það snilld. Lykilatriðið er kannski þetta: Gerðu það af því að þig langar til þess, ekki af því að þér finnst þú þurfa að gera það til þess að uppfylla einhverjar kröfur í hröðu og sítengdu nútímasamfélagi. Annars er hætt við því að hrollvekjandi sögurnar af kulnun verði enn fleiri. (*Þessar ímynduðu en þó svo raunverulegu kröfur eru langt því frá tæmandi.)Höfundur er blaðamaður á Vísi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun