Sátt um sjávarútveginn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Skortur á forgangsröðun ríkisstjórnarinnar varð skýr þessa vikuna. Veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar var rifið út úr nefnd með enn frekari lækkun veiðigjalda til útgerða. Síðar í vikunni knúðu stjórnarflokkarnir fram lækkun framlaga til öryrkja og eldri borgara við fjárlagaumræðu. Skilaboðin eru merkilega skýr hjá ríkisstjórninni undir forystu sósíalista: Öryrkjar og eldri borgarar geta beðið en útgerðirnar ekki. Við í Viðreisn höfum talað fyrir því að frjáls markaður sé best til þess fallinn að skila sanngjörnu verði til eigenda fiskveiðiauðlindarinnar – þjóðarinnar sjálfrar. Ekki er meirihluti fyrir því á Alþingi eins og er. Það er miður. Nokkuð breiður samhljómur er hins vegar um aðrar leiðir sem við höfum einnig talað fyrir sem vert er að ná samkomulagi um; tímabundna samninga og innviðauppbyggingu. Vilji þjóðarinnar um eignarhald fiskveiðiauðlindanna og að framsal nýtingarréttarins sé tímabundið hefur ítrekað verið staðfestur. Því væri rétt að lögfesta endurgjald fyrir tímabundinn afnotarétt útgerðanna. Hættan á því að almannahagsmunir verði látnir víkja er raunveruleg eftir því sem dráttur á töku ákvörðunar er lengdur. Slíkt óréttlæti má ekki festast í sessi. Þess vegna þarf þetta skref, auk auðlindaákvæðis í stjórnarskrá. Á undanförnum þremur áratugum hefur orðið mikil hagræðing og framleiðniaukning í sjávarútvegi. Færri og stærri sjávarútvegsfyrirtæki hafa styrkt þjóðarbúskapinn í heild og störfum við veiðar og vinnslu fækkað umtalsvert. Sömu áhrif hafa orðið af hagræðingu í landbúnaði. Þessi þróun mun halda áfram. Þéttbýlið hefur notið ávaxta af framþróun þessara tveggja atvinnugreina, sérstaklega sjávarútvegsins, en landsbyggðin hefur setið eftir. Þess vegna ætti að verja meginhluta af endurgjaldinu í uppbyggingarsjóð fyrir landshlutana sem skapa verðmætin og efla nýsköpun, þróun eða aðrar atvinnugreinar í samvinnu við sveitarstjórnir. Hér gæti verið um að ræða eitt stærsta framtakið til þess að jafna atvinnuþróun í landinu í áratugi. Tímabundnir samningar og uppbyggingarsjóður fyrir landsbyggðina eru fyrstu skrefin í átt að aukinni sátt um sjávarútveginn með almannahagsmuni í huga. Ef ríkisstjórnin treystir sér til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Skortur á forgangsröðun ríkisstjórnarinnar varð skýr þessa vikuna. Veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar var rifið út úr nefnd með enn frekari lækkun veiðigjalda til útgerða. Síðar í vikunni knúðu stjórnarflokkarnir fram lækkun framlaga til öryrkja og eldri borgara við fjárlagaumræðu. Skilaboðin eru merkilega skýr hjá ríkisstjórninni undir forystu sósíalista: Öryrkjar og eldri borgarar geta beðið en útgerðirnar ekki. Við í Viðreisn höfum talað fyrir því að frjáls markaður sé best til þess fallinn að skila sanngjörnu verði til eigenda fiskveiðiauðlindarinnar – þjóðarinnar sjálfrar. Ekki er meirihluti fyrir því á Alþingi eins og er. Það er miður. Nokkuð breiður samhljómur er hins vegar um aðrar leiðir sem við höfum einnig talað fyrir sem vert er að ná samkomulagi um; tímabundna samninga og innviðauppbyggingu. Vilji þjóðarinnar um eignarhald fiskveiðiauðlindanna og að framsal nýtingarréttarins sé tímabundið hefur ítrekað verið staðfestur. Því væri rétt að lögfesta endurgjald fyrir tímabundinn afnotarétt útgerðanna. Hættan á því að almannahagsmunir verði látnir víkja er raunveruleg eftir því sem dráttur á töku ákvörðunar er lengdur. Slíkt óréttlæti má ekki festast í sessi. Þess vegna þarf þetta skref, auk auðlindaákvæðis í stjórnarskrá. Á undanförnum þremur áratugum hefur orðið mikil hagræðing og framleiðniaukning í sjávarútvegi. Færri og stærri sjávarútvegsfyrirtæki hafa styrkt þjóðarbúskapinn í heild og störfum við veiðar og vinnslu fækkað umtalsvert. Sömu áhrif hafa orðið af hagræðingu í landbúnaði. Þessi þróun mun halda áfram. Þéttbýlið hefur notið ávaxta af framþróun þessara tveggja atvinnugreina, sérstaklega sjávarútvegsins, en landsbyggðin hefur setið eftir. Þess vegna ætti að verja meginhluta af endurgjaldinu í uppbyggingarsjóð fyrir landshlutana sem skapa verðmætin og efla nýsköpun, þróun eða aðrar atvinnugreinar í samvinnu við sveitarstjórnir. Hér gæti verið um að ræða eitt stærsta framtakið til þess að jafna atvinnuþróun í landinu í áratugi. Tímabundnir samningar og uppbyggingarsjóður fyrir landsbyggðina eru fyrstu skrefin í átt að aukinni sátt um sjávarútveginn með almannahagsmuni í huga. Ef ríkisstjórnin treystir sér til þess.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun