Einræðisherra í ímyndarherferð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. júní 2018 10:00 Fréttastofur vítt og breitt um heiminn munu í dag birta sögulegar myndir af leiðtogafundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu. Niðurstaða fundarins mun hafa mikið að segja um framtíðaröryggi heimsbyggðarinnar. Þegar þjóðarleiðtogar, sem byggja þjóðaröryggisstefnu sína að hluta til eða alfarið á fælingarmætti kjarnorkustríðs, mæta til viðræðna á jafnræðisgrundvelli getur það vart haft annað en jákvæðar afleiðingar. Á þessum sögulegu fréttamyndum í dag sjáum við tvo leiðtoga takast í hendur og brosa. Annar er nýkominn frá fundi G7 ríkjanna í Kanada, þar sem hann efldi tilraunir sínar til að útrýma því bandalagi sem hefur á síðustu áratugum stuðlað að einhverjum mestu framförum í mannkynssögunni. Hinn er Suryong Norður-Kóreumanna, einræðisherra Lýðræðislega alþýðulýðveldisins Kóreu. Hann er æðsti leiðtogi ríkis sem knúið er áfram af altækri innrætingarvél, sem hefur það eina markmið að neyða þegna sína til hlýðni og undirgefni ásamt því að efla persónudýrkun á leiðtoganum mikla. Í allri umræðu um Norður-Kóreu er mikilvægt að halda til haga þeim hrottalegu ofbeldisverkum sem stjórnvöld þar fremja á þegnum sínum. Norðurkóreska ríkið hefur steypt þegnum sínum í hungursneyð og um leið barið á þeim með hugmyndafræðilegri innrætingu, árið tvö þúsund og fjórtán voru rúmlega hundrað þúsund Norður-Kóreumenn í haldi í útrýmingarbúðum vegna skoðana sinna, fangar eru ítrekað barðir til óbóta, nauðgað og drepnir. Dæmi eru um að konur af „óæðri“ stéttum séu látnar gangast undir þvingaðar fóstureyðingar. Þessi voðaverk eru ekki aðeins dæmi um tilfallandi villimennsku norðurkóreska ríkisins, heldur eru þessir daglegu glæpir gegn mannlegri reisn grundvallarforsenda norðurkóreska stjórnmálakerfisins. Þetta kerfi byggir á því að stjórna hverju einasta atriði í lífi þegnanna með stöðugu eftirliti, innrætingu, ofbeldi, eða ótta við ofbeldi. Kim Jong-un hefur á síðustu misserum staðið í afar vel heppnaðri ímyndarherferð. Leiðtogafundurinn með Trump er liður í þessari áætlun og hann færir Kim Jong-un nær markmiði sínu að tryggja Norður-Kóreu stöðu á hinum alþjóðlega vettvangi. Okkur ber siðferðileg skylda til að krefja þennan nýja þátttakanda á sviði alþjóða stjórnmála um viðurkenningu á brotum sínum, frelsun þeirra sem hann hefur fangelsað, og ófrávíkjanlegt loforð um að þeim 25 milljónum manna sem þjást undir honum verði tryggð sjálfsögð mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Fréttastofur vítt og breitt um heiminn munu í dag birta sögulegar myndir af leiðtogafundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu. Niðurstaða fundarins mun hafa mikið að segja um framtíðaröryggi heimsbyggðarinnar. Þegar þjóðarleiðtogar, sem byggja þjóðaröryggisstefnu sína að hluta til eða alfarið á fælingarmætti kjarnorkustríðs, mæta til viðræðna á jafnræðisgrundvelli getur það vart haft annað en jákvæðar afleiðingar. Á þessum sögulegu fréttamyndum í dag sjáum við tvo leiðtoga takast í hendur og brosa. Annar er nýkominn frá fundi G7 ríkjanna í Kanada, þar sem hann efldi tilraunir sínar til að útrýma því bandalagi sem hefur á síðustu áratugum stuðlað að einhverjum mestu framförum í mannkynssögunni. Hinn er Suryong Norður-Kóreumanna, einræðisherra Lýðræðislega alþýðulýðveldisins Kóreu. Hann er æðsti leiðtogi ríkis sem knúið er áfram af altækri innrætingarvél, sem hefur það eina markmið að neyða þegna sína til hlýðni og undirgefni ásamt því að efla persónudýrkun á leiðtoganum mikla. Í allri umræðu um Norður-Kóreu er mikilvægt að halda til haga þeim hrottalegu ofbeldisverkum sem stjórnvöld þar fremja á þegnum sínum. Norðurkóreska ríkið hefur steypt þegnum sínum í hungursneyð og um leið barið á þeim með hugmyndafræðilegri innrætingu, árið tvö þúsund og fjórtán voru rúmlega hundrað þúsund Norður-Kóreumenn í haldi í útrýmingarbúðum vegna skoðana sinna, fangar eru ítrekað barðir til óbóta, nauðgað og drepnir. Dæmi eru um að konur af „óæðri“ stéttum séu látnar gangast undir þvingaðar fóstureyðingar. Þessi voðaverk eru ekki aðeins dæmi um tilfallandi villimennsku norðurkóreska ríkisins, heldur eru þessir daglegu glæpir gegn mannlegri reisn grundvallarforsenda norðurkóreska stjórnmálakerfisins. Þetta kerfi byggir á því að stjórna hverju einasta atriði í lífi þegnanna með stöðugu eftirliti, innrætingu, ofbeldi, eða ótta við ofbeldi. Kim Jong-un hefur á síðustu misserum staðið í afar vel heppnaðri ímyndarherferð. Leiðtogafundurinn með Trump er liður í þessari áætlun og hann færir Kim Jong-un nær markmiði sínu að tryggja Norður-Kóreu stöðu á hinum alþjóðlega vettvangi. Okkur ber siðferðileg skylda til að krefja þennan nýja þátttakanda á sviði alþjóða stjórnmála um viðurkenningu á brotum sínum, frelsun þeirra sem hann hefur fangelsað, og ófrávíkjanlegt loforð um að þeim 25 milljónum manna sem þjást undir honum verði tryggð sjálfsögð mannréttindi.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun