Barátta allra Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 07:00 Þegar stórfelld hætta steðjar að er mun viturlegra að viðurkenna hana fremur en að afneita henni. Það er ekki þægilegasta leiðin að horfast í augu við hættuna en samt sú skynsamlegasta því hún er líklegust til árangurs. Enginn vafi er á því að mannkyninu er stórfelld hætta búin vegna loftslagsbreytinga sem það hefur sjálft kallað yfir sig með óvarlegu líferni sem hefur einkennst af skeytingarleysi í garð náttúrunnar. Mannkynið er á hraðri leið með að eyða sjálfu sér og lífi á Jörðinni. Dauðsföll vegna mengunar færast í vöxt og ofsafengnar náttúruhamfarir valda æ fleiri hörmungum ár hvert og kosta ótal mannslíf. Fjölmargar dýrategundir eru í útrýmingarhættu. Höf heimsins súrna hratt og innan ekki margra ára verður þar orðið meira um plast en fiska. Menn hafa lifað í þeirri trú að sjórinn taki lengi við en nú er að renna upp fyrir þeim að hann gerir það ekki endalaust. Stjórnvöld heims geta ekki firrt sig ábyrgð og verða að vinna að því að gera veröldina lífvænlegri. Fjarska auðvelt er að halda því fram að það skipti engum sköpum fyrir heiminn hvað Ísland aðhefst í þessum málum. Það merkir samt ekki að Íslendingar eigi að yppta öxlum í uppgjöf. Þeir verða að viðurkenna siðferðilega ábyrgð sína og leggja sitt af mörkum. Ríkisstjórnin hefur séð sóma sinn í því að gera aðgerðaáætlun til ársins 2030 þar sem helsta áherslan er á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu. Hún er því með einhverja meðvitund í máli sem varðar heimsbyggðina alla. Ekkert mun þó þokast í rétta átt án þátttöku almennings. Ekki verður annað séð en að íslenskur almenningur geri sér grein fyrir þeim hættum sem steðja að jarðarbúum og vilji leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að hamla því að þróunin verði enn verri en hún þegar er. Hins vegar verður ekki horft framhjá því að almenningi er of oft gert erfitt fyrir. Sem dæmi má nefna að fyrirtæki tíðka að ota plastburðarpokum og plastumbúðum að neytendum meðan lítið fer fyrir umhverfisvænni umbúðum. Fyrirtæki verða að leggja sitt af mörkum og sýna samfélagslega ábyrgð. Það vakti athygli á dögunum þegar tilkynnt var að í Bónus og Hagkaupum yrði hætt að selja plastburðarpoka og í staðinn yrðu seldir niðurbrjótanlegir burðarpokar. Þarna taka stjórnendur ábyrgð og taka vonda kostinn frá neytendum. Líkt og svo margt annað sem snýr að umhverfismálum hefði samt mátt gera þetta svo miklu fyrr. Neytendur hefðu örugglega ekki gólað og vælt og beðið um plastpokana sína hefðu þeir verið teknir úr sölu. Nýleg skoðanakönnun sýnir einmitt að meirihluti þeirra er fylgjandi banni á plastpokum. Það hlýtur einnig að teljast nokkuð víst að almenningur sé á bandi starfshóps umhverfisráðherra sem leggur til margvíslegar tillögur sem snúa að banni við sölu og notkun á alls kyns plastvörum. Vissulega á að fara varlega í boð og bönn en þegar kemur að baráttu fyrir lífi á jörðinni þá þýðir ekkert hálfkák. Tíminn er að renna út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þegar stórfelld hætta steðjar að er mun viturlegra að viðurkenna hana fremur en að afneita henni. Það er ekki þægilegasta leiðin að horfast í augu við hættuna en samt sú skynsamlegasta því hún er líklegust til árangurs. Enginn vafi er á því að mannkyninu er stórfelld hætta búin vegna loftslagsbreytinga sem það hefur sjálft kallað yfir sig með óvarlegu líferni sem hefur einkennst af skeytingarleysi í garð náttúrunnar. Mannkynið er á hraðri leið með að eyða sjálfu sér og lífi á Jörðinni. Dauðsföll vegna mengunar færast í vöxt og ofsafengnar náttúruhamfarir valda æ fleiri hörmungum ár hvert og kosta ótal mannslíf. Fjölmargar dýrategundir eru í útrýmingarhættu. Höf heimsins súrna hratt og innan ekki margra ára verður þar orðið meira um plast en fiska. Menn hafa lifað í þeirri trú að sjórinn taki lengi við en nú er að renna upp fyrir þeim að hann gerir það ekki endalaust. Stjórnvöld heims geta ekki firrt sig ábyrgð og verða að vinna að því að gera veröldina lífvænlegri. Fjarska auðvelt er að halda því fram að það skipti engum sköpum fyrir heiminn hvað Ísland aðhefst í þessum málum. Það merkir samt ekki að Íslendingar eigi að yppta öxlum í uppgjöf. Þeir verða að viðurkenna siðferðilega ábyrgð sína og leggja sitt af mörkum. Ríkisstjórnin hefur séð sóma sinn í því að gera aðgerðaáætlun til ársins 2030 þar sem helsta áherslan er á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu. Hún er því með einhverja meðvitund í máli sem varðar heimsbyggðina alla. Ekkert mun þó þokast í rétta átt án þátttöku almennings. Ekki verður annað séð en að íslenskur almenningur geri sér grein fyrir þeim hættum sem steðja að jarðarbúum og vilji leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að hamla því að þróunin verði enn verri en hún þegar er. Hins vegar verður ekki horft framhjá því að almenningi er of oft gert erfitt fyrir. Sem dæmi má nefna að fyrirtæki tíðka að ota plastburðarpokum og plastumbúðum að neytendum meðan lítið fer fyrir umhverfisvænni umbúðum. Fyrirtæki verða að leggja sitt af mörkum og sýna samfélagslega ábyrgð. Það vakti athygli á dögunum þegar tilkynnt var að í Bónus og Hagkaupum yrði hætt að selja plastburðarpoka og í staðinn yrðu seldir niðurbrjótanlegir burðarpokar. Þarna taka stjórnendur ábyrgð og taka vonda kostinn frá neytendum. Líkt og svo margt annað sem snýr að umhverfismálum hefði samt mátt gera þetta svo miklu fyrr. Neytendur hefðu örugglega ekki gólað og vælt og beðið um plastpokana sína hefðu þeir verið teknir úr sölu. Nýleg skoðanakönnun sýnir einmitt að meirihluti þeirra er fylgjandi banni á plastpokum. Það hlýtur einnig að teljast nokkuð víst að almenningur sé á bandi starfshóps umhverfisráðherra sem leggur til margvíslegar tillögur sem snúa að banni við sölu og notkun á alls kyns plastvörum. Vissulega á að fara varlega í boð og bönn en þegar kemur að baráttu fyrir lífi á jörðinni þá þýðir ekkert hálfkák. Tíminn er að renna út.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun