Rúrik nýr velgjörðarsendiherra: Guðni og Eliza komast ekki á leikinn annað kvöld Stefán Árni Pálsson skrifar 10. september 2018 16:00 Rúrik á Hótel Nordica. vísir/baldur Rúrik Gíslason landsliðsmaður í fótbolta er nýr velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi og skrifaði hann undir samning þess efnis í dag á Hótel Hilton á Suðurlandsbraut í dag. Rúrik segist vilja leggja sitt af mörkum við að vekja athygli á starfi samtakanna sem útvega munaðarlausum og yfirgefnum börnum heimili og fjölskyldu. SOS Barnaþorpin eru barnahjálparsamtök sem reka 572 barnaþorp í 126 löndum. Í þeim eru um 90 þúsund börn sem fá öllum sínum grunnþörfum mætt og standa samtökin einnig fyrir fjölda annarra verkefna sem hjálpa sárafátækum barnafjölskyldum í nágrenni barnaþorpanna. „Rúrik hefur áður látið sig góðgerðarmálefni varða og eftir að við leituðum til hans sýndi hann mikinn og einlægan áhuga á samstarfi við okkur. Það er okkur mikið gleðiefni að Rúrik hafi þegið boð okkar um að gerast SOS sendiherra,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna. Rúrik er þrítugur og á að baki 50 A-landsleiki í fótbolta fyrir Ísland. Hann slæst í hóp með fríðu föruneyti þriggja annarra velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi en fyrir í því teymi eru forsetafrúin Eliza Reid, söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir og ævintýrakonan Vilborg Arna Gissurardóttir. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands mætti á svæðið í dag og tilkynnti Rúriki að hann kæmist því miður ekki á leik Íslands og Belga í Þjóðadeildinni á Laugardagsvellinum annað kvöld. Hér að neðan má sjá myndefni sem Baldur Hrafnkell Jónsson, tökumaður Stöðvar 2, fangaði frá viðburðinum í dag. Mest lesið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Áttu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Áttu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Rúrik Gíslason landsliðsmaður í fótbolta er nýr velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi og skrifaði hann undir samning þess efnis í dag á Hótel Hilton á Suðurlandsbraut í dag. Rúrik segist vilja leggja sitt af mörkum við að vekja athygli á starfi samtakanna sem útvega munaðarlausum og yfirgefnum börnum heimili og fjölskyldu. SOS Barnaþorpin eru barnahjálparsamtök sem reka 572 barnaþorp í 126 löndum. Í þeim eru um 90 þúsund börn sem fá öllum sínum grunnþörfum mætt og standa samtökin einnig fyrir fjölda annarra verkefna sem hjálpa sárafátækum barnafjölskyldum í nágrenni barnaþorpanna. „Rúrik hefur áður látið sig góðgerðarmálefni varða og eftir að við leituðum til hans sýndi hann mikinn og einlægan áhuga á samstarfi við okkur. Það er okkur mikið gleðiefni að Rúrik hafi þegið boð okkar um að gerast SOS sendiherra,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna. Rúrik er þrítugur og á að baki 50 A-landsleiki í fótbolta fyrir Ísland. Hann slæst í hóp með fríðu föruneyti þriggja annarra velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi en fyrir í því teymi eru forsetafrúin Eliza Reid, söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir og ævintýrakonan Vilborg Arna Gissurardóttir. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands mætti á svæðið í dag og tilkynnti Rúriki að hann kæmist því miður ekki á leik Íslands og Belga í Þjóðadeildinni á Laugardagsvellinum annað kvöld. Hér að neðan má sjá myndefni sem Baldur Hrafnkell Jónsson, tökumaður Stöðvar 2, fangaði frá viðburðinum í dag.
Mest lesið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Áttu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Áttu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“