Alþingi – Flokkslínur í atkvæðagreiðslum – Gamaldags pólitík Birgir Þórarinsson skrifar 15. febrúar 2018 07:00 Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína, sbr. 48. gr stjórnarskrárinnar. Þegar þingmaður sest á Alþingi í fyrsta sinn skrifar hann undir drengskaparheit. Í drengskaparheitinu felst að þingmaður mun fylgja sannfæringu sinni í starfinu sem þingmaður. Það er ófrávíkjanlegur hluti af starfi þingmanns að greiða atkvæði um hin ýmsu mál; lagafrumvörp, breytingartillögur, þingsályktanir o.s.frv. Í atkvæðagreiðslum, sem og öðru í starfinu, gildi því að fylgja sinni sannfæringu. Það er alkunna í stjórnmálum á Íslandi að flokkslínur ráða för í meirihluta mála og einnig þegar greitt er atkvæði. Flokkslínan felur það í sér að þeir sem tilheyra ákveðnum stjórnmálaflokki segjast allir vera sömu skoðunar í málinu og greiða allir atkvæði með sama hætti; segja allir nei, segja allir já eða allir sitja hjá. Þá er stóra spurningin þessi; er flokkslínan sú sama og sannfæring þingmanna? Flestir sem fylgjast með stjórnmálum vita að svarið við þessu er oft á tíðum, nei. Þannig hafa sumir þingmenn greitt atkvæði með málum með „óbragð í munni“ eða með því „að kyngja ælunni“ eins og frægt er.Fyrirskipað að fella góð mál Í atkvæðagreiðslum við fjárlagafrumvarpið á Alþingi fyrir jól greiddu stjórnarflokkarnir; Sjálfstæðisflokkur, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur, atkvæði gegn öllum breytingartillögum stjórnarandstöðunnar. Tökum dæmi: Flutt var breytingartillaga um að hækka barnabætur til þeirra sem lægstar tekjur hafa. Hún var felld af stjórnarflokkunum. Það er saga til næsta bæjar að Vinstri grænir hafi fellt tillögu um hækkun barnabóta. Það sama á við um Framsóknarflokkinn, sem gefur sig út fyrir að vera félagshyggjuflokkur. Annað dæmi: Undirritaður flutti breytingartillögu um að setja aukið fjármagn í tvöföldun Reykjanesbrautar innan Hafnarfjarðar, sem er brýnt umferðaröryggismál. Tillagan var fullfjármögnuð og fól ekki í sér aukinn halla á ríkissjóði. Tillagan var felld. Meðal annars af þingmönnum búsettum á Suðurnesjum og í Suðvesturkjördæmi. Allir hafa þessir sömu þingmenn talað fyrir mikilvægi þess að ráðast í þessa framkvæmd sem fyrst. Þeir gátu hins vegar ekki stutt málið, þó svo að þá hafi svo sannarlega langað til þess, vegna þess að þeim var fyrirskipað svo af flokksforystunni.Brýnt að auka tiltrú á störfum Alþingis Alþingi nýtur ekki mikils traust í störfum sínum meðal þjóðarinnar og er það fyrst og fremst stjórnmálamönnunum sjálfum að kenna. Ráðherrar sitja t.d. sem fastast þrátt fyrir að hafa brotið lög og kenna öðrum um ófarir sínar. Flokkslína í atkvæðagreiðslum á Alþingi er gamaldags pólitík og ekki í anda nýrra og betri stjórnmála, sem þjóðin hefur kallað eftir. Miðflokkurinn hefur frá upphafi stofnunar lagt áherslu á að styðja góð mál hvaðan sem þau koma. Þannig studdi flokkurinn nokkrar af breytingartillögum ríkisstjórnarinnar við fjárlagafrumvarpið. Að styðja góð mál hvaðan sem þau koma er mikilvæg leið til aukinnar virðingar gagnvart störfum Alþingis og ekki síst sjálfsögð og eðlileg virðing gagnvart kjósendum, sem þingmenn eru kjörnir til að vinna fyrir.Höfundur er þingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína, sbr. 48. gr stjórnarskrárinnar. Þegar þingmaður sest á Alþingi í fyrsta sinn skrifar hann undir drengskaparheit. Í drengskaparheitinu felst að þingmaður mun fylgja sannfæringu sinni í starfinu sem þingmaður. Það er ófrávíkjanlegur hluti af starfi þingmanns að greiða atkvæði um hin ýmsu mál; lagafrumvörp, breytingartillögur, þingsályktanir o.s.frv. Í atkvæðagreiðslum, sem og öðru í starfinu, gildi því að fylgja sinni sannfæringu. Það er alkunna í stjórnmálum á Íslandi að flokkslínur ráða för í meirihluta mála og einnig þegar greitt er atkvæði. Flokkslínan felur það í sér að þeir sem tilheyra ákveðnum stjórnmálaflokki segjast allir vera sömu skoðunar í málinu og greiða allir atkvæði með sama hætti; segja allir nei, segja allir já eða allir sitja hjá. Þá er stóra spurningin þessi; er flokkslínan sú sama og sannfæring þingmanna? Flestir sem fylgjast með stjórnmálum vita að svarið við þessu er oft á tíðum, nei. Þannig hafa sumir þingmenn greitt atkvæði með málum með „óbragð í munni“ eða með því „að kyngja ælunni“ eins og frægt er.Fyrirskipað að fella góð mál Í atkvæðagreiðslum við fjárlagafrumvarpið á Alþingi fyrir jól greiddu stjórnarflokkarnir; Sjálfstæðisflokkur, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur, atkvæði gegn öllum breytingartillögum stjórnarandstöðunnar. Tökum dæmi: Flutt var breytingartillaga um að hækka barnabætur til þeirra sem lægstar tekjur hafa. Hún var felld af stjórnarflokkunum. Það er saga til næsta bæjar að Vinstri grænir hafi fellt tillögu um hækkun barnabóta. Það sama á við um Framsóknarflokkinn, sem gefur sig út fyrir að vera félagshyggjuflokkur. Annað dæmi: Undirritaður flutti breytingartillögu um að setja aukið fjármagn í tvöföldun Reykjanesbrautar innan Hafnarfjarðar, sem er brýnt umferðaröryggismál. Tillagan var fullfjármögnuð og fól ekki í sér aukinn halla á ríkissjóði. Tillagan var felld. Meðal annars af þingmönnum búsettum á Suðurnesjum og í Suðvesturkjördæmi. Allir hafa þessir sömu þingmenn talað fyrir mikilvægi þess að ráðast í þessa framkvæmd sem fyrst. Þeir gátu hins vegar ekki stutt málið, þó svo að þá hafi svo sannarlega langað til þess, vegna þess að þeim var fyrirskipað svo af flokksforystunni.Brýnt að auka tiltrú á störfum Alþingis Alþingi nýtur ekki mikils traust í störfum sínum meðal þjóðarinnar og er það fyrst og fremst stjórnmálamönnunum sjálfum að kenna. Ráðherrar sitja t.d. sem fastast þrátt fyrir að hafa brotið lög og kenna öðrum um ófarir sínar. Flokkslína í atkvæðagreiðslum á Alþingi er gamaldags pólitík og ekki í anda nýrra og betri stjórnmála, sem þjóðin hefur kallað eftir. Miðflokkurinn hefur frá upphafi stofnunar lagt áherslu á að styðja góð mál hvaðan sem þau koma. Þannig studdi flokkurinn nokkrar af breytingartillögum ríkisstjórnarinnar við fjárlagafrumvarpið. Að styðja góð mál hvaðan sem þau koma er mikilvæg leið til aukinnar virðingar gagnvart störfum Alþingis og ekki síst sjálfsögð og eðlileg virðing gagnvart kjósendum, sem þingmenn eru kjörnir til að vinna fyrir.Höfundur er þingmaður Miðflokksins
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun