Alþingi – Flokkslínur í atkvæðagreiðslum – Gamaldags pólitík Birgir Þórarinsson skrifar 15. febrúar 2018 07:00 Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína, sbr. 48. gr stjórnarskrárinnar. Þegar þingmaður sest á Alþingi í fyrsta sinn skrifar hann undir drengskaparheit. Í drengskaparheitinu felst að þingmaður mun fylgja sannfæringu sinni í starfinu sem þingmaður. Það er ófrávíkjanlegur hluti af starfi þingmanns að greiða atkvæði um hin ýmsu mál; lagafrumvörp, breytingartillögur, þingsályktanir o.s.frv. Í atkvæðagreiðslum, sem og öðru í starfinu, gildi því að fylgja sinni sannfæringu. Það er alkunna í stjórnmálum á Íslandi að flokkslínur ráða för í meirihluta mála og einnig þegar greitt er atkvæði. Flokkslínan felur það í sér að þeir sem tilheyra ákveðnum stjórnmálaflokki segjast allir vera sömu skoðunar í málinu og greiða allir atkvæði með sama hætti; segja allir nei, segja allir já eða allir sitja hjá. Þá er stóra spurningin þessi; er flokkslínan sú sama og sannfæring þingmanna? Flestir sem fylgjast með stjórnmálum vita að svarið við þessu er oft á tíðum, nei. Þannig hafa sumir þingmenn greitt atkvæði með málum með „óbragð í munni“ eða með því „að kyngja ælunni“ eins og frægt er.Fyrirskipað að fella góð mál Í atkvæðagreiðslum við fjárlagafrumvarpið á Alþingi fyrir jól greiddu stjórnarflokkarnir; Sjálfstæðisflokkur, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur, atkvæði gegn öllum breytingartillögum stjórnarandstöðunnar. Tökum dæmi: Flutt var breytingartillaga um að hækka barnabætur til þeirra sem lægstar tekjur hafa. Hún var felld af stjórnarflokkunum. Það er saga til næsta bæjar að Vinstri grænir hafi fellt tillögu um hækkun barnabóta. Það sama á við um Framsóknarflokkinn, sem gefur sig út fyrir að vera félagshyggjuflokkur. Annað dæmi: Undirritaður flutti breytingartillögu um að setja aukið fjármagn í tvöföldun Reykjanesbrautar innan Hafnarfjarðar, sem er brýnt umferðaröryggismál. Tillagan var fullfjármögnuð og fól ekki í sér aukinn halla á ríkissjóði. Tillagan var felld. Meðal annars af þingmönnum búsettum á Suðurnesjum og í Suðvesturkjördæmi. Allir hafa þessir sömu þingmenn talað fyrir mikilvægi þess að ráðast í þessa framkvæmd sem fyrst. Þeir gátu hins vegar ekki stutt málið, þó svo að þá hafi svo sannarlega langað til þess, vegna þess að þeim var fyrirskipað svo af flokksforystunni.Brýnt að auka tiltrú á störfum Alþingis Alþingi nýtur ekki mikils traust í störfum sínum meðal þjóðarinnar og er það fyrst og fremst stjórnmálamönnunum sjálfum að kenna. Ráðherrar sitja t.d. sem fastast þrátt fyrir að hafa brotið lög og kenna öðrum um ófarir sínar. Flokkslína í atkvæðagreiðslum á Alþingi er gamaldags pólitík og ekki í anda nýrra og betri stjórnmála, sem þjóðin hefur kallað eftir. Miðflokkurinn hefur frá upphafi stofnunar lagt áherslu á að styðja góð mál hvaðan sem þau koma. Þannig studdi flokkurinn nokkrar af breytingartillögum ríkisstjórnarinnar við fjárlagafrumvarpið. Að styðja góð mál hvaðan sem þau koma er mikilvæg leið til aukinnar virðingar gagnvart störfum Alþingis og ekki síst sjálfsögð og eðlileg virðing gagnvart kjósendum, sem þingmenn eru kjörnir til að vinna fyrir.Höfundur er þingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína, sbr. 48. gr stjórnarskrárinnar. Þegar þingmaður sest á Alþingi í fyrsta sinn skrifar hann undir drengskaparheit. Í drengskaparheitinu felst að þingmaður mun fylgja sannfæringu sinni í starfinu sem þingmaður. Það er ófrávíkjanlegur hluti af starfi þingmanns að greiða atkvæði um hin ýmsu mál; lagafrumvörp, breytingartillögur, þingsályktanir o.s.frv. Í atkvæðagreiðslum, sem og öðru í starfinu, gildi því að fylgja sinni sannfæringu. Það er alkunna í stjórnmálum á Íslandi að flokkslínur ráða för í meirihluta mála og einnig þegar greitt er atkvæði. Flokkslínan felur það í sér að þeir sem tilheyra ákveðnum stjórnmálaflokki segjast allir vera sömu skoðunar í málinu og greiða allir atkvæði með sama hætti; segja allir nei, segja allir já eða allir sitja hjá. Þá er stóra spurningin þessi; er flokkslínan sú sama og sannfæring þingmanna? Flestir sem fylgjast með stjórnmálum vita að svarið við þessu er oft á tíðum, nei. Þannig hafa sumir þingmenn greitt atkvæði með málum með „óbragð í munni“ eða með því „að kyngja ælunni“ eins og frægt er.Fyrirskipað að fella góð mál Í atkvæðagreiðslum við fjárlagafrumvarpið á Alþingi fyrir jól greiddu stjórnarflokkarnir; Sjálfstæðisflokkur, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur, atkvæði gegn öllum breytingartillögum stjórnarandstöðunnar. Tökum dæmi: Flutt var breytingartillaga um að hækka barnabætur til þeirra sem lægstar tekjur hafa. Hún var felld af stjórnarflokkunum. Það er saga til næsta bæjar að Vinstri grænir hafi fellt tillögu um hækkun barnabóta. Það sama á við um Framsóknarflokkinn, sem gefur sig út fyrir að vera félagshyggjuflokkur. Annað dæmi: Undirritaður flutti breytingartillögu um að setja aukið fjármagn í tvöföldun Reykjanesbrautar innan Hafnarfjarðar, sem er brýnt umferðaröryggismál. Tillagan var fullfjármögnuð og fól ekki í sér aukinn halla á ríkissjóði. Tillagan var felld. Meðal annars af þingmönnum búsettum á Suðurnesjum og í Suðvesturkjördæmi. Allir hafa þessir sömu þingmenn talað fyrir mikilvægi þess að ráðast í þessa framkvæmd sem fyrst. Þeir gátu hins vegar ekki stutt málið, þó svo að þá hafi svo sannarlega langað til þess, vegna þess að þeim var fyrirskipað svo af flokksforystunni.Brýnt að auka tiltrú á störfum Alþingis Alþingi nýtur ekki mikils traust í störfum sínum meðal þjóðarinnar og er það fyrst og fremst stjórnmálamönnunum sjálfum að kenna. Ráðherrar sitja t.d. sem fastast þrátt fyrir að hafa brotið lög og kenna öðrum um ófarir sínar. Flokkslína í atkvæðagreiðslum á Alþingi er gamaldags pólitík og ekki í anda nýrra og betri stjórnmála, sem þjóðin hefur kallað eftir. Miðflokkurinn hefur frá upphafi stofnunar lagt áherslu á að styðja góð mál hvaðan sem þau koma. Þannig studdi flokkurinn nokkrar af breytingartillögum ríkisstjórnarinnar við fjárlagafrumvarpið. Að styðja góð mál hvaðan sem þau koma er mikilvæg leið til aukinnar virðingar gagnvart störfum Alþingis og ekki síst sjálfsögð og eðlileg virðing gagnvart kjósendum, sem þingmenn eru kjörnir til að vinna fyrir.Höfundur er þingmaður Miðflokksins
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar