Fyrsti desember Ragnar Þór Pétursson skrifar 1. desember 2018 09:45 Síðasti fjórðungur nítjándu aldar var eitthvert hið mesta gróskutímabil í sögu Íslands. Andi sjálfræðis hafði borist til Íslands og sjálfstæðisbaráttan hafði náð fullum þunga. Íslendingar gerðu sér glögga grein fyrir því að þeir væru á ýmsan hátt illa búnir undir sjálfstæðið. Mörg verkefni, sem áður höfðu verið á könnu Dana eða hafði hreinlega ekki verið sinnt, þurfti hin verðandi þjóð nú að taka upp á sína arma. Eitt af því sem gera þurfti var að auka mjög við inntak menntunar. Í Jólasögu Dickens sýnir Andi ókominna jóla herra Skröggi tvö skítug, hvæsandi smábörn, dreng og stúlku. Drengurinn hét Fáfræði og stúlkan Skortur. Af þeim tveimur var drengurinn skeinuhættari því í gegnum hann lá leið til glötunar. Barátta samfélags fyrir sjálfu sér er barátta við fáfræði og skort. Í hefðbundinni pólitík (að ég tali ekki um verkalýðspólitík) er áherslan gjarnan á skortinn. Það getur verið hættulegt því fáfræðin getur teymt jafnvel ríkar þjóðir á glapstigu. Á fullveldishátíðinni 1918 gerði þjóðin sér fulla grein fyrir því að hún ætti mikið verk fyrir höndum ætti hún í raun að verða fullvalda. Hún var fyrst og fremst að fagna þeim ásetningi sínum að verða þjóð meðal þjóða. Á hátíðinni nú er okkur sárlega ljóst að enn er býsna langt í land. Árið 1910 skrifaði íslenskur kennari þessi orð: Börnin læra af þeim fullorðnu, og drekka að jafnaði inn í sig skoðanir þeirra, er þau fara að stálpast. Sjá nú ekki allir menn, hvílíkur voði er búinn allri réttsýni í landinu, þegar börnin venjast á þessa daufu yfirborðsskynjun? Það er blátt áfram grátlegt, þegar börnin venjast á að tala um það með köldu blóði og með miklum dómarasvip, sem þau hafa enga verulega þekkingu á. Sama er um það að segja, þegar börnin venjast á að finna að því, sem þau sjálf botna ekkert í, og það er látið óvítt. — Hvorttveggja þetta er mjög hættu- legt; það elur upp kæruleysi og sjálfbyrgingsskap hjá börn- unum; skoðanamál verður hjá þeim tilfinningamál, ofstopi kemur í stað athugunar, stóryrði í stað röksemda, heimsku- hlátrar í stað grundaðrar aðfinslu. Í greininni er kennarinn að ræða um mikilvægi þess að ræða í fullri alvöru og af djúpri virðingu við börn. Það þarf að kenna þeim að bera næga virðingu fyrir sjálfum sér til að vanda skoðanamyndun sína. Í dag er fullvalda, íslensk þjóð eitt hundrað ára. Í sögulegu samhengi er hún enn barn. Henni hefur gengið ágætlega í að berjast við skortinn. Verr hefur gengið að glíma við fáfræðina. Skoðanamál eru í miklum mæli tilfinningamál. Ofstopi og heimskuhlátrar eiga greiðari leið upp á pallborðið en röksemdir og ígrunduð aðfinnsla. Réttsýnin á erfitt uppdráttar gagnvart yfirborðsmennskunni. Það má einu gilda hve auðug íslenska þjóðin verður, hve mörg frystiskip sigla um miðin, hve margir rafmagnsbílar streyma um göturnar og hve margar leikjatölvur koma upp úr jólapökkunum, ef við vanrækjum baráttuna við fáfræðina verður sigurinn á skortinum innantómur. Hin hundrað ára saga fullvalda Íslands er saga stærsta gæfuspors þjóðarinnar. Eitt fátækasta land heims varð eitt það ríkasta. Ef við einsetjum okkur nú að taka fáfræðina sömu tökum og styðjum mynduglega við uppeldi og menntun, leggjum rækt við hið ört stækkandi þekkingarþjóðfélag og segjum yfirborðskenndri, tilfinningaknúinni skoðanamyndun stríð á hendur getum við leyst úr læðingi áður óþekkta hagsæld. Það er ástæða til að fagna innilega fyrsta desember. Það er viðeigandi að sá fögnuður fari fram í skugga. Tilgangur þessarar merkustu hátíðar íslenskrar þjóðar er að við séum meðvituð um skuggana og tökum okkur saman um það hvert við ætlum að beina ljósinu næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skoðun Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Síðasti fjórðungur nítjándu aldar var eitthvert hið mesta gróskutímabil í sögu Íslands. Andi sjálfræðis hafði borist til Íslands og sjálfstæðisbaráttan hafði náð fullum þunga. Íslendingar gerðu sér glögga grein fyrir því að þeir væru á ýmsan hátt illa búnir undir sjálfstæðið. Mörg verkefni, sem áður höfðu verið á könnu Dana eða hafði hreinlega ekki verið sinnt, þurfti hin verðandi þjóð nú að taka upp á sína arma. Eitt af því sem gera þurfti var að auka mjög við inntak menntunar. Í Jólasögu Dickens sýnir Andi ókominna jóla herra Skröggi tvö skítug, hvæsandi smábörn, dreng og stúlku. Drengurinn hét Fáfræði og stúlkan Skortur. Af þeim tveimur var drengurinn skeinuhættari því í gegnum hann lá leið til glötunar. Barátta samfélags fyrir sjálfu sér er barátta við fáfræði og skort. Í hefðbundinni pólitík (að ég tali ekki um verkalýðspólitík) er áherslan gjarnan á skortinn. Það getur verið hættulegt því fáfræðin getur teymt jafnvel ríkar þjóðir á glapstigu. Á fullveldishátíðinni 1918 gerði þjóðin sér fulla grein fyrir því að hún ætti mikið verk fyrir höndum ætti hún í raun að verða fullvalda. Hún var fyrst og fremst að fagna þeim ásetningi sínum að verða þjóð meðal þjóða. Á hátíðinni nú er okkur sárlega ljóst að enn er býsna langt í land. Árið 1910 skrifaði íslenskur kennari þessi orð: Börnin læra af þeim fullorðnu, og drekka að jafnaði inn í sig skoðanir þeirra, er þau fara að stálpast. Sjá nú ekki allir menn, hvílíkur voði er búinn allri réttsýni í landinu, þegar börnin venjast á þessa daufu yfirborðsskynjun? Það er blátt áfram grátlegt, þegar börnin venjast á að tala um það með köldu blóði og með miklum dómarasvip, sem þau hafa enga verulega þekkingu á. Sama er um það að segja, þegar börnin venjast á að finna að því, sem þau sjálf botna ekkert í, og það er látið óvítt. — Hvorttveggja þetta er mjög hættu- legt; það elur upp kæruleysi og sjálfbyrgingsskap hjá börn- unum; skoðanamál verður hjá þeim tilfinningamál, ofstopi kemur í stað athugunar, stóryrði í stað röksemda, heimsku- hlátrar í stað grundaðrar aðfinslu. Í greininni er kennarinn að ræða um mikilvægi þess að ræða í fullri alvöru og af djúpri virðingu við börn. Það þarf að kenna þeim að bera næga virðingu fyrir sjálfum sér til að vanda skoðanamyndun sína. Í dag er fullvalda, íslensk þjóð eitt hundrað ára. Í sögulegu samhengi er hún enn barn. Henni hefur gengið ágætlega í að berjast við skortinn. Verr hefur gengið að glíma við fáfræðina. Skoðanamál eru í miklum mæli tilfinningamál. Ofstopi og heimskuhlátrar eiga greiðari leið upp á pallborðið en röksemdir og ígrunduð aðfinnsla. Réttsýnin á erfitt uppdráttar gagnvart yfirborðsmennskunni. Það má einu gilda hve auðug íslenska þjóðin verður, hve mörg frystiskip sigla um miðin, hve margir rafmagnsbílar streyma um göturnar og hve margar leikjatölvur koma upp úr jólapökkunum, ef við vanrækjum baráttuna við fáfræðina verður sigurinn á skortinum innantómur. Hin hundrað ára saga fullvalda Íslands er saga stærsta gæfuspors þjóðarinnar. Eitt fátækasta land heims varð eitt það ríkasta. Ef við einsetjum okkur nú að taka fáfræðina sömu tökum og styðjum mynduglega við uppeldi og menntun, leggjum rækt við hið ört stækkandi þekkingarþjóðfélag og segjum yfirborðskenndri, tilfinningaknúinni skoðanamyndun stríð á hendur getum við leyst úr læðingi áður óþekkta hagsæld. Það er ástæða til að fagna innilega fyrsta desember. Það er viðeigandi að sá fögnuður fari fram í skugga. Tilgangur þessarar merkustu hátíðar íslenskrar þjóðar er að við séum meðvituð um skuggana og tökum okkur saman um það hvert við ætlum að beina ljósinu næst.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun