Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, spilaði fyrsta hringinn á opna ástralska mótinu í Adelaide í nótt á tveimur höggum yfir pari.
Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni og er Valdís Þóra Jónsdóttir einnig á meðal keppenda en hún fór af stað mun seinna heldur en Ólafía.
Ólafía spilaði í heildina á 74 höggum en hún fékk þrjá fugla og fimm skolla.
Ró var yfir leik hennar á fyrri níu þar sem hún fékk einn fugl og tvo skolla eftir að fara fyrstu fjórar holurnar á pari. Hún hóf leik á tíunda teig.
Á seinni níu fékk Ólafía þrjá skolla og tvo fugla og er því sem fyrr segir á tveimur höggum yfir pari.
