Glæsileg byrjun hjá Ólafíu Þórunni Ísak Jasonarson skrifar 14. júní 2018 21:00 Ólafía og kylfusveinn hennar Ragnar Már Garðarsson á æfingahring á Opna bandaríska risamótinu á dögunum. vísir/friðrik Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag fyrsta hringinn á Mejer Classic mótinu á þremur höggum undir pari og er nálægt toppbaráttunni. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni og eru flestir af bestu kylfingum heims meðal keppenda. Ólafía Þórunn hóf leik á 10. teig í dag og hafði hægt um sig til að byrja með. Eftir sex holur var hún á höggi yfir pari en þá tók við frábær kafli þar sem hún lék næstu sex holur á þremur höggum undir pari. Ólafía var svo á höggi undir pari áður en hún fékk frábæran örn á næst síðustu holu dagsins og endaði hringinn á þremur höggum undir pari. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 21. sæti, einungis fimm höggum á eftir efstu kylfingum. Hún hefur verið nálægt því að komast í gegnum niðurskurðinn í síðustu mótum en á morgun komast um 70 efstu kylfingarnir áfram. Miðað við spilamennsku hennar í dag verður að teljast líklegt að hún komist áfram. Kelly Shon og So Yeon Ryu fóru best af stað í mótinu en þær eru jafnar í forystu á 8 höggum undir pari. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag fyrsta hringinn á Mejer Classic mótinu á þremur höggum undir pari og er nálægt toppbaráttunni. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni og eru flestir af bestu kylfingum heims meðal keppenda. Ólafía Þórunn hóf leik á 10. teig í dag og hafði hægt um sig til að byrja með. Eftir sex holur var hún á höggi yfir pari en þá tók við frábær kafli þar sem hún lék næstu sex holur á þremur höggum undir pari. Ólafía var svo á höggi undir pari áður en hún fékk frábæran örn á næst síðustu holu dagsins og endaði hringinn á þremur höggum undir pari. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 21. sæti, einungis fimm höggum á eftir efstu kylfingum. Hún hefur verið nálægt því að komast í gegnum niðurskurðinn í síðustu mótum en á morgun komast um 70 efstu kylfingarnir áfram. Miðað við spilamennsku hennar í dag verður að teljast líklegt að hún komist áfram. Kelly Shon og So Yeon Ryu fóru best af stað í mótinu en þær eru jafnar í forystu á 8 höggum undir pari. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira