Tími framkvæmda til árangurs er núna Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 5. mars 2018 11:00 Ég var þátttakandi á málþingi Öryrkjabandalags Íslands í síðustu viku um þann mikilvæga málaflokk sérskóla - kosti og galla. Á málþinginu var umræðan tekin út frá ólíkum sjónarhornum þeirra sem eru þátttakendur í skólakerfinu með einum eða öðrum hætti. Það sem sameinaði umræðuna og kristallaðist í allri umræðunni þrátt fyrir ólík sjónarmið var mikilvægi þess að velferð barna og ungmenna væru sett í fyrsta sæti. Alltaf. Og öll ekki bara sum. Það er stóra málið. Menntun án aðgreiningar og sérskólar eru hluti af sama kerfinu og var fagnaðarefni að menntamálaráðherra taldi mikilvægt að styðja við báða þessa valmöguleika. Að mikilvægt væri að stutt væri betur við skólakerfið, þá valmöguleika sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að gera betur. Við erum á stórum tímamótum um næstu skref og því skiptir máli að vanda til verka, ígrunda og fara áfram. Ekki bara stoppa upp í göt og eyður í kerfinu til að bjarga málum. Við verðum að fara markvisst í að velta við öllum steinum kerfisins. Endurraða púslinu og taka alla þætti með í uppröðuninni. Fjármagn jafnt sem stefnuna, hlutverk kennarans jafnt sem stoðkerfisins. Taka umræðuna um sérskóla áfram samhliða stefnumótuninni um menntun án aðgreiningar og veita stuðning til framkvæmdar. Það liggur nokkuð ljóst fyrir hvað er að og á því þarf að fara að taka. Hlutverk kennarans þarf að fara saman við þá sérfræðiþekkingu sem kennari býr yfir. Það þýðir að kennari getur ekki verið í stöðu sjálfræðingsins, sérkennarans, þroskajálfans og fleiri fagstétta bara vegna þess að hann er aðal. Kennarinn er aðal en fagstéttirnar sem hér hafa verið nefndar eru vaxandi stærð í menginu skóli. Börn og ungmenni glíma við flóknari veruleika með hverjum deginum og utanaðkomandi áreiti af ýmsum toga hafa áhrif á líðan þeirra. Við því verðum við sem samfélag að bregðast. Marga greinir á um hlutverk skólans almennt. Og vilja einangra skólann við hreina og beina kennslu á meðan aðrir vilja einmitt sjá skólann taka betur utan um þarfir þeirra sem dvelja þar meirihluta sólarhringsins án þess að taka um það ákvörðun sjálf í 10 ár. Sjálfri hugnast mér betur seinni kosturinn. Ég tel hann vænlegri fyrir okkur öll til lengri tíma. Við þurfum að hlúa að æskunni og tryggja velferð þeirra með öllum tiltækum ráðum. Skólinn er dýrmæt stofnun og hefur gríðarleg áhrif á alla sem þar dvelja það þekkjum við öll. Ný hugsun, nýtt fyrirkomulag sem býður upp á öflugra faglegra starf í skólunum okkar mun leiða af sér árangur. Faglegt starf þar sem allar fagstéttir sem hafa aðkomu að börnum og ungmennum sameinast um verkefnið velferð barna og ungmenna. Betri líðan barna og ungmenna sem leiðir af sér betri framvindu í námi þannig er það bara.Höfundur er skólamanneskja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Ég var þátttakandi á málþingi Öryrkjabandalags Íslands í síðustu viku um þann mikilvæga málaflokk sérskóla - kosti og galla. Á málþinginu var umræðan tekin út frá ólíkum sjónarhornum þeirra sem eru þátttakendur í skólakerfinu með einum eða öðrum hætti. Það sem sameinaði umræðuna og kristallaðist í allri umræðunni þrátt fyrir ólík sjónarmið var mikilvægi þess að velferð barna og ungmenna væru sett í fyrsta sæti. Alltaf. Og öll ekki bara sum. Það er stóra málið. Menntun án aðgreiningar og sérskólar eru hluti af sama kerfinu og var fagnaðarefni að menntamálaráðherra taldi mikilvægt að styðja við báða þessa valmöguleika. Að mikilvægt væri að stutt væri betur við skólakerfið, þá valmöguleika sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að gera betur. Við erum á stórum tímamótum um næstu skref og því skiptir máli að vanda til verka, ígrunda og fara áfram. Ekki bara stoppa upp í göt og eyður í kerfinu til að bjarga málum. Við verðum að fara markvisst í að velta við öllum steinum kerfisins. Endurraða púslinu og taka alla þætti með í uppröðuninni. Fjármagn jafnt sem stefnuna, hlutverk kennarans jafnt sem stoðkerfisins. Taka umræðuna um sérskóla áfram samhliða stefnumótuninni um menntun án aðgreiningar og veita stuðning til framkvæmdar. Það liggur nokkuð ljóst fyrir hvað er að og á því þarf að fara að taka. Hlutverk kennarans þarf að fara saman við þá sérfræðiþekkingu sem kennari býr yfir. Það þýðir að kennari getur ekki verið í stöðu sjálfræðingsins, sérkennarans, þroskajálfans og fleiri fagstétta bara vegna þess að hann er aðal. Kennarinn er aðal en fagstéttirnar sem hér hafa verið nefndar eru vaxandi stærð í menginu skóli. Börn og ungmenni glíma við flóknari veruleika með hverjum deginum og utanaðkomandi áreiti af ýmsum toga hafa áhrif á líðan þeirra. Við því verðum við sem samfélag að bregðast. Marga greinir á um hlutverk skólans almennt. Og vilja einangra skólann við hreina og beina kennslu á meðan aðrir vilja einmitt sjá skólann taka betur utan um þarfir þeirra sem dvelja þar meirihluta sólarhringsins án þess að taka um það ákvörðun sjálf í 10 ár. Sjálfri hugnast mér betur seinni kosturinn. Ég tel hann vænlegri fyrir okkur öll til lengri tíma. Við þurfum að hlúa að æskunni og tryggja velferð þeirra með öllum tiltækum ráðum. Skólinn er dýrmæt stofnun og hefur gríðarleg áhrif á alla sem þar dvelja það þekkjum við öll. Ný hugsun, nýtt fyrirkomulag sem býður upp á öflugra faglegra starf í skólunum okkar mun leiða af sér árangur. Faglegt starf þar sem allar fagstéttir sem hafa aðkomu að börnum og ungmennum sameinast um verkefnið velferð barna og ungmenna. Betri líðan barna og ungmenna sem leiðir af sér betri framvindu í námi þannig er það bara.Höfundur er skólamanneskja.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar