Hugmyndir um úrbætur í samgöngumálum Reykjavíkur Ólafur Kristófersson skrifar 16. maí 2018 18:05 Ég set hér niður það helsta sem að Flokkur fólksins telur að þurfi að bæta sem fyrst, þ.e. á næsta kjörtímabili: Þrífa þarf göturnar reglulega, til að minnka svifryksmengun. Afnema þarf að strætó stöðvi aðra umferð þegar hann stoppar á biðstöð, umferðin á eftir þarf að geta haldið áfram án hindrunar, því fjöldi ökutækja í lausagangi er mengunarvaldur. Fjarlægja sem fyrst hraðahindranir með „koddum,“ nota eingöngu öldu hraðahindranir til að draga úr ökuhraða á íbúðagötum. „Koddarnir,“ eru í raun engar hraðahindranir, ökumenn sveigja á milli þeirra og fara í leiðinni oft inn á rangan götuhelming, slíkt eykur slysahættu, Öldu hraðahindranir eru nauðsynlegar á þeim götum þar sem hámarkshraði er 30 km. Nýlega kom fram að gera þarf dýrar breytingar á rafmagns strætisvögnum sem verið er að kaupa erlendis frá, svo þeir verði nothæfir í „borg Koddana.“ Setja þarf upp samræmdar og áberandi merkingar á öllum gangbrautum yfir götur. Götuljós og hljóðmerki í lagi. Gjaldskylda á negld vetrardekk, til að draga úr notkun þeirra er athugandi, og jafnvel að setja bann á þau á Höfuðborgarsvæðinu. Nagladekk (og salt) tæta upp malbikið og valda grjótkasti við framúrakstur. Góð ónegld vetrardekk duga vel í Reykjavík og nágrenni. Stórátak þarf strax í viðgerð og viðhaldi gatna, því núverandi holur og djúp hjólför draga úr öryggi og auka einnig á mengun. Velja betra efni til viðgerða en nú er notað. Víða í Reykjavík er með litlum tilkostnaði hægt að breyta götum og leggja nýjar til að hagræða umferð og dreifa henni. Dæmi.: Gata verði lögð frá Egilshöll upp á Korputorg, (dreifir umferð um hverfið). Endurskipuleggja leiðakerfi strætó, í þágu hverfanna, þar má stórbæta. Hluti af þeirri skipulagningu er að ákveða endanlega hvar heildar umferðarmiðstöðin(miðpunkturinn) fyrir höfuðborgarsvæðið verður staðsett. Allir nýir strætisvagnar sem keyptir eru, gangi fyrir rafmagni eða öðrum mengunarlitlum orkugjöfum, og þannig stefnt að vistvænum almenningssamgöngum, sem verða rækilega kynntar sem hagkvæmur ferðamáti. Kaupa smærri rafknúna strætisvagna, sem nýtast betur en stórir sem eru oft hálftómir. Fjölga þarf sérakreinum fyrir Strætó og leigubíla. Setja bann á akstur torfærubifreiða um miðborgina. Vissulega kostar þetta peninga en Reykjavík er ekki milljónaborg. Það er hægt að spara milljarða við að minnka stjórnkerfi borgarinnar um 50%.Höfundur er eftirlaunamaður og frambjóðandi á lista Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég set hér niður það helsta sem að Flokkur fólksins telur að þurfi að bæta sem fyrst, þ.e. á næsta kjörtímabili: Þrífa þarf göturnar reglulega, til að minnka svifryksmengun. Afnema þarf að strætó stöðvi aðra umferð þegar hann stoppar á biðstöð, umferðin á eftir þarf að geta haldið áfram án hindrunar, því fjöldi ökutækja í lausagangi er mengunarvaldur. Fjarlægja sem fyrst hraðahindranir með „koddum,“ nota eingöngu öldu hraðahindranir til að draga úr ökuhraða á íbúðagötum. „Koddarnir,“ eru í raun engar hraðahindranir, ökumenn sveigja á milli þeirra og fara í leiðinni oft inn á rangan götuhelming, slíkt eykur slysahættu, Öldu hraðahindranir eru nauðsynlegar á þeim götum þar sem hámarkshraði er 30 km. Nýlega kom fram að gera þarf dýrar breytingar á rafmagns strætisvögnum sem verið er að kaupa erlendis frá, svo þeir verði nothæfir í „borg Koddana.“ Setja þarf upp samræmdar og áberandi merkingar á öllum gangbrautum yfir götur. Götuljós og hljóðmerki í lagi. Gjaldskylda á negld vetrardekk, til að draga úr notkun þeirra er athugandi, og jafnvel að setja bann á þau á Höfuðborgarsvæðinu. Nagladekk (og salt) tæta upp malbikið og valda grjótkasti við framúrakstur. Góð ónegld vetrardekk duga vel í Reykjavík og nágrenni. Stórátak þarf strax í viðgerð og viðhaldi gatna, því núverandi holur og djúp hjólför draga úr öryggi og auka einnig á mengun. Velja betra efni til viðgerða en nú er notað. Víða í Reykjavík er með litlum tilkostnaði hægt að breyta götum og leggja nýjar til að hagræða umferð og dreifa henni. Dæmi.: Gata verði lögð frá Egilshöll upp á Korputorg, (dreifir umferð um hverfið). Endurskipuleggja leiðakerfi strætó, í þágu hverfanna, þar má stórbæta. Hluti af þeirri skipulagningu er að ákveða endanlega hvar heildar umferðarmiðstöðin(miðpunkturinn) fyrir höfuðborgarsvæðið verður staðsett. Allir nýir strætisvagnar sem keyptir eru, gangi fyrir rafmagni eða öðrum mengunarlitlum orkugjöfum, og þannig stefnt að vistvænum almenningssamgöngum, sem verða rækilega kynntar sem hagkvæmur ferðamáti. Kaupa smærri rafknúna strætisvagna, sem nýtast betur en stórir sem eru oft hálftómir. Fjölga þarf sérakreinum fyrir Strætó og leigubíla. Setja bann á akstur torfærubifreiða um miðborgina. Vissulega kostar þetta peninga en Reykjavík er ekki milljónaborg. Það er hægt að spara milljarða við að minnka stjórnkerfi borgarinnar um 50%.Höfundur er eftirlaunamaður og frambjóðandi á lista Flokks fólksins í Reykjavík
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar