Hættulegur leiðari Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skrifar 16. maí 2018 07:00 Í leiðara Fréttablaðsins á uppstigningardag fjallar Kolbrún Bergþórsdóttir um „öfgaöfl“ sem hafi hreiðrað um sig í íslensku samfélagi. Ekki sé öllum jafn vel við að þeir búi í fjölmenningarsamfélagi. Það sé „nöturleg staðreynd“ að fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar hafi tveir borgarfulltrúar náð inn með málflutningi sem hafi „beinst gegn múslimum“. Brýnir Kolbrún fyrir frambjóðendum að taka stöðu með „mannúðinni“. Fagna beri nýjum íbúum, en ekki óttast þá.Varað við öfgaöflum Ummælin sem Kolbrún telur beinast gegn múslimum voru höfð eftir mér í blaðaviðtali 23. maí 2014. Í viðtalinu kvað ég rétt að afturkalla úthlutun Reykjavíkurborgar á lóð undir mosku í Sogamýri. Í því sambandi vitnaði ég til Sádi-Arabíu og var haft eftir mér: „Það myndu koma peningar að utan ef moska yrði byggð hérna. Ekki spurning. Þeir byrja að streyma inn um leið [og] leyfið fyrir moskunni fæst.“ Með þessu vísaði ég til hins alkunna, að Sádi-Arabar hafa verið öðrum þjóðum duglegri að styrkja byggingu moska í Evrópuríkjum þar sem breidd er út öfgakennd útgáfa af íslamstrú. Flestir skildu orð mín sem varnaðarorð. Varnaðarorð sem í ljós kom að voru á rökum reist. Ég hafði ekki verið nema örfáa mánuði í borgarstjórn þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, greindi frá því að sendiherra Sádi-Araba hefði tjáð honum að Sádi-Arabar hygðust leggja fé til byggingar mosku í Reykjavík. Kvaðst forsetinn hafa orðið „hissa og svo lamaður“ og brýndi fyrir Íslendingum að vakna til vitundar um vandann sem fylgdi öfgafullri íslamstrú. Hafi Kolbrún talið að ég væri einangruð með forsetanum í afstöðu minni ætti hún að fylgjast betur með, því Sádi-Aröbum er í evrópskum fjölmiðlum lýst sem útflytjendum öfgakenndrar útgáfu af íslamstrú. Í leiðara Kolbrúnar virðist því sem tilgangurinn helgi meðalið. Annað er ekki hægt að segja þegar fundið er að því að varað sé við uppgangi erlendra öfgaafla sem sækja hingað. Trúarleiðtoginn Es Satty Að undanförnu hefur Evrópa kynnst öfgaöflum sem oftar en ekki eru fóstruð í moskum víðs vegar um álfuna. Síðasta sumar var Kolbrún ein þeirra sem leitaði skjóls í verslun í Barcelona þegar íslamistar óku sendiferðabíl á fótgangendur með þeim afleiðingum að 13 létust og 130 slösuðust. Í ljós kom að höfuðpaurinn, Marokkómaðurinn Abdelbaki Es Satty, hafði gerst trúarleiðtogi í mosku á Spáni þar sem hann heilaþvoði trúbræður sína. Þannig þakkaði hann Spánverjum fyrir að samþykkja hælisumsókn sína. Almenningur gerir sér grein fyrir hættunni sem fylgir mönnum eins og Es Satty. Kolbrún blandar þeirri hættu hins vegar saman við það sem hún kallar „þróunina“ í átt til fjölmenningarsamfélags. Takmarkalaus mannúð Krafan um takmarkalausa „mannúð“ í málefnum hælisleitenda felur í raun í sér kröfu um landamæralaust Ísland. Reynslan hefur hins vegar sýnt okkur að landamæralaus Evrópa er öryggislaus Evrópa. Þrátt fyrir stórauknar fjárveitingar til löggæsluyfirvalda í evrópskum samfélögum hefur komið í ljós að almenningur treystir ekki yfirvöldum til að mæta hryðjuverkaógninni. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvort kjósendur þeirra frambjóðenda sem boða takmarkalausa mannúð vilji virkilega sjá hér þungvopnaða lögreglumenn á götum úti. Ég hef ekki áhuga á að búa í slíku samfélagi og efast um að kjósendur geri það. Slík samfélög öryggisleysis eru hins vegar nöturleg staðreynd í þeim Evrópuríkjum hvar stjórnmálamenn hafa sýnt takmarkalausa „mannúð“. Í mínum huga er það þá mannúð stjórnmálamanna á kostnað öryggisleysis almennings. Öryggið fæst a.m.k. ekki með því að stjórnmálaleiðtogar gangi saman fylktu liði í nafni frelsis og mannúðar. Mér líkar þess vegna ekki leiðari Kolbrúnar. Skal ósagt hvort hann helgast af skilningsleysi eða því að leiðarahöfundurinn sé einfaldlega eins og stjórnmálamennirnir sem skortir kjark til að segja það sem almenningur vonast til að heyra. Mannúð felst líka í því að huga að börnum, öryrkjum, öldruðum og öðrum sem þurfa á stuðningi okkar að halda.Höfundur er oddviti Borgarinnar okkar – Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins á uppstigningardag fjallar Kolbrún Bergþórsdóttir um „öfgaöfl“ sem hafi hreiðrað um sig í íslensku samfélagi. Ekki sé öllum jafn vel við að þeir búi í fjölmenningarsamfélagi. Það sé „nöturleg staðreynd“ að fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar hafi tveir borgarfulltrúar náð inn með málflutningi sem hafi „beinst gegn múslimum“. Brýnir Kolbrún fyrir frambjóðendum að taka stöðu með „mannúðinni“. Fagna beri nýjum íbúum, en ekki óttast þá.Varað við öfgaöflum Ummælin sem Kolbrún telur beinast gegn múslimum voru höfð eftir mér í blaðaviðtali 23. maí 2014. Í viðtalinu kvað ég rétt að afturkalla úthlutun Reykjavíkurborgar á lóð undir mosku í Sogamýri. Í því sambandi vitnaði ég til Sádi-Arabíu og var haft eftir mér: „Það myndu koma peningar að utan ef moska yrði byggð hérna. Ekki spurning. Þeir byrja að streyma inn um leið [og] leyfið fyrir moskunni fæst.“ Með þessu vísaði ég til hins alkunna, að Sádi-Arabar hafa verið öðrum þjóðum duglegri að styrkja byggingu moska í Evrópuríkjum þar sem breidd er út öfgakennd útgáfa af íslamstrú. Flestir skildu orð mín sem varnaðarorð. Varnaðarorð sem í ljós kom að voru á rökum reist. Ég hafði ekki verið nema örfáa mánuði í borgarstjórn þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, greindi frá því að sendiherra Sádi-Araba hefði tjáð honum að Sádi-Arabar hygðust leggja fé til byggingar mosku í Reykjavík. Kvaðst forsetinn hafa orðið „hissa og svo lamaður“ og brýndi fyrir Íslendingum að vakna til vitundar um vandann sem fylgdi öfgafullri íslamstrú. Hafi Kolbrún talið að ég væri einangruð með forsetanum í afstöðu minni ætti hún að fylgjast betur með, því Sádi-Aröbum er í evrópskum fjölmiðlum lýst sem útflytjendum öfgakenndrar útgáfu af íslamstrú. Í leiðara Kolbrúnar virðist því sem tilgangurinn helgi meðalið. Annað er ekki hægt að segja þegar fundið er að því að varað sé við uppgangi erlendra öfgaafla sem sækja hingað. Trúarleiðtoginn Es Satty Að undanförnu hefur Evrópa kynnst öfgaöflum sem oftar en ekki eru fóstruð í moskum víðs vegar um álfuna. Síðasta sumar var Kolbrún ein þeirra sem leitaði skjóls í verslun í Barcelona þegar íslamistar óku sendiferðabíl á fótgangendur með þeim afleiðingum að 13 létust og 130 slösuðust. Í ljós kom að höfuðpaurinn, Marokkómaðurinn Abdelbaki Es Satty, hafði gerst trúarleiðtogi í mosku á Spáni þar sem hann heilaþvoði trúbræður sína. Þannig þakkaði hann Spánverjum fyrir að samþykkja hælisumsókn sína. Almenningur gerir sér grein fyrir hættunni sem fylgir mönnum eins og Es Satty. Kolbrún blandar þeirri hættu hins vegar saman við það sem hún kallar „þróunina“ í átt til fjölmenningarsamfélags. Takmarkalaus mannúð Krafan um takmarkalausa „mannúð“ í málefnum hælisleitenda felur í raun í sér kröfu um landamæralaust Ísland. Reynslan hefur hins vegar sýnt okkur að landamæralaus Evrópa er öryggislaus Evrópa. Þrátt fyrir stórauknar fjárveitingar til löggæsluyfirvalda í evrópskum samfélögum hefur komið í ljós að almenningur treystir ekki yfirvöldum til að mæta hryðjuverkaógninni. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvort kjósendur þeirra frambjóðenda sem boða takmarkalausa mannúð vilji virkilega sjá hér þungvopnaða lögreglumenn á götum úti. Ég hef ekki áhuga á að búa í slíku samfélagi og efast um að kjósendur geri það. Slík samfélög öryggisleysis eru hins vegar nöturleg staðreynd í þeim Evrópuríkjum hvar stjórnmálamenn hafa sýnt takmarkalausa „mannúð“. Í mínum huga er það þá mannúð stjórnmálamanna á kostnað öryggisleysis almennings. Öryggið fæst a.m.k. ekki með því að stjórnmálaleiðtogar gangi saman fylktu liði í nafni frelsis og mannúðar. Mér líkar þess vegna ekki leiðari Kolbrúnar. Skal ósagt hvort hann helgast af skilningsleysi eða því að leiðarahöfundurinn sé einfaldlega eins og stjórnmálamennirnir sem skortir kjark til að segja það sem almenningur vonast til að heyra. Mannúð felst líka í því að huga að börnum, öryrkjum, öldruðum og öðrum sem þurfa á stuðningi okkar að halda.Höfundur er oddviti Borgarinnar okkar – Reykjavík
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun