Uppgjör eftir Singapúr: Snilld Hamilton í tímatökunni skilaði gulli Bragi Þórðarson skrifar 18. september 2018 07:00 Hamilton fagnar sigrinum um helgina. vísir/getty Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í 15. umferðinni í Formúlu 1 sem fór fram í Singapúr um helgina. Segja má að Bretinn hafi unnið keppnina strax í tímatökunum á laugardeginum er honum tókst á snilldarlegan hátt að koma Mercedes bíl sínum á ráspól. Marina Bay brautin í Singapúr hefur alltaf reynst Mercedes liðinu erfið. Í fyrstu æfingum voru bæði Ferrari og Red Bull bílarnir hraðari og leit allt út fyrir að Sebastian Vettel gæti minnkað forskot Hamilton í stigakeppninni verulega. Í tímatökunum fór Bretinn þó í algjöran ham og bætti sinn besta tíma á brautinni um rúmlega sekúndu. Verstappen hjá Red Bull varð annar á laugardeginum og Vettel varð að sætta sig við þriðja besta tímann. „Þetta var án efa einn besti hringur sem ég hef ekið,” sagði Hamilton eftir tímatökurnar. Bretinn fór vel af stað í kappakstrinum og leiddi alla keppnina. Lítið gerðist í kappakstrinum og kláruðu þessir þrír efstu á sama stað og þeir ræstu. Hamilton jók því forskot sitt úr 30 stigum í 40, á braut sem að Ferrari áttu að hafa yfirhöndina á. Valtteri Bottas á Mercedes kom heim fjórði á undan Ferrari bíl Kimi Raikkonen og hefur Mercedes því aukið forskot sitt verulega í keppni bílasmiða. Nú þegar sex keppnir eru eftir er ljóst að Sebastian Vettel og Ferrari verða að helst að vinna þær allar ef þeir ætla að hindra Hamilton. Bæði Vettel og Hamilton eru að berjast um sinn fimmta heimsmeistaratitil og má því með sanni seigja að sá er vinnur verður besti ökumaður þessarar kynslóðar. Formúla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í 15. umferðinni í Formúlu 1 sem fór fram í Singapúr um helgina. Segja má að Bretinn hafi unnið keppnina strax í tímatökunum á laugardeginum er honum tókst á snilldarlegan hátt að koma Mercedes bíl sínum á ráspól. Marina Bay brautin í Singapúr hefur alltaf reynst Mercedes liðinu erfið. Í fyrstu æfingum voru bæði Ferrari og Red Bull bílarnir hraðari og leit allt út fyrir að Sebastian Vettel gæti minnkað forskot Hamilton í stigakeppninni verulega. Í tímatökunum fór Bretinn þó í algjöran ham og bætti sinn besta tíma á brautinni um rúmlega sekúndu. Verstappen hjá Red Bull varð annar á laugardeginum og Vettel varð að sætta sig við þriðja besta tímann. „Þetta var án efa einn besti hringur sem ég hef ekið,” sagði Hamilton eftir tímatökurnar. Bretinn fór vel af stað í kappakstrinum og leiddi alla keppnina. Lítið gerðist í kappakstrinum og kláruðu þessir þrír efstu á sama stað og þeir ræstu. Hamilton jók því forskot sitt úr 30 stigum í 40, á braut sem að Ferrari áttu að hafa yfirhöndina á. Valtteri Bottas á Mercedes kom heim fjórði á undan Ferrari bíl Kimi Raikkonen og hefur Mercedes því aukið forskot sitt verulega í keppni bílasmiða. Nú þegar sex keppnir eru eftir er ljóst að Sebastian Vettel og Ferrari verða að helst að vinna þær allar ef þeir ætla að hindra Hamilton. Bæði Vettel og Hamilton eru að berjast um sinn fimmta heimsmeistaratitil og má því með sanni seigja að sá er vinnur verður besti ökumaður þessarar kynslóðar.
Formúla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira