Veggjöld – gott mál? Guðmundur Edgarsson skrifar 27. desember 2018 08:00 Nú hillir undir að ríkið muni krefja vegfarendur um sérstök veggjöld. Mörgum þykir sem þar fari græðgi stjórnmálamanna út fyrir velsæmismörk þar sem útreikningar sýni að einungis hluti þeirra skatta og gjalda sem ríkið innheimtir nú þegar vegna vegaframkvæmda fari í slík verkefni. Á almenningur því ekki að klæðast gulum vestum og mótmæla? Ekki endilega. Gjald beintengt notkun er mun eðlilegri leið til fjármögnunar en óbeinir skattar. En þá þarf vitaskuld að fella niður allar álögur sem ríkið hefur hingað til eyrnamerkt vegaframkvæmdum. Síðan þarf að hefja stórtæka einkavæðingu vegakerfisins. Þá mun tvennt gerast. Vegirnir verða betri og öruggari og kostnaður vegfarenda lækkar verulega. Hvers vegna? Jú, þar sem samkeppni ríkir, aukast gæði og verð lækkar. Gildir þá einu hvort um er að ræða flugferðir og farsímaþjónustu eða tölvur og sjónvörp. Hví skyldi ekki það sama gerast með vegina? Ástæða þess að fólk er hrætt við einkavæðingu vega er grýlusögur um að vondir kapítalistar muni kaupa upp mikilvægar leiðir og hleypa fólki ekki í gegn nema gegn svimandi gjaldi. En hversu trúverðugur er slíkur hræðsluáróður?Væri Miklabraut einkavædd Tökum dæmi af Miklubraut og einstaklingi sem þarf að komast til vinnu frá Grafarholti vestur í bæ. Hvað gæti hann gert? Fjölmargt, t.d. valið aðrar leiðir, verið oftar í samfloti, notað strætó eða unnið meira heima. Þá er viðbúið að vinnustaðurinn flytti yfir á svæði sem væri síður háð Miklubraut. Enn fremur er líklegt að markaðurinn fjárfesti í nýjum leiðum, t.d. í grennd við Miklubraut. Eignarhald á Miklubraut væri gífurlega dýr fjárfesting sem ekki mætti við snöggri minnkun á umferð. Fjárfestar myndu því ekki þora að reka hana út frá gróðasjónarmiðum til skamms tíma enda viðbúið að þeir sætu þá eftir stórskuldugir með ónýtt orðspor að auki. Það ætti því að vera óhætt að einkavæða Miklubraut eða aðra vegi. Það eina sem stjórnmálamenn þyrftu þá að muna væri að afnema á móti allar opinberar álögur tengdar vegaframkvæmdum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Nú hillir undir að ríkið muni krefja vegfarendur um sérstök veggjöld. Mörgum þykir sem þar fari græðgi stjórnmálamanna út fyrir velsæmismörk þar sem útreikningar sýni að einungis hluti þeirra skatta og gjalda sem ríkið innheimtir nú þegar vegna vegaframkvæmda fari í slík verkefni. Á almenningur því ekki að klæðast gulum vestum og mótmæla? Ekki endilega. Gjald beintengt notkun er mun eðlilegri leið til fjármögnunar en óbeinir skattar. En þá þarf vitaskuld að fella niður allar álögur sem ríkið hefur hingað til eyrnamerkt vegaframkvæmdum. Síðan þarf að hefja stórtæka einkavæðingu vegakerfisins. Þá mun tvennt gerast. Vegirnir verða betri og öruggari og kostnaður vegfarenda lækkar verulega. Hvers vegna? Jú, þar sem samkeppni ríkir, aukast gæði og verð lækkar. Gildir þá einu hvort um er að ræða flugferðir og farsímaþjónustu eða tölvur og sjónvörp. Hví skyldi ekki það sama gerast með vegina? Ástæða þess að fólk er hrætt við einkavæðingu vega er grýlusögur um að vondir kapítalistar muni kaupa upp mikilvægar leiðir og hleypa fólki ekki í gegn nema gegn svimandi gjaldi. En hversu trúverðugur er slíkur hræðsluáróður?Væri Miklabraut einkavædd Tökum dæmi af Miklubraut og einstaklingi sem þarf að komast til vinnu frá Grafarholti vestur í bæ. Hvað gæti hann gert? Fjölmargt, t.d. valið aðrar leiðir, verið oftar í samfloti, notað strætó eða unnið meira heima. Þá er viðbúið að vinnustaðurinn flytti yfir á svæði sem væri síður háð Miklubraut. Enn fremur er líklegt að markaðurinn fjárfesti í nýjum leiðum, t.d. í grennd við Miklubraut. Eignarhald á Miklubraut væri gífurlega dýr fjárfesting sem ekki mætti við snöggri minnkun á umferð. Fjárfestar myndu því ekki þora að reka hana út frá gróðasjónarmiðum til skamms tíma enda viðbúið að þeir sætu þá eftir stórskuldugir með ónýtt orðspor að auki. Það ætti því að vera óhætt að einkavæða Miklubraut eða aðra vegi. Það eina sem stjórnmálamenn þyrftu þá að muna væri að afnema á móti allar opinberar álögur tengdar vegaframkvæmdum.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun