Á misjöfnu þrífast börnin best Guðrún Vilmundardóttir skrifar 27. desember 2018 08:00 Daginn er tekið að lengja, ég óska okkur öllum til hamingju með það. Fjörugustu mánuðirnir í bókaútgáfunni eru að baki og tími til að hvílast og stilla strengi sína upp á nýtt. Starf mitt felst að stórum hluta í því að lesa handrit og bækur en það er langt síðan ég komst að því að besta hvíldin frá lestri er hreint ekki að lesa ekki neitt, heldur einmitt að lesa eitthvað allt annað en maður er vanur að lesa. Enga hvíld vissi ég betri frá námsbókunum en að lesa skáldsögur. Það er ekkert jafn dásamlegt og að gleyma sér í góðri bók sem hittir mann í hjartastað. Ég hef aldrei hikað að leggja frá mér bækur sem heilla mig ekki. Hef ekki verið af þeim skóla að það þurfi endilega að klára bók sem byrjað er á. Ekki frekar en maður þurfi endilega að eiga, um aldur og ævi, bækur sem manni áskotnast. En í friðsældinni yfir hátíðarnar ákvað ég að gera tilraun. Ég hef lokið við hverja einustu bók sem ég hef tekið upp. Þær eru orðnar nokkrar og einhverjar hefði ég lagt frá mér væri ég ekki yfirlýst tilraunadýr. En ég verð satt að segja að mæla með þessu. Það er eitthvað hressandi við það að sogast ekki endilega inn heldur standa á hliðarlínunni, og viti menn, það er alltaf eitthvað sem kemur skemmtilega á óvart og veitir nýja innsýn. Þetta er nú mín jólakveðja og nýuppgötvað ráð til hvíldar og gleði. Óska gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Daginn er tekið að lengja, ég óska okkur öllum til hamingju með það. Fjörugustu mánuðirnir í bókaútgáfunni eru að baki og tími til að hvílast og stilla strengi sína upp á nýtt. Starf mitt felst að stórum hluta í því að lesa handrit og bækur en það er langt síðan ég komst að því að besta hvíldin frá lestri er hreint ekki að lesa ekki neitt, heldur einmitt að lesa eitthvað allt annað en maður er vanur að lesa. Enga hvíld vissi ég betri frá námsbókunum en að lesa skáldsögur. Það er ekkert jafn dásamlegt og að gleyma sér í góðri bók sem hittir mann í hjartastað. Ég hef aldrei hikað að leggja frá mér bækur sem heilla mig ekki. Hef ekki verið af þeim skóla að það þurfi endilega að klára bók sem byrjað er á. Ekki frekar en maður þurfi endilega að eiga, um aldur og ævi, bækur sem manni áskotnast. En í friðsældinni yfir hátíðarnar ákvað ég að gera tilraun. Ég hef lokið við hverja einustu bók sem ég hef tekið upp. Þær eru orðnar nokkrar og einhverjar hefði ég lagt frá mér væri ég ekki yfirlýst tilraunadýr. En ég verð satt að segja að mæla með þessu. Það er eitthvað hressandi við það að sogast ekki endilega inn heldur standa á hliðarlínunni, og viti menn, það er alltaf eitthvað sem kemur skemmtilega á óvart og veitir nýja innsýn. Þetta er nú mín jólakveðja og nýuppgötvað ráð til hvíldar og gleði. Óska gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun