Ekkert er nýtt undir sólinni Sigurður Páll Jónsson skrifar 23. ágúst 2018 05:00 „Ekkert er nýtt undir sólinni,“ segir máltækið og „hvað ungur nemur, gamall temur“ er eitt þeirra. Þegar ég var unglingur hlustaði maður á hvað fullorðnir voru að fjalla um sín á milli og hvað var í fréttum, maður las í það sem var uppbyggilegt og spennandi, eins það sem var óhuggulegt og miður skemmtilegt, jafnvel óhugnanlegt eins og náttúruhamfarir, stríð og annað sem ógnaði þeim friði bæði sálar og samfélagslega sem maður var uppalinn við. Sennilega er mín kynslóð uppalin á einum mestu friðartímum í langan tíma. Kalda stríðið og kjarnorkuógnin var mikið í fréttum og sú umræða skelfdi unglingshjartað. Víetnamstríðið, Kúbudeilan, og o.fl. voru í fréttum. Náttúruhamfarir, eins og eldgosið í Vestmannaeyjum, eru mér í fersku minni, þegar íbúarnir voru fluttir upp á land og allt sem því fylgdi. Hugleiðingar manns um tilgang lífsins, gang sólarinnar og þá staðreynd að lífið hér á jörðinni væri frekar einstakt komu manni í opna skjöldu og sú staðreynd að samspil ýmissa þátta yrði að ganga upp svo það gæti gengið. Þetta fór að vekja bæði áhuga og áhyggjur. Mengun var eitthvað sem við mörlandinn töluðum um að væri bara í útlöndum og þeir yrðu að taka til heima hjá sér, við værum stikkfrí, eða þannig. Þessar minningar hafa poppað mikið upp hjá undirrituðum upp á síðkastið þegar hlýnun jarðar er eins og hún er og talin að hluta til af manna völdum. Ég er frekar tregur í taumi þegar fullyrðingar eru annars vegar og hefur það valdið mér angist í þessari umræðu, kannski vakið upp sektarkennd, en vísindin eru nánast sammála og það hlýtur maður að virða. Eitt er það sem ég finn í kringum mig en það eru áhyggjur unga fólksins af málinu og sú ábyrgðartilfinning þeirra að vinna úr málinu eins og mannlegur máttur getur þegar þau taka við keflinu af okkur fullorðna fólkinu. Hvort sem nýtt Nóaflóð er í vændum eða eitthvað annað finnst mér að tillit til ungu kynslóðarinnar verði að vera í fyrirrúmi þegar þessi mál eru rædd. En að aðgerðum hér á landi, sem ég veit að við Íslendingar í ljósi sögunnar getum framkvæmt þegar við stöndum saman, í þeirri trú að það sé öllum til heilla. Þar sem þjóðin þarf að fá á tilfinninguna er að hafa trú á verkefninu, þá er enginn vafi í mínum huga að árangur í minnkun útblásturs tækja sem brenna jarðefna eldsneyti verður hraðari. Nú er kolefnisgjald á bensíni og olíu komið á og mun fara hækkandi. Í svari umhverfisráðherra við einni af spurningum hve mikið kolefnisgjald hefur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda, segir: „Kolefnisgjald setur verð á losun koldíoxíðs og skapar því fjárhagslegan hvata til þess að draga úr losun og leita til hreinni lausna.“ Gott og vel, til að leita hreinni lausna þurfa þær að vera til taks, en staðreyndin er að hreinar lausnir eru skammt á veg komnar og sérstaklega á landsbyggðinni. Til þess að öll þjóðin hafi trú á verkefninu verða stjórnvöld að standa í lappirnar og fá alla með sér í lið. Unga fólkið sem maður finnur að er áhyggjufullt yrði glaðara ef það fyndi að þjóðin stæði saman í þessum aðgerðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
„Ekkert er nýtt undir sólinni,“ segir máltækið og „hvað ungur nemur, gamall temur“ er eitt þeirra. Þegar ég var unglingur hlustaði maður á hvað fullorðnir voru að fjalla um sín á milli og hvað var í fréttum, maður las í það sem var uppbyggilegt og spennandi, eins það sem var óhuggulegt og miður skemmtilegt, jafnvel óhugnanlegt eins og náttúruhamfarir, stríð og annað sem ógnaði þeim friði bæði sálar og samfélagslega sem maður var uppalinn við. Sennilega er mín kynslóð uppalin á einum mestu friðartímum í langan tíma. Kalda stríðið og kjarnorkuógnin var mikið í fréttum og sú umræða skelfdi unglingshjartað. Víetnamstríðið, Kúbudeilan, og o.fl. voru í fréttum. Náttúruhamfarir, eins og eldgosið í Vestmannaeyjum, eru mér í fersku minni, þegar íbúarnir voru fluttir upp á land og allt sem því fylgdi. Hugleiðingar manns um tilgang lífsins, gang sólarinnar og þá staðreynd að lífið hér á jörðinni væri frekar einstakt komu manni í opna skjöldu og sú staðreynd að samspil ýmissa þátta yrði að ganga upp svo það gæti gengið. Þetta fór að vekja bæði áhuga og áhyggjur. Mengun var eitthvað sem við mörlandinn töluðum um að væri bara í útlöndum og þeir yrðu að taka til heima hjá sér, við værum stikkfrí, eða þannig. Þessar minningar hafa poppað mikið upp hjá undirrituðum upp á síðkastið þegar hlýnun jarðar er eins og hún er og talin að hluta til af manna völdum. Ég er frekar tregur í taumi þegar fullyrðingar eru annars vegar og hefur það valdið mér angist í þessari umræðu, kannski vakið upp sektarkennd, en vísindin eru nánast sammála og það hlýtur maður að virða. Eitt er það sem ég finn í kringum mig en það eru áhyggjur unga fólksins af málinu og sú ábyrgðartilfinning þeirra að vinna úr málinu eins og mannlegur máttur getur þegar þau taka við keflinu af okkur fullorðna fólkinu. Hvort sem nýtt Nóaflóð er í vændum eða eitthvað annað finnst mér að tillit til ungu kynslóðarinnar verði að vera í fyrirrúmi þegar þessi mál eru rædd. En að aðgerðum hér á landi, sem ég veit að við Íslendingar í ljósi sögunnar getum framkvæmt þegar við stöndum saman, í þeirri trú að það sé öllum til heilla. Þar sem þjóðin þarf að fá á tilfinninguna er að hafa trú á verkefninu, þá er enginn vafi í mínum huga að árangur í minnkun útblásturs tækja sem brenna jarðefna eldsneyti verður hraðari. Nú er kolefnisgjald á bensíni og olíu komið á og mun fara hækkandi. Í svari umhverfisráðherra við einni af spurningum hve mikið kolefnisgjald hefur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda, segir: „Kolefnisgjald setur verð á losun koldíoxíðs og skapar því fjárhagslegan hvata til þess að draga úr losun og leita til hreinni lausna.“ Gott og vel, til að leita hreinni lausna þurfa þær að vera til taks, en staðreyndin er að hreinar lausnir eru skammt á veg komnar og sérstaklega á landsbyggðinni. Til þess að öll þjóðin hafi trú á verkefninu verða stjórnvöld að standa í lappirnar og fá alla með sér í lið. Unga fólkið sem maður finnur að er áhyggjufullt yrði glaðara ef það fyndi að þjóðin stæði saman í þessum aðgerðum.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar