Óþolandi staða fyrir ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar 8. ágúst 2018 07:00 Fyrirtæki í ferðaþjónustu búa við ósanngjarna samkeppni og undirboð sem ýmist njóta afskiptaleysis eða verndar stjórnvalda. Umsvifamiklir seljendur gistingar á borð við Airbnb komast upp með að innheimta ekki né skila virðisaukaskatti og gistináttaskatti af þeirri sölu. Íbúðareigendur sem leigja út húsnæði til viðskiptavina Airbnb borga mjög víða 90% lægri fasteignagjöld en hótel og gistihús með sambærilega þjónustu. Sérstaklega á það við í Reykjavík, sem virðist lítið hafa sinnt því að leggja á rétt fasteignagjöld. Um allt land starfa svo erlend fyrirtæki í ferðaþjónustu sem skila engum sköttum hér á landi og eru þekkt fyrir að borga starfsfólki langt undir íslenskum töxtum.Allir tapa Ekki vantar opinberar stofnanir til að hafa eftirlit. Vinnumálastofnun, sýslumenn, lögregla, vegaeftirlit, tollstjóri, ríkisskattstjóri og fleiri. En þær vinna illa saman og einbeita sér einkum að löglega skráðu íslensku fyrirtækjunum, þeim sem eru með allt uppi á yfirborðinu og er miskunnarlaust lokað ef út af bregður. Fyrirtæki í ferðaþjónustu tapa. Ríki og sveitarfélög tapa. Samt gengur afar hægt hjá stjórnvöldum að hysja upp um sig brækurnar. Það þarf að berja í borðið Þessi staða er óþolandi fyrir alla sem starfa í ferðaþjónustu. Það er ekki nóg að ráða eftirlitsmenn til að senda bréf. Stofnanir verða að hætta að vísa ábyrgð hver á aðra. Þær verða að láta hendur standa fram úr ermum, krefja söluaðila gistingar um réttmætar skattgreiðslur, leggja rétt fasteignagjöld á íbúðir sem eru leigðar út til ferðamanna og stöðva ólöglegu starfsemina og undirboðin. Samtök ferðaþjónustunnar þurfa að fylgja þessu fast eftir, berja í borðið og sparka mönnum af stað. Samtökin eiga ekki að gefa stjórnvöldum nein grið. Það er gjörsamlega óviðunandi að þessi skakka samkeppnisstaða sé látin viðgangast ár eftir ár.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Fyrirtæki í ferðaþjónustu búa við ósanngjarna samkeppni og undirboð sem ýmist njóta afskiptaleysis eða verndar stjórnvalda. Umsvifamiklir seljendur gistingar á borð við Airbnb komast upp með að innheimta ekki né skila virðisaukaskatti og gistináttaskatti af þeirri sölu. Íbúðareigendur sem leigja út húsnæði til viðskiptavina Airbnb borga mjög víða 90% lægri fasteignagjöld en hótel og gistihús með sambærilega þjónustu. Sérstaklega á það við í Reykjavík, sem virðist lítið hafa sinnt því að leggja á rétt fasteignagjöld. Um allt land starfa svo erlend fyrirtæki í ferðaþjónustu sem skila engum sköttum hér á landi og eru þekkt fyrir að borga starfsfólki langt undir íslenskum töxtum.Allir tapa Ekki vantar opinberar stofnanir til að hafa eftirlit. Vinnumálastofnun, sýslumenn, lögregla, vegaeftirlit, tollstjóri, ríkisskattstjóri og fleiri. En þær vinna illa saman og einbeita sér einkum að löglega skráðu íslensku fyrirtækjunum, þeim sem eru með allt uppi á yfirborðinu og er miskunnarlaust lokað ef út af bregður. Fyrirtæki í ferðaþjónustu tapa. Ríki og sveitarfélög tapa. Samt gengur afar hægt hjá stjórnvöldum að hysja upp um sig brækurnar. Það þarf að berja í borðið Þessi staða er óþolandi fyrir alla sem starfa í ferðaþjónustu. Það er ekki nóg að ráða eftirlitsmenn til að senda bréf. Stofnanir verða að hætta að vísa ábyrgð hver á aðra. Þær verða að láta hendur standa fram úr ermum, krefja söluaðila gistingar um réttmætar skattgreiðslur, leggja rétt fasteignagjöld á íbúðir sem eru leigðar út til ferðamanna og stöðva ólöglegu starfsemina og undirboðin. Samtök ferðaþjónustunnar þurfa að fylgja þessu fast eftir, berja í borðið og sparka mönnum af stað. Samtökin eiga ekki að gefa stjórnvöldum nein grið. Það er gjörsamlega óviðunandi að þessi skakka samkeppnisstaða sé látin viðgangast ár eftir ár.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar