Dauðans alvara Eymundur L. Eymundsson skrifar 26. janúar 2018 10:46 Á hverjum tíma glíma 1 af hverjum 4 við geðheilsuvanda af einhverjum toga og það gera 25% af öllum Íslendingum. Á Íslandi missum við 3 til 4 einstaklinga á mánuði sem falla fyrir eigin hendi. Það eru 500-600 sem reyna sjálfsvíg á hverju ári og eru í aukinni hættu á eftir. Andleg veikindi og vanlíðan fara ekki í manngreiningarálit og sem betur fer er þetta að opnast með meiri þekkingu og umræðu í dag. Þetta er lífsins alvara þar sem hugurinn er fangelsi niðurbrotinna hugsana. Gleymum því ekki á landsbyggðinni er ein geðdeild á Akureyri sem þjónar stóru svæði en það vill stundum gleymast þegar er talað um geðdeildir. Fagfólk sem finnur fyrir miklu álagi þar sem þessi geðdeild er ekki stór og þurfa ráðamenn þjóðarinnar að gera betur og láta byggja við enda teikningar til.Félagskvíði/Félagsfælni Kvíða byrjaði ég að finna fyrir þegar ég byrjaði grunnskóla. Það hafði áhrif á námið og mér gekk erfilega að læra þar sem einbeiting var lítil og ótti og hræðsla mikil að gera mistök. Um 12 ára aldur var þetta farið að há mér mikið og ég byrjaður að setja upp grímu til að lifa af þar sem sjálfsvígshugsanir voru komnar (félagsfælni). Ég skammaðist mín fyrir mína líðan og sjálfstraust og einbeiting var lítil. Ég leit út fyrir að funkera félagslega, en eftir að ég varð fimmtán sextán ára fór ég aldrei með félögunum í bíó eða neitt svoleiðis. Ég þorði aldrei að fara og þorði aldrei að segja þeim af hverju það var. Ég vissi heldur í rauninni ekki hvað var að mér. Ég réð ekkert við taugakerfið, ég roðnaði og klökknaði í tíma og ótíma og það gerðist bara án þess ég réði nokkru um það. Ég notaði áfengi heilmikið til að slá á líðanina, þegar félagarnir voru að drekka þá gat ég komið, og var oftast búinn að drekka í mig kjark til að komast til þeirra. Ég forðaðist flestar aðstæður og mikil reiði og pirringur sem getur valdið togstreitu í samskiptum. Alltaf þegar ég lagðist til svefns á kvöldin kveið ég fyrir að vakna daginn eftir, kveið fyrir öllum deginum, kveið fyrir að þurfa að hitta annað fólk. Ég gat ekki ímyndað mér að ég ætti við andleg veikindi að stríða. Hélt ég væri öðruvísi og var viss um að enginn myndi trúa mér ef ég segði frá hvernig mér liði. Ég var viss um að allir myndu baktala, dæma mig og gera lítið úr mér. Ég var nógu brotinn fyrir að það hefði ekki verið á bætandi. Ég hélt því áfram að birgja vanlíðan og vera með grímu. Ég hélt nefnilega að fólk sem væri andlega veikt væri eins og maður sér í bandarískum bíómyndum, lokað inni og helst í spennitreyju. Það voru eiginlega einu skiptin sem ég sá fólk með andleg veikindi. Ég greindist með slitgigt 1994 og er þá 27 ára gamall. Ég þurfti að fara í mjaðmaliðaskipti 1998 og aftur sömu megin 2004. Ég varð óvinnufær eftir aðgerðina 2004 þar sem hún tókst ekki nógu vel og má segja að það hafi bjargað mínu lífi.Það er von ef maður gefur henni tækiæri Ég var á verkjasviði á Kristnesi árið 2005 þar sem ég sá í fyrsta skipti hvað ég hafði glímt við síðan ég var barn. Á Kristnesi var fræðsla um kvíða, félagsfælni og þunlyndi sem gaf mér von eftir að hafa lesið bæklinga um þessar geðraskanir. Öll þessi skömm sem ég var búinn að bera öll mín ár breyttist í þakklæti fyrir að hafa lifað af. Það voru raunverulegar ástæður fyrir minni vanlíðan og það var von. En til þess þyrfti ég að taka grímuna af og fá hjálp. Manneskjan ég er sú sama þótt gríman hafi verið tekinn. Ég hafði tækifæri á að byggja mig upp og öðlast sjálfstraust og sjálfsvirðingu. Ég hef þurft að vinna fyrir því að taka niður grímuna og nýta mér hjálpina með opnum huga. Ég hef klárað 3 skóla og gert hluti sem ég hef þráð síðan ég var barn og á mér líf og lífsgæði. Ég er ekki fórnarlamb heldur einstaklingur sem gekk í gegnum erfileika en lifði af sem er ekki sjálfgefið. Ég vil nýta mína reynslu til að gera samfélaginu grein fyrir alvarleika andlegra veikinda og vanlíðan. Í dag er ég einn af stofnendum Grófarinnar á Akureyri sem er geðverndarmiðstöð sem hefur hjálpað mörgum að taka skrefið og rjúfa sína einangrun. Ég hef farið með fjölda fyrirlestra í grunn- og framhaldsskóla landsins ásamt öðru góðu fólki. Ungmenni eru þakklát fyrir að fá fólk með persónulega reynslu og eru til í að deila með öðrum. Ég væri ekki á þeim stað sem ég er á í dag nema að hafa fengið góða hjálp frá fagmönnum og fólki með reynslu af geðrsökunum og fyrir það er ég þakklátur. Ég var að koma úr minni 3 mjaðmaliðaskiptingu sömu megin fyrir ári síðan. Ég glími við mína verki og síþreytu sem tekur orku en það ekkert á við það sem ég þurfti að burðast með síðan ég var barn. Ekkert barn eða ungmenni á þurfa að birgja vanlíðan frekar en það væri með krabbamein. Þetta er lífsins alvara og getur haft skelfilegar afleiðingar en við sem samfélag getum minnkað þann skaða með að hjálpa börnum og ungmennum strax og mikilvægt að foreldrar fái um leið fræðslu. Ég vona að ráðamenn sjái miklvægi þess að fagmenn séu ráðnir grunn- og framhaldsskóla landsins til að hjálpa börnum og ungmennum áður en það geti orðið of seint. Ég vona að einstaklingar sem eiga við þetta að glíma geti nýtt sér hjálpina með opnum huga og gefi sér tækifæri og tíma.Eymundur L. Eymundsson ráðgjafi, félagsliði og verkefnastjóri geðfræðslu Grófarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Á hverjum tíma glíma 1 af hverjum 4 við geðheilsuvanda af einhverjum toga og það gera 25% af öllum Íslendingum. Á Íslandi missum við 3 til 4 einstaklinga á mánuði sem falla fyrir eigin hendi. Það eru 500-600 sem reyna sjálfsvíg á hverju ári og eru í aukinni hættu á eftir. Andleg veikindi og vanlíðan fara ekki í manngreiningarálit og sem betur fer er þetta að opnast með meiri þekkingu og umræðu í dag. Þetta er lífsins alvara þar sem hugurinn er fangelsi niðurbrotinna hugsana. Gleymum því ekki á landsbyggðinni er ein geðdeild á Akureyri sem þjónar stóru svæði en það vill stundum gleymast þegar er talað um geðdeildir. Fagfólk sem finnur fyrir miklu álagi þar sem þessi geðdeild er ekki stór og þurfa ráðamenn þjóðarinnar að gera betur og láta byggja við enda teikningar til.Félagskvíði/Félagsfælni Kvíða byrjaði ég að finna fyrir þegar ég byrjaði grunnskóla. Það hafði áhrif á námið og mér gekk erfilega að læra þar sem einbeiting var lítil og ótti og hræðsla mikil að gera mistök. Um 12 ára aldur var þetta farið að há mér mikið og ég byrjaður að setja upp grímu til að lifa af þar sem sjálfsvígshugsanir voru komnar (félagsfælni). Ég skammaðist mín fyrir mína líðan og sjálfstraust og einbeiting var lítil. Ég leit út fyrir að funkera félagslega, en eftir að ég varð fimmtán sextán ára fór ég aldrei með félögunum í bíó eða neitt svoleiðis. Ég þorði aldrei að fara og þorði aldrei að segja þeim af hverju það var. Ég vissi heldur í rauninni ekki hvað var að mér. Ég réð ekkert við taugakerfið, ég roðnaði og klökknaði í tíma og ótíma og það gerðist bara án þess ég réði nokkru um það. Ég notaði áfengi heilmikið til að slá á líðanina, þegar félagarnir voru að drekka þá gat ég komið, og var oftast búinn að drekka í mig kjark til að komast til þeirra. Ég forðaðist flestar aðstæður og mikil reiði og pirringur sem getur valdið togstreitu í samskiptum. Alltaf þegar ég lagðist til svefns á kvöldin kveið ég fyrir að vakna daginn eftir, kveið fyrir öllum deginum, kveið fyrir að þurfa að hitta annað fólk. Ég gat ekki ímyndað mér að ég ætti við andleg veikindi að stríða. Hélt ég væri öðruvísi og var viss um að enginn myndi trúa mér ef ég segði frá hvernig mér liði. Ég var viss um að allir myndu baktala, dæma mig og gera lítið úr mér. Ég var nógu brotinn fyrir að það hefði ekki verið á bætandi. Ég hélt því áfram að birgja vanlíðan og vera með grímu. Ég hélt nefnilega að fólk sem væri andlega veikt væri eins og maður sér í bandarískum bíómyndum, lokað inni og helst í spennitreyju. Það voru eiginlega einu skiptin sem ég sá fólk með andleg veikindi. Ég greindist með slitgigt 1994 og er þá 27 ára gamall. Ég þurfti að fara í mjaðmaliðaskipti 1998 og aftur sömu megin 2004. Ég varð óvinnufær eftir aðgerðina 2004 þar sem hún tókst ekki nógu vel og má segja að það hafi bjargað mínu lífi.Það er von ef maður gefur henni tækiæri Ég var á verkjasviði á Kristnesi árið 2005 þar sem ég sá í fyrsta skipti hvað ég hafði glímt við síðan ég var barn. Á Kristnesi var fræðsla um kvíða, félagsfælni og þunlyndi sem gaf mér von eftir að hafa lesið bæklinga um þessar geðraskanir. Öll þessi skömm sem ég var búinn að bera öll mín ár breyttist í þakklæti fyrir að hafa lifað af. Það voru raunverulegar ástæður fyrir minni vanlíðan og það var von. En til þess þyrfti ég að taka grímuna af og fá hjálp. Manneskjan ég er sú sama þótt gríman hafi verið tekinn. Ég hafði tækifæri á að byggja mig upp og öðlast sjálfstraust og sjálfsvirðingu. Ég hef þurft að vinna fyrir því að taka niður grímuna og nýta mér hjálpina með opnum huga. Ég hef klárað 3 skóla og gert hluti sem ég hef þráð síðan ég var barn og á mér líf og lífsgæði. Ég er ekki fórnarlamb heldur einstaklingur sem gekk í gegnum erfileika en lifði af sem er ekki sjálfgefið. Ég vil nýta mína reynslu til að gera samfélaginu grein fyrir alvarleika andlegra veikinda og vanlíðan. Í dag er ég einn af stofnendum Grófarinnar á Akureyri sem er geðverndarmiðstöð sem hefur hjálpað mörgum að taka skrefið og rjúfa sína einangrun. Ég hef farið með fjölda fyrirlestra í grunn- og framhaldsskóla landsins ásamt öðru góðu fólki. Ungmenni eru þakklát fyrir að fá fólk með persónulega reynslu og eru til í að deila með öðrum. Ég væri ekki á þeim stað sem ég er á í dag nema að hafa fengið góða hjálp frá fagmönnum og fólki með reynslu af geðrsökunum og fyrir það er ég þakklátur. Ég var að koma úr minni 3 mjaðmaliðaskiptingu sömu megin fyrir ári síðan. Ég glími við mína verki og síþreytu sem tekur orku en það ekkert á við það sem ég þurfti að burðast með síðan ég var barn. Ekkert barn eða ungmenni á þurfa að birgja vanlíðan frekar en það væri með krabbamein. Þetta er lífsins alvara og getur haft skelfilegar afleiðingar en við sem samfélag getum minnkað þann skaða með að hjálpa börnum og ungmennum strax og mikilvægt að foreldrar fái um leið fræðslu. Ég vona að ráðamenn sjái miklvægi þess að fagmenn séu ráðnir grunn- og framhaldsskóla landsins til að hjálpa börnum og ungmennum áður en það geti orðið of seint. Ég vona að einstaklingar sem eiga við þetta að glíma geti nýtt sér hjálpina með opnum huga og gefi sér tækifæri og tíma.Eymundur L. Eymundsson ráðgjafi, félagsliði og verkefnastjóri geðfræðslu Grófarinnar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar