Verðtrygging Örn Karlsson skrifar 13. september 2018 07:00 Opið bréf til hagfræðideilda íslensku háskólanna, Seðlabanka Íslands, alþingismanna og ríkisstjórnar Íslands. Verðtrygging leiðir til hærri vaxta og aukinnar verðbólgu. Því er óhjákvæmilegt að afnema hana, af öllum neytendalánum hið minnsta. Til skýringar: Gefum okkur að öll útlán fjármálastofnana séu verðtryggð. Síðan gerist það, sem við höfum svo oft upplifað, að peningamagn í umferð eykst umfram vöxt raunhagkerfisins eða að gengið ofrís og verðbólguþrýstingur myndast, þ.e. hagkerfið fer í þann ham að ryðja sig, reyna að leiðrétta misgengi raunhagkerfis og kaupmáttar peningamagns í umferð. Þetta köllum við verðbólgu. Verðbólga er þannig í raun náttúrulegt fyrirbrigði sem fer af stað þegar misgengið áðurnefnda myndast. Þegar allar fjármálalegar eignir eru verðtryggðar nær hagkerfið ekki að ryðja sig auðveldlega, verðtryggingin bætir jafnóðum við peningamagnið með verðbótaþætti á lánin. Verðbólgan fer þannig í viðvarandi spíral. Ef hluti hinna fjármálalegu eigna er óverðtryggður nær hagkerfið að ryðja sig í gegnum þær. Rýrnun hinna óverðtryggðu eigna verður þannig hlutfallslega meiri eftir því sem verðtryggðar eignir eru hærra hlutfall af fjármálalegum eignum. Þannig er ljóst að eftir því sem verðtryggðar eignir eru hærra hlutfall allra fjármálalegra eigna verður áhættan meiri á hinum óverðtryggðu sem leiðir beint til þess að þær bera hærri vexti en ella. Verðtryggingin leiðir þannig til hærri vaxta á óverðtryggðum útlánum að öðru jöfnu. Verðtryggingin stuðlar þannig að þeim óstöðugleika sem við öll erum ósátt við. Ég skora á Seðlabanka Íslands, hagfræðideildir háskólanna, ríkisstjórn Íslands og alþingismenn að leggja opinberlega fram gagnrök, því í ykkar skjóli er verðtryggingunni viðhaldið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Örn Karlsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Sjá meira
Opið bréf til hagfræðideilda íslensku háskólanna, Seðlabanka Íslands, alþingismanna og ríkisstjórnar Íslands. Verðtrygging leiðir til hærri vaxta og aukinnar verðbólgu. Því er óhjákvæmilegt að afnema hana, af öllum neytendalánum hið minnsta. Til skýringar: Gefum okkur að öll útlán fjármálastofnana séu verðtryggð. Síðan gerist það, sem við höfum svo oft upplifað, að peningamagn í umferð eykst umfram vöxt raunhagkerfisins eða að gengið ofrís og verðbólguþrýstingur myndast, þ.e. hagkerfið fer í þann ham að ryðja sig, reyna að leiðrétta misgengi raunhagkerfis og kaupmáttar peningamagns í umferð. Þetta köllum við verðbólgu. Verðbólga er þannig í raun náttúrulegt fyrirbrigði sem fer af stað þegar misgengið áðurnefnda myndast. Þegar allar fjármálalegar eignir eru verðtryggðar nær hagkerfið ekki að ryðja sig auðveldlega, verðtryggingin bætir jafnóðum við peningamagnið með verðbótaþætti á lánin. Verðbólgan fer þannig í viðvarandi spíral. Ef hluti hinna fjármálalegu eigna er óverðtryggður nær hagkerfið að ryðja sig í gegnum þær. Rýrnun hinna óverðtryggðu eigna verður þannig hlutfallslega meiri eftir því sem verðtryggðar eignir eru hærra hlutfall af fjármálalegum eignum. Þannig er ljóst að eftir því sem verðtryggðar eignir eru hærra hlutfall allra fjármálalegra eigna verður áhættan meiri á hinum óverðtryggðu sem leiðir beint til þess að þær bera hærri vexti en ella. Verðtryggingin leiðir þannig til hærri vaxta á óverðtryggðum útlánum að öðru jöfnu. Verðtryggingin stuðlar þannig að þeim óstöðugleika sem við öll erum ósátt við. Ég skora á Seðlabanka Íslands, hagfræðideildir háskólanna, ríkisstjórn Íslands og alþingismenn að leggja opinberlega fram gagnrök, því í ykkar skjóli er verðtryggingunni viðhaldið.
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar