DeChambeau í hóp goðsagnakylfinga Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 29. ágúst 2018 23:30 DeChambeau komst í föngulegan hóp goðsagnakylfinga með sigri sínum á sunnudag. Getty Með sigri sínum á The Northern Trust golfmótinu á sunnudag, bættist Bryson DeChambeau við í föngulegan hóp goðsagnakylfinga. Aðrir kylfingar í hópnum eru þeir Jack Nicklaus, Tiger Woods og Phil Mickelson. The Northern Trust mótið er hluti af PGA-mótaröðinni en DeChambeau vann mótið nokkuð örugglega en næsti maður var fjórum höggum á eftir DeChambeau. Með sigrinum varð Bandaríkjamaðurinn ungi aðeins fjórði maðurinn í sögunni til þess vinna Háskólameistaramótið í golfi, bandaríska áhugamanna meistaramótið og að minnsta kosti þrjú mót á PGA-mótaröðinni. Hinir kylfingarnir til að afreka hið sama eru goðsagnirnar Jack Nicklaus, Tiger Woods og Phil Mickelson, einhverjir bestu kylfingar sögunnar. Gullbjörninn, Jack Nicklaus er einn sigursælasti kylfingur sögunnar. Hann á flesta stórmótstitla í sögunni, eða 18 titla í heildina og er í 3. sæti yfir flesta sigra á PGA-mótaröðinni. Næstur á eftir honum er einmitt Tiger Woods með 14 titla á bakin og þá er Woods í 2. sæti yfir flestu sigra á PGA-mótaröðinni ásamt því að vera einn þekktasti íþróttamaður samtímans. Phil Mickelson er í 9. sæti yfir flestu sigra á PGA-mótaröðinni og þá hefur hann unnið fimm stórmót. Dechambeau er því kominn í ansi föngulegan hóp kylfinga þrátt fyrir ungan aldur og ljóst er að framtíðin er björt hjá honum en hann verður 25 ára um miðjan september. Með sigrinum á sunnudag opnaði DeChambeau möguleikann á því að vera valinn í bandaríska liðið sem mætir því evrópska um Ryder-bikarinn í lok september. Fá sæti eru eftir í bandaríska liðinu og er DeChambeau að keppa við áðurnefnda Tiger Woods og Phil Mickelson, svo einhverjir séu nefndir um þessi fáu sæti. Golf Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Með sigri sínum á The Northern Trust golfmótinu á sunnudag, bættist Bryson DeChambeau við í föngulegan hóp goðsagnakylfinga. Aðrir kylfingar í hópnum eru þeir Jack Nicklaus, Tiger Woods og Phil Mickelson. The Northern Trust mótið er hluti af PGA-mótaröðinni en DeChambeau vann mótið nokkuð örugglega en næsti maður var fjórum höggum á eftir DeChambeau. Með sigrinum varð Bandaríkjamaðurinn ungi aðeins fjórði maðurinn í sögunni til þess vinna Háskólameistaramótið í golfi, bandaríska áhugamanna meistaramótið og að minnsta kosti þrjú mót á PGA-mótaröðinni. Hinir kylfingarnir til að afreka hið sama eru goðsagnirnar Jack Nicklaus, Tiger Woods og Phil Mickelson, einhverjir bestu kylfingar sögunnar. Gullbjörninn, Jack Nicklaus er einn sigursælasti kylfingur sögunnar. Hann á flesta stórmótstitla í sögunni, eða 18 titla í heildina og er í 3. sæti yfir flesta sigra á PGA-mótaröðinni. Næstur á eftir honum er einmitt Tiger Woods með 14 titla á bakin og þá er Woods í 2. sæti yfir flestu sigra á PGA-mótaröðinni ásamt því að vera einn þekktasti íþróttamaður samtímans. Phil Mickelson er í 9. sæti yfir flestu sigra á PGA-mótaröðinni og þá hefur hann unnið fimm stórmót. Dechambeau er því kominn í ansi föngulegan hóp kylfinga þrátt fyrir ungan aldur og ljóst er að framtíðin er björt hjá honum en hann verður 25 ára um miðjan september. Með sigrinum á sunnudag opnaði DeChambeau möguleikann á því að vera valinn í bandaríska liðið sem mætir því evrópska um Ryder-bikarinn í lok september. Fá sæti eru eftir í bandaríska liðinu og er DeChambeau að keppa við áðurnefnda Tiger Woods og Phil Mickelson, svo einhverjir séu nefndir um þessi fáu sæti.
Golf Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira