Valdís Þóra keppir á Opna breska meistaramótinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júlí 2018 16:28 Valdís Þóra Jónsdóttir keppir á öðru risamóti sínu. LET/Tristan Jones Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, verður á meðal keppenda á Opna breska meistaramótinu í golfi sem er eitt af fimm risamótum hvers árs í kvennagolfinu. Mótið í ár fer fram á Royal Lytham & St Annes-vellinum á Englandi 2.-5. ágúst en Valdís Þóra gulltryggði farseðil sinn á mótið í lok júní. Skagamærin var nánast örugg inn á Opna breska áður en að hún spilaði frábærlega á móti á Evrópumótaröðinni í Taílandi en þar hafnaði hún í 19. sæti. Valdís Þóra er í 17. sæti á stigalista Evrópumótaraðarinnar en 25 efstu á þeim lista fá þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu. Valdís reyndi án árangurs að komast á Opna breska í gegnum úrtökumót í fyrra. Þetta er í annað sinn sem Valdís Þóra keppir á risamóti en hún var á meðal keppenda á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppti á sama móti í ár. Ólafía Þórunn reynir einmitt að tryggja sér farseðilinn á Opna breska um helgina þegar hún keppir á Opna skoska meistaramótinu í Aberdeen samhliða Valdísi en með góðri spilamennsku þar fer hún á risamótið ásamt henni. Ólafía komst fyrst íslenskra kylfinga á Opna breska meistaramótið í fyrra en Haraldur Franklín Magnús varð annar þegar að hann keppti í Skotlandi fyrir helgi. Golf Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, verður á meðal keppenda á Opna breska meistaramótinu í golfi sem er eitt af fimm risamótum hvers árs í kvennagolfinu. Mótið í ár fer fram á Royal Lytham & St Annes-vellinum á Englandi 2.-5. ágúst en Valdís Þóra gulltryggði farseðil sinn á mótið í lok júní. Skagamærin var nánast örugg inn á Opna breska áður en að hún spilaði frábærlega á móti á Evrópumótaröðinni í Taílandi en þar hafnaði hún í 19. sæti. Valdís Þóra er í 17. sæti á stigalista Evrópumótaraðarinnar en 25 efstu á þeim lista fá þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu. Valdís reyndi án árangurs að komast á Opna breska í gegnum úrtökumót í fyrra. Þetta er í annað sinn sem Valdís Þóra keppir á risamóti en hún var á meðal keppenda á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppti á sama móti í ár. Ólafía Þórunn reynir einmitt að tryggja sér farseðilinn á Opna breska um helgina þegar hún keppir á Opna skoska meistaramótinu í Aberdeen samhliða Valdísi en með góðri spilamennsku þar fer hún á risamótið ásamt henni. Ólafía komst fyrst íslenskra kylfinga á Opna breska meistaramótið í fyrra en Haraldur Franklín Magnús varð annar þegar að hann keppti í Skotlandi fyrir helgi.
Golf Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira