Nóg komið Hörður Ægisson skrifar 9. febrúar 2018 07:00 Áralöngum átökum stjórnvalda við kröfuhafa gömlu bankanna, erlenda vogunarsjóði, lauk sumarið 2015. Óhætt er að segja að þar hafi stjórnvöld haft fullnaðarsigur sem gerði þeim kleift að rjúfa einangrun Íslands við erlenda markaði. Kröfuhafar féllust á að gefa eftir eignir upp á um 500 milljarða auk annarra ráðstafana í því skyni að hægt væri að losa um höftin. Ávinningur Íslands fólst ekki aðeins í beinum stöðugleikaframlögum heldur ekki síður í þeirri staðreynd að haftaáætlunin þótti trúverðug og engin lagaleg eftirmál urðu af aðgerðum stjórnvalda. Það hefur meðal annars skilað sér í því að lánshæfiseinkunn Íslands hefur hækkað hraðar en dæmi eru um í sögunni, vextir hafa lækkað, fjárfesting erlendra aðila stóraukist og erlend staða þjóðarbúsins aldrei verið betri. Nú bregður svo við að þáverandi forsætisráðherra, sem átti ótvírætt einna mestan þátt í því að tryggja þessa niðurstöðu, hefur látið að því liggja að verið sé að hverfa frá þeirri stefnu sem þá var mörkuð í tengslum við yfirstandandi söluferli Kaupþings á hlut sínum í Arion banka. Þar hefur margt verið sagt sem ekki stenst skoðun. Í stað þess að bankinn yrði afhentur ríkinu, sem stóð til boða, var réttilega ákveðið að skynsamlegra væri að fela kröfuhöfum það verkefni – og milljarða króna kostnaðinn sem því fylgir – að koma honum í verð innan ákveðins tíma, með alþjóðlegu útboði og skráningu, en um leið að söluandvirðið færi að mestu til ríkissjóðs. Þetta var snjöll lausn sem er nú að raungerast. Ekkert slíkt væri í burðarliðnum ef bankinn hefði endað í fangi ríkisins. Til að tryggja hagsmuni ríkisins var sett inn ákvæði um forkaupsrétt. Þetta var meðal annars gert til að girða fyrir þann möguleika að kröfuhafar myndu selja bankann á hrakvirði til erlendra sjóða þar sem þeir sjálfir væru hinir endanlegu eigendur. Með öðrum orðum að þeir tækju snúning á ríkið. Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á kaupum vogunarsjóða á 30 prósenta hlut í Arion þá liggur það einfaldlega fyrir, samkvæmt þeim stöðugleikasamningum sem um var samið, að ríkið hafði ekki forkaupsrétt að þeim bréfum. Um þetta er óþarfi að deila – og því síður að gera tortryggilegt. Strangt til tekið fóru þau viðskipti fram á gengi sem var um tíu prósentum hærra en hefði þurft til að virkja forkaupsréttinn. Þá er einnig gert ráð fyrir því að hann sé endurskoðaður við opið útboð enda myndi forkaupsrétturinn að öðrum kosti útiloka í reynd skráningu á bankanum og þar með sölu til almennings. Engin ástæða er til að draga upp þá mynd að Ísland eigi enn í útistöðum við vogunarsjóði gömlu bankanna. Svo er ekki. Staðreyndin er sú að þeim eru settar þröngar skorður, byggt á þeim leikreglum sem stjórnvöld settu með stöðugleikaskilyrðunum, við sölu á Arion banka. Hagsmunir Íslands, beinir og óbeinir, af því að vel takist til við útboð bankans eru ekki síðri en kröfuhafa, sem fá aðeins lítinn hluta söluandvirðisins til sín. Því verður vart trúað að einhver vilji að stjórnvöld leysi til sín þriðja bankann, eitthvað sem þau hafa ekki sjálfdæmi um, og auka enn þá áhættu sem fylgir því að vera með fjármuni sem myndu nema um 30 prósentum af landsframleiðslu bundna í áhættusömum bankarekstri. Ekki er hægt að bjóða upp á þetta rugl mikið lengur. Það er nóg komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Áralöngum átökum stjórnvalda við kröfuhafa gömlu bankanna, erlenda vogunarsjóði, lauk sumarið 2015. Óhætt er að segja að þar hafi stjórnvöld haft fullnaðarsigur sem gerði þeim kleift að rjúfa einangrun Íslands við erlenda markaði. Kröfuhafar féllust á að gefa eftir eignir upp á um 500 milljarða auk annarra ráðstafana í því skyni að hægt væri að losa um höftin. Ávinningur Íslands fólst ekki aðeins í beinum stöðugleikaframlögum heldur ekki síður í þeirri staðreynd að haftaáætlunin þótti trúverðug og engin lagaleg eftirmál urðu af aðgerðum stjórnvalda. Það hefur meðal annars skilað sér í því að lánshæfiseinkunn Íslands hefur hækkað hraðar en dæmi eru um í sögunni, vextir hafa lækkað, fjárfesting erlendra aðila stóraukist og erlend staða þjóðarbúsins aldrei verið betri. Nú bregður svo við að þáverandi forsætisráðherra, sem átti ótvírætt einna mestan þátt í því að tryggja þessa niðurstöðu, hefur látið að því liggja að verið sé að hverfa frá þeirri stefnu sem þá var mörkuð í tengslum við yfirstandandi söluferli Kaupþings á hlut sínum í Arion banka. Þar hefur margt verið sagt sem ekki stenst skoðun. Í stað þess að bankinn yrði afhentur ríkinu, sem stóð til boða, var réttilega ákveðið að skynsamlegra væri að fela kröfuhöfum það verkefni – og milljarða króna kostnaðinn sem því fylgir – að koma honum í verð innan ákveðins tíma, með alþjóðlegu útboði og skráningu, en um leið að söluandvirðið færi að mestu til ríkissjóðs. Þetta var snjöll lausn sem er nú að raungerast. Ekkert slíkt væri í burðarliðnum ef bankinn hefði endað í fangi ríkisins. Til að tryggja hagsmuni ríkisins var sett inn ákvæði um forkaupsrétt. Þetta var meðal annars gert til að girða fyrir þann möguleika að kröfuhafar myndu selja bankann á hrakvirði til erlendra sjóða þar sem þeir sjálfir væru hinir endanlegu eigendur. Með öðrum orðum að þeir tækju snúning á ríkið. Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á kaupum vogunarsjóða á 30 prósenta hlut í Arion þá liggur það einfaldlega fyrir, samkvæmt þeim stöðugleikasamningum sem um var samið, að ríkið hafði ekki forkaupsrétt að þeim bréfum. Um þetta er óþarfi að deila – og því síður að gera tortryggilegt. Strangt til tekið fóru þau viðskipti fram á gengi sem var um tíu prósentum hærra en hefði þurft til að virkja forkaupsréttinn. Þá er einnig gert ráð fyrir því að hann sé endurskoðaður við opið útboð enda myndi forkaupsrétturinn að öðrum kosti útiloka í reynd skráningu á bankanum og þar með sölu til almennings. Engin ástæða er til að draga upp þá mynd að Ísland eigi enn í útistöðum við vogunarsjóði gömlu bankanna. Svo er ekki. Staðreyndin er sú að þeim eru settar þröngar skorður, byggt á þeim leikreglum sem stjórnvöld settu með stöðugleikaskilyrðunum, við sölu á Arion banka. Hagsmunir Íslands, beinir og óbeinir, af því að vel takist til við útboð bankans eru ekki síðri en kröfuhafa, sem fá aðeins lítinn hluta söluandvirðisins til sín. Því verður vart trúað að einhver vilji að stjórnvöld leysi til sín þriðja bankann, eitthvað sem þau hafa ekki sjálfdæmi um, og auka enn þá áhættu sem fylgir því að vera með fjármuni sem myndu nema um 30 prósentum af landsframleiðslu bundna í áhættusömum bankarekstri. Ekki er hægt að bjóða upp á þetta rugl mikið lengur. Það er nóg komið.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun