Hundrað þúsund krónur Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 05:45 Haustið er spennandi tími fyrir flesta krakka. Skólinn og tómstundirnar hefjast á nýjan leik og þau hitta aftur félagana eftir sumarið. Þessi árstími getur hins vegar verið erfiður fyrir börn foreldra sem hafa lítið til skiptanna enda fylgir þessum tímamótum kostnaður sem getur verið þeim ofviða. Varlega áætlað verja foreldrar grunnskólabarns um 100 þúsund krónum á haustin til þess að útbúa barnið fyrir veturinn. Vetrarfatnaður, skór og e.t.v. ný skólataska kostar sitt og fyrir krakka sem stundar íþrótt þarf svo að greiða þátttökugjald í íþróttafélagið og e.t.v. endurnýja búning. Sambærileg útgjöld fylgja tónlistarnámi ef barnið kýs það fram yfir íþróttirnar. Auk þeirra útgjalda sem til falla í upphafi skólaársins greiða foreldrar mánaðarlega um 10 þúsund krónur fyrir hádegismat í skólanum og 17 þúsund krónur fyrir gæslu í frístund ef barnið er í 1.-4. bekk. En kemur ekki eitthvað á móti? Jú, og með ólíkum hætti milli sveitarfélaga. Í Reykjavík er tómstundastyrkur t.d. um 50 þúsund krónur á ári. Oftast dugar hann til að greiða fyrir vorönn í íþróttum eða listnámi. En hvað með barnabæturnar? Jú, þær nýtast fólki vissulega en misjafnlega. Fólk sem býr við kröpp kjör nýtir þær til að eiga fyrir mat út mánuðinn. Það skiptir mestu máli fyrir börn að alast upp við alúð og góð samskipti. Sem betur fer eru flestir foreldrar á Íslandi líka í þeirri stöðu að geta séð börnum sínum farborða, þar skiptir tengslanet stórfjölskyldu og vina miklu máli þegar mikið liggur við. Foreldrar sem leita til Hjálparstarfs kirkjunnar eru hins vegar í þeirri stöðu að hafa ekki efni á að útbúa börnin í upphafi vetrar. Margir þeirra er á leigumarkaði og að sligast undan hárri leigu, fólk sem býr eitt með barni sínu hefur aðeins einar tekjur til að sjá fyrir því og þegar fólk veikist eða slasast getur það haft mjög hamlandi áhrif, líka fjárhagslega. Þegar tengslanetið er gloppótt þurfum við að sanna okkur sem samfélag. Það á ekkert barn að vera útundan. Þau eiga öll að geta notið bernskunnar áhyggjulaus og virk í samfélagi við jafnaldra sína. Að því vill Hjálparstarfið vinna og biður um stuðning með því að senda valgreiðslu í heimabanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Haustið er spennandi tími fyrir flesta krakka. Skólinn og tómstundirnar hefjast á nýjan leik og þau hitta aftur félagana eftir sumarið. Þessi árstími getur hins vegar verið erfiður fyrir börn foreldra sem hafa lítið til skiptanna enda fylgir þessum tímamótum kostnaður sem getur verið þeim ofviða. Varlega áætlað verja foreldrar grunnskólabarns um 100 þúsund krónum á haustin til þess að útbúa barnið fyrir veturinn. Vetrarfatnaður, skór og e.t.v. ný skólataska kostar sitt og fyrir krakka sem stundar íþrótt þarf svo að greiða þátttökugjald í íþróttafélagið og e.t.v. endurnýja búning. Sambærileg útgjöld fylgja tónlistarnámi ef barnið kýs það fram yfir íþróttirnar. Auk þeirra útgjalda sem til falla í upphafi skólaársins greiða foreldrar mánaðarlega um 10 þúsund krónur fyrir hádegismat í skólanum og 17 þúsund krónur fyrir gæslu í frístund ef barnið er í 1.-4. bekk. En kemur ekki eitthvað á móti? Jú, og með ólíkum hætti milli sveitarfélaga. Í Reykjavík er tómstundastyrkur t.d. um 50 þúsund krónur á ári. Oftast dugar hann til að greiða fyrir vorönn í íþróttum eða listnámi. En hvað með barnabæturnar? Jú, þær nýtast fólki vissulega en misjafnlega. Fólk sem býr við kröpp kjör nýtir þær til að eiga fyrir mat út mánuðinn. Það skiptir mestu máli fyrir börn að alast upp við alúð og góð samskipti. Sem betur fer eru flestir foreldrar á Íslandi líka í þeirri stöðu að geta séð börnum sínum farborða, þar skiptir tengslanet stórfjölskyldu og vina miklu máli þegar mikið liggur við. Foreldrar sem leita til Hjálparstarfs kirkjunnar eru hins vegar í þeirri stöðu að hafa ekki efni á að útbúa börnin í upphafi vetrar. Margir þeirra er á leigumarkaði og að sligast undan hárri leigu, fólk sem býr eitt með barni sínu hefur aðeins einar tekjur til að sjá fyrir því og þegar fólk veikist eða slasast getur það haft mjög hamlandi áhrif, líka fjárhagslega. Þegar tengslanetið er gloppótt þurfum við að sanna okkur sem samfélag. Það á ekkert barn að vera útundan. Þau eiga öll að geta notið bernskunnar áhyggjulaus og virk í samfélagi við jafnaldra sína. Að því vill Hjálparstarfið vinna og biður um stuðning með því að senda valgreiðslu í heimabanka.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun