Upphitun: Hver vinnur í gufubaðinu í Singapúr? Bragi Þórðarson skrifar 14. september 2018 06:00 Hamilton mætir til leiks í Singapúr. vísir/getty Um helgina verður keppt undir flóðljósunum við höfn Singapúr er fimmtánda umferðin í Formúlu 1 fer fram. Kappaksturinn er einn sá magnaðasti ár hvert, ekki bara vegna þess að keyrt er að nóttu til, heldur er Marina Bay brautin ein sú erfiðasta á dagatalinu. „Þetta er eins og að keyra í gufubaði‘‘ sagði Stoffel Vandoorne eftir kappaksturinn í Singapúr í fyrra. Lofthiti fer oft yfir 30 gráður og rakastigið er u.þ.b. 80 prósent. Brautin er rúmir fimm kílómetrar að lengd og missa ökumenn þrjú til fjögur kíló í kappakstrinum.10 ár liðin frá „crashgate” Það hefur verið keppt á brautinni öll ár frá 2008 og hafa margir eftirminnilegir kappakstrar átt sér stað í Singapúr. Í fyrra skullu Ferrari bílarnir saman á fyrsta hring með þeim afleiðingum að bæði Kimi Raikkonen og Sebastian Vettel urðu frá að hverfa. Árið 2008, fyrsta ár keppninnar, kom upp eitt vafasamasta augnablik í 60 ára sögu Formúlu 1. Þá klessti Nelson Piquet Jr. Renault bíl sínum á vegg með þeim afleiðingum að öryggisbíllinn var kallaður út. Þá gat liðsfélagi Piquet, Fernando Alonso, farið inná þjónustusvæðið og fyrir vikið vann Alonso kappaksturinn. Ári eftir atvikið kom í ljós að Renault liðið skipaði Piquet að klessa viljandi á vegginn til að fá öryggisbílinn út. Allir helstu stjórnarmenn liðsins voru settir í bann frá Formúlu 1, liðið missti alla styrktaraðila sýna og hætti starfsemi ári seinna. Renault snéri þó aftur í sportið árið 2016.Hvað gerir Vettel sem þarf sigur?vísir/gettyVettel þarf sigur Það var í þessari keppni í fyrra sem að titilslagur Sebastian Vettel tók ranga stefnu eftir samstuðið við Raikkonen. Nú er Þjóðverjinn 30 stigum á eftir aðal keppinauti sínum, Lewis Hamilton, í slagnum um titil ökumanna. Vettel þarf því á sigri að halda ef hann ætlar að stoppa Bretann í að ná sínum fimmta titli. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn sjálfur verður allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Ræsing í kappakstrinum verður klukkan 12 á sunnudaginn. Formúla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Um helgina verður keppt undir flóðljósunum við höfn Singapúr er fimmtánda umferðin í Formúlu 1 fer fram. Kappaksturinn er einn sá magnaðasti ár hvert, ekki bara vegna þess að keyrt er að nóttu til, heldur er Marina Bay brautin ein sú erfiðasta á dagatalinu. „Þetta er eins og að keyra í gufubaði‘‘ sagði Stoffel Vandoorne eftir kappaksturinn í Singapúr í fyrra. Lofthiti fer oft yfir 30 gráður og rakastigið er u.þ.b. 80 prósent. Brautin er rúmir fimm kílómetrar að lengd og missa ökumenn þrjú til fjögur kíló í kappakstrinum.10 ár liðin frá „crashgate” Það hefur verið keppt á brautinni öll ár frá 2008 og hafa margir eftirminnilegir kappakstrar átt sér stað í Singapúr. Í fyrra skullu Ferrari bílarnir saman á fyrsta hring með þeim afleiðingum að bæði Kimi Raikkonen og Sebastian Vettel urðu frá að hverfa. Árið 2008, fyrsta ár keppninnar, kom upp eitt vafasamasta augnablik í 60 ára sögu Formúlu 1. Þá klessti Nelson Piquet Jr. Renault bíl sínum á vegg með þeim afleiðingum að öryggisbíllinn var kallaður út. Þá gat liðsfélagi Piquet, Fernando Alonso, farið inná þjónustusvæðið og fyrir vikið vann Alonso kappaksturinn. Ári eftir atvikið kom í ljós að Renault liðið skipaði Piquet að klessa viljandi á vegginn til að fá öryggisbílinn út. Allir helstu stjórnarmenn liðsins voru settir í bann frá Formúlu 1, liðið missti alla styrktaraðila sýna og hætti starfsemi ári seinna. Renault snéri þó aftur í sportið árið 2016.Hvað gerir Vettel sem þarf sigur?vísir/gettyVettel þarf sigur Það var í þessari keppni í fyrra sem að titilslagur Sebastian Vettel tók ranga stefnu eftir samstuðið við Raikkonen. Nú er Þjóðverjinn 30 stigum á eftir aðal keppinauti sínum, Lewis Hamilton, í slagnum um titil ökumanna. Vettel þarf því á sigri að halda ef hann ætlar að stoppa Bretann í að ná sínum fimmta titli. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn sjálfur verður allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Ræsing í kappakstrinum verður klukkan 12 á sunnudaginn.
Formúla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira