Mannslíf í húfi Arna Ýrr Sigurðardóttir skrifar 13. nóvember 2018 08:55 Ég hef verið hugsi undanfarið yfir umræðunni um fóstureyðingar í tengslum við frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem gerir þungunarrof/fóstureyðingar frjálsar til loka 22. viku meðgöngu. Nokkrar manneskjur hafa stigið fram og mælt bæði með og móti þessari breytingu. Mér finnst allar þessar manneskjur hafa nokkuð til síns máls, en mér finnst ýmislegt vanta í þessa umræðu. Rökin með þessari breytingu á lögum um fóstureyðingar eru þau að sjálfsákvörðunarréttur kvenna verður virtur enn meir en nú er, og svigrúm kvenna til fóstureyðinga í ítrustu aðstæðum er aukið, þannig að ef frumvarpið yrði að lögum mætti skv. því binda endi á líf fósturs í móðurkviði (því þungunarrof snýst einmitt um það, gleymum því ekki) fram yfir miðja meðgöngu, án allra skilyrða. Sigurlaug Benediktsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, skrifaði ágætan pistil í Fréttablaðið þann 2. nóvember um málið, þar sem hún notaði þrjú dæmi úr sínu starfi sem rök fyrir því að þetta úrræði þyrfti að vera til staðar. Á móti hafa komið fram rök sem benda á að á sama tíma og við erum að leggja allt í sölurnar til að bjarga lífi fyrirbura, erum við að leyfa eyðingu fóstra sem eru á svipuðu reki. Þetta kom m.a. fram í grein Ebbu Margrétar Magnúsdóttur, fæðinga- og kvensjúkdómalæknis í Fréttablaðinu þann 7. okt. sl. Þar að auki eru stór siðferðileg álitamál sem lúta að réttindum þeirra fóstra sem greinast með fötlun, og þeim skilaboðum sem við sendum fötluðu fólki í samfélaginu, m.a. í gegnum heilbrigðiskerfið, sem jafnvel þrýstir á fólk að láta eyða fóstrum sem líkur eru á að séu með fötlun. Ég hef sjálf farið í fóstureyðingu, og ég þekki margar konur sem hafa tekið þessa erfiðu ákvörðun einhvern tíma á lífsleiðinni. Þessi ákvörðun er aldrei auðveld, og verður á endanum alltaf ákvörðun konunnar sem tekur hana. Þá ákvörðun eigum við að virða, og styðja hana á allan hátt. En ég set stór spurningarmerki við þær áherslur samfélagsins sem birtast í frumvarpi heilbrigðisráðherra, að fóstureyðingar séu heppileg og sjálfsögð lausn á allt að fjórðungi ótímabærra og óæskilegra þungana á Íslandi. Það hlýtur að vera hægt að setja lög sem gera ráð fyrir þessum örfáu undantekningartilfellum sem Sigurbjörg segir frá í sinni ágætu grein, án þess að gefa ungu fólki þau skilaboð að óvarið og óábyrgt kynlíf sé ekkert mál, því það sé svo lítið mál að fara í fóstureyðingu. Það á ekki að vera lítið mál að fara í fóstureyðingu, og þess vegna set ég líka spurningarmerki við notkun veigrunarorðsins þungunarrof, sem fjarlægir konuna frá þeirri gríðarlegu ábyrgð sem hún stendur frammi fyrir þegar hún ákveður að eyða lífi. Hvers vegna í ósköpunum eru getnaðarvarnir ekki ókeypis á Íslandi? Hvers vegna í ósköpunum er ekki aukin kynfræðsla í skólunum, þar sem er lögð áhersla á ábyrgt kynlíf? Og þar á ég að sjálfsögðu við ábyrgð beggja kynja, því að þarna er mjög mikilvægt að kenna drengjunum okkar ábyrga kynhegðun. Erum við Íslendingar virkilega stolt af því að á Íslandi eru flestar fóstureyðingar á Norðurlöndunum? Og mest tíðni kynsjúkdóma? Fóstureyðingalög eru lög sem ná yfir allan málaflokkinn, sem er auðvitað mjög víðtækur. En það hlýtur að vera hægt að gera ráð fyrir þessum fáu undantekningartilfellum án þess að taka í burtu þá umgjörð sem nú er, sem hefur þó veitt konum ákveðinn ramma og utanumhald á erfiðum stundum lífsins. Ég tala út frá eigin reynslu þegar ég segi að ég þurfti verulega á því að halda að hafa aðgang að fagmanneskju sem hjálpaði mér í minni sálarglímu þegar ég stóð frammi fyrir erfiðri ákvörðun. Ég sé fyrir mér að ef þessi lög verða samþykkt, verði um leið lögð niður sú þjónusta sem hefur staðið konum til boða, m.a. lækna og sálfræðinga, og þar með sparaður heilmikill peningur. Hvernig væri að við spöruðum samfélaginu frekar pening með því að vinna að því að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir? Þetta bendir t.d. Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á Landspítalanum á í viðtali á mbl.is 4. apríl 2017. Og konur sem eru í sem mestri neyð, eins og t.d. tilfellin sem Sigurbjörg lýsir í pistli sínum, þær þurfa svo sannarlega á bæði læknisfræðilegum og félagslegum stuðningi að halda í sínum aðstæðum. Lögin eiga að sjálfsögðu að gera ráð fyrir því. Ég styð eindregið ákvörðunarrétt hverrar konu yfir sínum líkama. En um leið og fóstureyðing er alfarið ákvörðun hverrar konu, þurfum við sem samfélag að tala um það hvaða áherslur við viljum leggja þegar kemur að viðkvæmum málum sem varða mannslíf, því það eru jú mannslíf í húfi.Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég hef verið hugsi undanfarið yfir umræðunni um fóstureyðingar í tengslum við frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem gerir þungunarrof/fóstureyðingar frjálsar til loka 22. viku meðgöngu. Nokkrar manneskjur hafa stigið fram og mælt bæði með og móti þessari breytingu. Mér finnst allar þessar manneskjur hafa nokkuð til síns máls, en mér finnst ýmislegt vanta í þessa umræðu. Rökin með þessari breytingu á lögum um fóstureyðingar eru þau að sjálfsákvörðunarréttur kvenna verður virtur enn meir en nú er, og svigrúm kvenna til fóstureyðinga í ítrustu aðstæðum er aukið, þannig að ef frumvarpið yrði að lögum mætti skv. því binda endi á líf fósturs í móðurkviði (því þungunarrof snýst einmitt um það, gleymum því ekki) fram yfir miðja meðgöngu, án allra skilyrða. Sigurlaug Benediktsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, skrifaði ágætan pistil í Fréttablaðið þann 2. nóvember um málið, þar sem hún notaði þrjú dæmi úr sínu starfi sem rök fyrir því að þetta úrræði þyrfti að vera til staðar. Á móti hafa komið fram rök sem benda á að á sama tíma og við erum að leggja allt í sölurnar til að bjarga lífi fyrirbura, erum við að leyfa eyðingu fóstra sem eru á svipuðu reki. Þetta kom m.a. fram í grein Ebbu Margrétar Magnúsdóttur, fæðinga- og kvensjúkdómalæknis í Fréttablaðinu þann 7. okt. sl. Þar að auki eru stór siðferðileg álitamál sem lúta að réttindum þeirra fóstra sem greinast með fötlun, og þeim skilaboðum sem við sendum fötluðu fólki í samfélaginu, m.a. í gegnum heilbrigðiskerfið, sem jafnvel þrýstir á fólk að láta eyða fóstrum sem líkur eru á að séu með fötlun. Ég hef sjálf farið í fóstureyðingu, og ég þekki margar konur sem hafa tekið þessa erfiðu ákvörðun einhvern tíma á lífsleiðinni. Þessi ákvörðun er aldrei auðveld, og verður á endanum alltaf ákvörðun konunnar sem tekur hana. Þá ákvörðun eigum við að virða, og styðja hana á allan hátt. En ég set stór spurningarmerki við þær áherslur samfélagsins sem birtast í frumvarpi heilbrigðisráðherra, að fóstureyðingar séu heppileg og sjálfsögð lausn á allt að fjórðungi ótímabærra og óæskilegra þungana á Íslandi. Það hlýtur að vera hægt að setja lög sem gera ráð fyrir þessum örfáu undantekningartilfellum sem Sigurbjörg segir frá í sinni ágætu grein, án þess að gefa ungu fólki þau skilaboð að óvarið og óábyrgt kynlíf sé ekkert mál, því það sé svo lítið mál að fara í fóstureyðingu. Það á ekki að vera lítið mál að fara í fóstureyðingu, og þess vegna set ég líka spurningarmerki við notkun veigrunarorðsins þungunarrof, sem fjarlægir konuna frá þeirri gríðarlegu ábyrgð sem hún stendur frammi fyrir þegar hún ákveður að eyða lífi. Hvers vegna í ósköpunum eru getnaðarvarnir ekki ókeypis á Íslandi? Hvers vegna í ósköpunum er ekki aukin kynfræðsla í skólunum, þar sem er lögð áhersla á ábyrgt kynlíf? Og þar á ég að sjálfsögðu við ábyrgð beggja kynja, því að þarna er mjög mikilvægt að kenna drengjunum okkar ábyrga kynhegðun. Erum við Íslendingar virkilega stolt af því að á Íslandi eru flestar fóstureyðingar á Norðurlöndunum? Og mest tíðni kynsjúkdóma? Fóstureyðingalög eru lög sem ná yfir allan málaflokkinn, sem er auðvitað mjög víðtækur. En það hlýtur að vera hægt að gera ráð fyrir þessum fáu undantekningartilfellum án þess að taka í burtu þá umgjörð sem nú er, sem hefur þó veitt konum ákveðinn ramma og utanumhald á erfiðum stundum lífsins. Ég tala út frá eigin reynslu þegar ég segi að ég þurfti verulega á því að halda að hafa aðgang að fagmanneskju sem hjálpaði mér í minni sálarglímu þegar ég stóð frammi fyrir erfiðri ákvörðun. Ég sé fyrir mér að ef þessi lög verða samþykkt, verði um leið lögð niður sú þjónusta sem hefur staðið konum til boða, m.a. lækna og sálfræðinga, og þar með sparaður heilmikill peningur. Hvernig væri að við spöruðum samfélaginu frekar pening með því að vinna að því að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir? Þetta bendir t.d. Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á Landspítalanum á í viðtali á mbl.is 4. apríl 2017. Og konur sem eru í sem mestri neyð, eins og t.d. tilfellin sem Sigurbjörg lýsir í pistli sínum, þær þurfa svo sannarlega á bæði læknisfræðilegum og félagslegum stuðningi að halda í sínum aðstæðum. Lögin eiga að sjálfsögðu að gera ráð fyrir því. Ég styð eindregið ákvörðunarrétt hverrar konu yfir sínum líkama. En um leið og fóstureyðing er alfarið ákvörðun hverrar konu, þurfum við sem samfélag að tala um það hvaða áherslur við viljum leggja þegar kemur að viðkvæmum málum sem varða mannslíf, því það eru jú mannslíf í húfi.Höfundur er prestur.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun