Mannslíf í húfi Arna Ýrr Sigurðardóttir skrifar 13. nóvember 2018 08:55 Ég hef verið hugsi undanfarið yfir umræðunni um fóstureyðingar í tengslum við frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem gerir þungunarrof/fóstureyðingar frjálsar til loka 22. viku meðgöngu. Nokkrar manneskjur hafa stigið fram og mælt bæði með og móti þessari breytingu. Mér finnst allar þessar manneskjur hafa nokkuð til síns máls, en mér finnst ýmislegt vanta í þessa umræðu. Rökin með þessari breytingu á lögum um fóstureyðingar eru þau að sjálfsákvörðunarréttur kvenna verður virtur enn meir en nú er, og svigrúm kvenna til fóstureyðinga í ítrustu aðstæðum er aukið, þannig að ef frumvarpið yrði að lögum mætti skv. því binda endi á líf fósturs í móðurkviði (því þungunarrof snýst einmitt um það, gleymum því ekki) fram yfir miðja meðgöngu, án allra skilyrða. Sigurlaug Benediktsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, skrifaði ágætan pistil í Fréttablaðið þann 2. nóvember um málið, þar sem hún notaði þrjú dæmi úr sínu starfi sem rök fyrir því að þetta úrræði þyrfti að vera til staðar. Á móti hafa komið fram rök sem benda á að á sama tíma og við erum að leggja allt í sölurnar til að bjarga lífi fyrirbura, erum við að leyfa eyðingu fóstra sem eru á svipuðu reki. Þetta kom m.a. fram í grein Ebbu Margrétar Magnúsdóttur, fæðinga- og kvensjúkdómalæknis í Fréttablaðinu þann 7. okt. sl. Þar að auki eru stór siðferðileg álitamál sem lúta að réttindum þeirra fóstra sem greinast með fötlun, og þeim skilaboðum sem við sendum fötluðu fólki í samfélaginu, m.a. í gegnum heilbrigðiskerfið, sem jafnvel þrýstir á fólk að láta eyða fóstrum sem líkur eru á að séu með fötlun. Ég hef sjálf farið í fóstureyðingu, og ég þekki margar konur sem hafa tekið þessa erfiðu ákvörðun einhvern tíma á lífsleiðinni. Þessi ákvörðun er aldrei auðveld, og verður á endanum alltaf ákvörðun konunnar sem tekur hana. Þá ákvörðun eigum við að virða, og styðja hana á allan hátt. En ég set stór spurningarmerki við þær áherslur samfélagsins sem birtast í frumvarpi heilbrigðisráðherra, að fóstureyðingar séu heppileg og sjálfsögð lausn á allt að fjórðungi ótímabærra og óæskilegra þungana á Íslandi. Það hlýtur að vera hægt að setja lög sem gera ráð fyrir þessum örfáu undantekningartilfellum sem Sigurbjörg segir frá í sinni ágætu grein, án þess að gefa ungu fólki þau skilaboð að óvarið og óábyrgt kynlíf sé ekkert mál, því það sé svo lítið mál að fara í fóstureyðingu. Það á ekki að vera lítið mál að fara í fóstureyðingu, og þess vegna set ég líka spurningarmerki við notkun veigrunarorðsins þungunarrof, sem fjarlægir konuna frá þeirri gríðarlegu ábyrgð sem hún stendur frammi fyrir þegar hún ákveður að eyða lífi. Hvers vegna í ósköpunum eru getnaðarvarnir ekki ókeypis á Íslandi? Hvers vegna í ósköpunum er ekki aukin kynfræðsla í skólunum, þar sem er lögð áhersla á ábyrgt kynlíf? Og þar á ég að sjálfsögðu við ábyrgð beggja kynja, því að þarna er mjög mikilvægt að kenna drengjunum okkar ábyrga kynhegðun. Erum við Íslendingar virkilega stolt af því að á Íslandi eru flestar fóstureyðingar á Norðurlöndunum? Og mest tíðni kynsjúkdóma? Fóstureyðingalög eru lög sem ná yfir allan málaflokkinn, sem er auðvitað mjög víðtækur. En það hlýtur að vera hægt að gera ráð fyrir þessum fáu undantekningartilfellum án þess að taka í burtu þá umgjörð sem nú er, sem hefur þó veitt konum ákveðinn ramma og utanumhald á erfiðum stundum lífsins. Ég tala út frá eigin reynslu þegar ég segi að ég þurfti verulega á því að halda að hafa aðgang að fagmanneskju sem hjálpaði mér í minni sálarglímu þegar ég stóð frammi fyrir erfiðri ákvörðun. Ég sé fyrir mér að ef þessi lög verða samþykkt, verði um leið lögð niður sú þjónusta sem hefur staðið konum til boða, m.a. lækna og sálfræðinga, og þar með sparaður heilmikill peningur. Hvernig væri að við spöruðum samfélaginu frekar pening með því að vinna að því að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir? Þetta bendir t.d. Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á Landspítalanum á í viðtali á mbl.is 4. apríl 2017. Og konur sem eru í sem mestri neyð, eins og t.d. tilfellin sem Sigurbjörg lýsir í pistli sínum, þær þurfa svo sannarlega á bæði læknisfræðilegum og félagslegum stuðningi að halda í sínum aðstæðum. Lögin eiga að sjálfsögðu að gera ráð fyrir því. Ég styð eindregið ákvörðunarrétt hverrar konu yfir sínum líkama. En um leið og fóstureyðing er alfarið ákvörðun hverrar konu, þurfum við sem samfélag að tala um það hvaða áherslur við viljum leggja þegar kemur að viðkvæmum málum sem varða mannslíf, því það eru jú mannslíf í húfi.Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið hugsi undanfarið yfir umræðunni um fóstureyðingar í tengslum við frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem gerir þungunarrof/fóstureyðingar frjálsar til loka 22. viku meðgöngu. Nokkrar manneskjur hafa stigið fram og mælt bæði með og móti þessari breytingu. Mér finnst allar þessar manneskjur hafa nokkuð til síns máls, en mér finnst ýmislegt vanta í þessa umræðu. Rökin með þessari breytingu á lögum um fóstureyðingar eru þau að sjálfsákvörðunarréttur kvenna verður virtur enn meir en nú er, og svigrúm kvenna til fóstureyðinga í ítrustu aðstæðum er aukið, þannig að ef frumvarpið yrði að lögum mætti skv. því binda endi á líf fósturs í móðurkviði (því þungunarrof snýst einmitt um það, gleymum því ekki) fram yfir miðja meðgöngu, án allra skilyrða. Sigurlaug Benediktsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, skrifaði ágætan pistil í Fréttablaðið þann 2. nóvember um málið, þar sem hún notaði þrjú dæmi úr sínu starfi sem rök fyrir því að þetta úrræði þyrfti að vera til staðar. Á móti hafa komið fram rök sem benda á að á sama tíma og við erum að leggja allt í sölurnar til að bjarga lífi fyrirbura, erum við að leyfa eyðingu fóstra sem eru á svipuðu reki. Þetta kom m.a. fram í grein Ebbu Margrétar Magnúsdóttur, fæðinga- og kvensjúkdómalæknis í Fréttablaðinu þann 7. okt. sl. Þar að auki eru stór siðferðileg álitamál sem lúta að réttindum þeirra fóstra sem greinast með fötlun, og þeim skilaboðum sem við sendum fötluðu fólki í samfélaginu, m.a. í gegnum heilbrigðiskerfið, sem jafnvel þrýstir á fólk að láta eyða fóstrum sem líkur eru á að séu með fötlun. Ég hef sjálf farið í fóstureyðingu, og ég þekki margar konur sem hafa tekið þessa erfiðu ákvörðun einhvern tíma á lífsleiðinni. Þessi ákvörðun er aldrei auðveld, og verður á endanum alltaf ákvörðun konunnar sem tekur hana. Þá ákvörðun eigum við að virða, og styðja hana á allan hátt. En ég set stór spurningarmerki við þær áherslur samfélagsins sem birtast í frumvarpi heilbrigðisráðherra, að fóstureyðingar séu heppileg og sjálfsögð lausn á allt að fjórðungi ótímabærra og óæskilegra þungana á Íslandi. Það hlýtur að vera hægt að setja lög sem gera ráð fyrir þessum örfáu undantekningartilfellum sem Sigurbjörg segir frá í sinni ágætu grein, án þess að gefa ungu fólki þau skilaboð að óvarið og óábyrgt kynlíf sé ekkert mál, því það sé svo lítið mál að fara í fóstureyðingu. Það á ekki að vera lítið mál að fara í fóstureyðingu, og þess vegna set ég líka spurningarmerki við notkun veigrunarorðsins þungunarrof, sem fjarlægir konuna frá þeirri gríðarlegu ábyrgð sem hún stendur frammi fyrir þegar hún ákveður að eyða lífi. Hvers vegna í ósköpunum eru getnaðarvarnir ekki ókeypis á Íslandi? Hvers vegna í ósköpunum er ekki aukin kynfræðsla í skólunum, þar sem er lögð áhersla á ábyrgt kynlíf? Og þar á ég að sjálfsögðu við ábyrgð beggja kynja, því að þarna er mjög mikilvægt að kenna drengjunum okkar ábyrga kynhegðun. Erum við Íslendingar virkilega stolt af því að á Íslandi eru flestar fóstureyðingar á Norðurlöndunum? Og mest tíðni kynsjúkdóma? Fóstureyðingalög eru lög sem ná yfir allan málaflokkinn, sem er auðvitað mjög víðtækur. En það hlýtur að vera hægt að gera ráð fyrir þessum fáu undantekningartilfellum án þess að taka í burtu þá umgjörð sem nú er, sem hefur þó veitt konum ákveðinn ramma og utanumhald á erfiðum stundum lífsins. Ég tala út frá eigin reynslu þegar ég segi að ég þurfti verulega á því að halda að hafa aðgang að fagmanneskju sem hjálpaði mér í minni sálarglímu þegar ég stóð frammi fyrir erfiðri ákvörðun. Ég sé fyrir mér að ef þessi lög verða samþykkt, verði um leið lögð niður sú þjónusta sem hefur staðið konum til boða, m.a. lækna og sálfræðinga, og þar með sparaður heilmikill peningur. Hvernig væri að við spöruðum samfélaginu frekar pening með því að vinna að því að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir? Þetta bendir t.d. Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á Landspítalanum á í viðtali á mbl.is 4. apríl 2017. Og konur sem eru í sem mestri neyð, eins og t.d. tilfellin sem Sigurbjörg lýsir í pistli sínum, þær þurfa svo sannarlega á bæði læknisfræðilegum og félagslegum stuðningi að halda í sínum aðstæðum. Lögin eiga að sjálfsögðu að gera ráð fyrir því. Ég styð eindregið ákvörðunarrétt hverrar konu yfir sínum líkama. En um leið og fóstureyðing er alfarið ákvörðun hverrar konu, þurfum við sem samfélag að tala um það hvaða áherslur við viljum leggja þegar kemur að viðkvæmum málum sem varða mannslíf, því það eru jú mannslíf í húfi.Höfundur er prestur.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun