Formaður VR veður reyk Björn Jón Bragason skrifar 6. desember 2018 07:00 Ég er líklega ekki einn um að hafa fyllst undrun þegar ég heyrði formann VR velta því upp í fréttaskýringarþættinum Kveik í Ríkissjónvarpinu á dögunum hvort ekki væri rétt að verkalýðshreyfingin beitti áhrifum sínum innan lífeyrissjóða til að „skrúfa fyrir allar fjárfestingar“ meðan óvissa ríkti um niðurstöðu kjarasamninga. Mér er málið skylt, rétt eins og stórum hluta þjóðarinnar. Ég hef verið félagsmaður í VR og sjóðfélagi í Lífeyrissjóði verslunarmanna í 18 ár. Með yfirlýsingum sínum gengur formaður VR gegn hagsmunum mínum og annarra sjóðfélaga í Lífeyrissjóði verslunarmanna. Hlutverk lífeyrissjóða er að taka á móti iðgjöldum, ávaxta þau með sem bestum hætti og greiða sjóðfélögum út lífeyri eftir starfslok. Það fer beinlínis í bága við lög að beita sjóðunum í þágu annarra markmiða. Mér finnst einnig ástæða til að vekja athygli formanns VR á að þó svo að fjórir stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verslunarmanna sitji í umboði félagsins þá eru þeir óháðir. Þeir bera eingöngu skyldur og ábyrgð gagnvart sjóðfélögum og mega ekki taka við fyrirmælum frá formanni VR eða öðrum. Og öllum má ljóst vera að það er ekki hagsmunamál okkar sjóðfélaga að gera fjárfestingar Lífeyrissjóðs verslunarmanna að tæki í baráttu formanns VR. Þess yrði þá ekki langt að bíða að fulltrúar atvinnurekenda gripu til sama óyndisúrræðis og beittu sjóðunum í eigin þágu. Raunar er þetta síður en svo í fyrsta skiptið sem formaður VR hefur uppi sérstæðar yfirlýsingar. Hann hefur til að mynda boðað skæruverkföll og kynnti nýlega kröfugerð sem er til þess fallin að koma verðbólgunni á nýjan leik í tveggja stafa tölu. Formaðurinn gerir okkur félagsmönnum ekkert gagn með illa ígrunduðum gífuryrðum. Við ríkjandi aðstæður í þjóðfélaginu skiptir meginmáli að verja þá kaupmáttaraukningu sem orðið hefur á undanförnum árum. Við þá vinnu mættu viðsemjendur hafa í huga þessi orð Jóns Sigurðssonar forseta sem birtust í Nýjum félagsritum árið 1841: „Kjör manna, stétta og þjóða eru svo samtvinnuð, að eins gagn er í rauninni allra gagn og eins skaði allra skaði.Höfundur er sagnfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Ég er líklega ekki einn um að hafa fyllst undrun þegar ég heyrði formann VR velta því upp í fréttaskýringarþættinum Kveik í Ríkissjónvarpinu á dögunum hvort ekki væri rétt að verkalýðshreyfingin beitti áhrifum sínum innan lífeyrissjóða til að „skrúfa fyrir allar fjárfestingar“ meðan óvissa ríkti um niðurstöðu kjarasamninga. Mér er málið skylt, rétt eins og stórum hluta þjóðarinnar. Ég hef verið félagsmaður í VR og sjóðfélagi í Lífeyrissjóði verslunarmanna í 18 ár. Með yfirlýsingum sínum gengur formaður VR gegn hagsmunum mínum og annarra sjóðfélaga í Lífeyrissjóði verslunarmanna. Hlutverk lífeyrissjóða er að taka á móti iðgjöldum, ávaxta þau með sem bestum hætti og greiða sjóðfélögum út lífeyri eftir starfslok. Það fer beinlínis í bága við lög að beita sjóðunum í þágu annarra markmiða. Mér finnst einnig ástæða til að vekja athygli formanns VR á að þó svo að fjórir stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verslunarmanna sitji í umboði félagsins þá eru þeir óháðir. Þeir bera eingöngu skyldur og ábyrgð gagnvart sjóðfélögum og mega ekki taka við fyrirmælum frá formanni VR eða öðrum. Og öllum má ljóst vera að það er ekki hagsmunamál okkar sjóðfélaga að gera fjárfestingar Lífeyrissjóðs verslunarmanna að tæki í baráttu formanns VR. Þess yrði þá ekki langt að bíða að fulltrúar atvinnurekenda gripu til sama óyndisúrræðis og beittu sjóðunum í eigin þágu. Raunar er þetta síður en svo í fyrsta skiptið sem formaður VR hefur uppi sérstæðar yfirlýsingar. Hann hefur til að mynda boðað skæruverkföll og kynnti nýlega kröfugerð sem er til þess fallin að koma verðbólgunni á nýjan leik í tveggja stafa tölu. Formaðurinn gerir okkur félagsmönnum ekkert gagn með illa ígrunduðum gífuryrðum. Við ríkjandi aðstæður í þjóðfélaginu skiptir meginmáli að verja þá kaupmáttaraukningu sem orðið hefur á undanförnum árum. Við þá vinnu mættu viðsemjendur hafa í huga þessi orð Jóns Sigurðssonar forseta sem birtust í Nýjum félagsritum árið 1841: „Kjör manna, stétta og þjóða eru svo samtvinnuð, að eins gagn er í rauninni allra gagn og eins skaði allra skaði.Höfundur er sagnfræðingur
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar