Gulu vestin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 17. desember 2018 07:00 Það eru ýmsir sem vilja gerast alvöru mótmælendur og fara um brjótandi og bramlandi, eins og stundað hefur verið í Frakklandi síðustu vikur. Þar klæðast mótmælendur gulum vestum og ganga um höfuðborg sína og velta bílum og kveikja í þeim, brjóta rúður verslana og fyrirtækja og slást við lögreglumenn. Meðan á þessum átökum stendur geta friðsamir borgarar lítið annað gert en haldið sig innan dyra. Þeim er ekki óhætt að fara út. Með sanni má þetta kallast ömurlegt ástand sem enginn ætti að þurfa að búa við. Allir ættu að eiga auðvelt með að setja sig í spor fólks sem óttast um öryggi sitt og sinna vegna djöfulgangs óeirðaseggja. Gulu vestin eru orðin tákn um ofbeldisfull mótmæli sem enginn ætti að vera stoltur af. Verkalýðsforingjarnir Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson virðast hins vegar horfa til hinna frönsku mótmælenda með velþóknun og jafnvel vott af öfund. Báðir hafa stoltir tilkynnt að þeir hafi pantað sér gul vesti. Eins og við var að búast hafa vestin sömuleiðis gert lukku innan Sósíalistaflokksins þar sem þau hafa verið til sölu. Á þeim kontór er beðið með mikilli óþreyju eftir byltingunni. Hætt er við að sú bið verði æði löng, ef ekki bara endalaus. Íslenska þjóðin er engan veginn í byltingarhugleiðingum, þótt einstaka hópar láti sig dreyma um annað og dundi við það flestum stundum að fara með frasakennt söngl og ofurþreytandi stagl úr handbókum kommúnismans. Þjóðin fylgir þessum hópum ekki að málum. Hún kærir sig alls ekki um mótmæli í anda þeirra sem stunduð eru í París og setur ekki á stall ofbeldisfulla mótmælendur sem skemma og skaða. Slíkir mótmælendur verða aldrei fulltrúar venjulegs fólks, þótt þeir hafi sjálfir stór orð um að þeir séu það einmitt. Um leið og þeir segjast starfa í þágu góðs málstaðar og í baráttu fyrir fólkið eru þeir eru að skaða náungann með því að eyðileggja eigur hann. Það er ekkert aðdáunarvert við ofbeldisfull mótmæli. Gulu vestin eru ekki tákn um baráttuhug og vilja til að breyta hlutum til hins betra. Þau eru tákn um ofbeldisaðgerðir sem allt siðað fólk hlýtur að hafa skömm á. Í ljósi þess getur það ekki talist lofsvert framtak að panta sér gult vesti og furðulegt að stæra sig af því. Merkilegt er að fólk sem er í forsvari verkalýðshreyfingar hér á landi og segist vilja breyta hlutum til batnaðar skuli líta til þessa ofbeldisfullu mótmælenda í París með lotningu og sjá í þeim sannar fyrirmyndir. Hugsun þessa fólks virðist vera: „En sniðugt, svona þurfum við einmitt að gera á Íslandi!“ Verkalýðsforingjarnir verða að átta sig á og viðurkenna að það er engan veginn í þágu almennings á Íslandi að hér skapist upplausn og sundrung, hvað þá að gripið verði til ofbeldisfullra mótmæla. Hinir herskáu verkalýðsforingjar hér á landi myndu gera vel í því að taka sinnuskiptum. Heppilegt væri að byrja á því að sýna auðmýkt með því að pakka niður gulu vestunum sínum og viðurkenna að hafa hlaupið illilega á sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það eru ýmsir sem vilja gerast alvöru mótmælendur og fara um brjótandi og bramlandi, eins og stundað hefur verið í Frakklandi síðustu vikur. Þar klæðast mótmælendur gulum vestum og ganga um höfuðborg sína og velta bílum og kveikja í þeim, brjóta rúður verslana og fyrirtækja og slást við lögreglumenn. Meðan á þessum átökum stendur geta friðsamir borgarar lítið annað gert en haldið sig innan dyra. Þeim er ekki óhætt að fara út. Með sanni má þetta kallast ömurlegt ástand sem enginn ætti að þurfa að búa við. Allir ættu að eiga auðvelt með að setja sig í spor fólks sem óttast um öryggi sitt og sinna vegna djöfulgangs óeirðaseggja. Gulu vestin eru orðin tákn um ofbeldisfull mótmæli sem enginn ætti að vera stoltur af. Verkalýðsforingjarnir Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson virðast hins vegar horfa til hinna frönsku mótmælenda með velþóknun og jafnvel vott af öfund. Báðir hafa stoltir tilkynnt að þeir hafi pantað sér gul vesti. Eins og við var að búast hafa vestin sömuleiðis gert lukku innan Sósíalistaflokksins þar sem þau hafa verið til sölu. Á þeim kontór er beðið með mikilli óþreyju eftir byltingunni. Hætt er við að sú bið verði æði löng, ef ekki bara endalaus. Íslenska þjóðin er engan veginn í byltingarhugleiðingum, þótt einstaka hópar láti sig dreyma um annað og dundi við það flestum stundum að fara með frasakennt söngl og ofurþreytandi stagl úr handbókum kommúnismans. Þjóðin fylgir þessum hópum ekki að málum. Hún kærir sig alls ekki um mótmæli í anda þeirra sem stunduð eru í París og setur ekki á stall ofbeldisfulla mótmælendur sem skemma og skaða. Slíkir mótmælendur verða aldrei fulltrúar venjulegs fólks, þótt þeir hafi sjálfir stór orð um að þeir séu það einmitt. Um leið og þeir segjast starfa í þágu góðs málstaðar og í baráttu fyrir fólkið eru þeir eru að skaða náungann með því að eyðileggja eigur hann. Það er ekkert aðdáunarvert við ofbeldisfull mótmæli. Gulu vestin eru ekki tákn um baráttuhug og vilja til að breyta hlutum til hins betra. Þau eru tákn um ofbeldisaðgerðir sem allt siðað fólk hlýtur að hafa skömm á. Í ljósi þess getur það ekki talist lofsvert framtak að panta sér gult vesti og furðulegt að stæra sig af því. Merkilegt er að fólk sem er í forsvari verkalýðshreyfingar hér á landi og segist vilja breyta hlutum til batnaðar skuli líta til þessa ofbeldisfullu mótmælenda í París með lotningu og sjá í þeim sannar fyrirmyndir. Hugsun þessa fólks virðist vera: „En sniðugt, svona þurfum við einmitt að gera á Íslandi!“ Verkalýðsforingjarnir verða að átta sig á og viðurkenna að það er engan veginn í þágu almennings á Íslandi að hér skapist upplausn og sundrung, hvað þá að gripið verði til ofbeldisfullra mótmæla. Hinir herskáu verkalýðsforingjar hér á landi myndu gera vel í því að taka sinnuskiptum. Heppilegt væri að byrja á því að sýna auðmýkt með því að pakka niður gulu vestunum sínum og viðurkenna að hafa hlaupið illilega á sig.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun