Opna nýjar stöðvar í líkamsræktaræði Baldur Guðmundsson skrifar 3. janúar 2018 06:00 Að sögn Björns í World Class hefur korthöfum fjölgað um 20 prósent tvö ár í röð. Hann stefnir á opnun 15. stöðvarinnar. vísir/andri marinó Tvær stærstu líkamsræktarkeðjur landsins áforma að opna nýjar stöðvar fyrir haustið. Forsvarsmönnum þeirra ber saman um að mikill uppgangur sé í geiranum og að korthöfum fjölgi ár frá ári. Björn Leifsson, eigandi World Class, segir að undanfarin tvö ár hafi fjölgun korthafa numið 20 prósentum, hvort ár. World Class tók um áramótin við rekstri Átaks-stöðvanna á Akureyri. Í haust stendur til að taka í notkun nýja stöð sem verið er að byggja á Völlunum í Hafnarfirði. Um verður að ræða fimmtándu World Class-stöðina en hún verður um 2.200 fermetrar. Þá segir Björn á teikniborðinu að byggja við stöðina í Mosfellsbæ. „Það er allt að gerast,“ segir hann. Björn rekur þessa aukningu til nokkurra þátta. Hann bendir á að fólki fjölgi hratt á höfuðborgarsvæðinu. Önnur ástæða sé sú að á hverju ári bætist við kúnnahópinn heill árgangur af ungu fólki sem hreyfi sig. Þá gengur fólk síður úr skaftinu fyrir aldurs sakir. „Þegar ég var að byrja, fyrir 33 árum, voru þeir ekki eldri en þrítugir sem stunduðu þetta. Nú er svo komið að hjá mér er töluvert af fólki sem er komið yfir áttrætt.“ Hann segir aðsóknina í heita sali sífellt að aukast og að salir hitaðir með innrauðum geislum hafi notið sérstakra vinsælda. Tveir slíkir salir séu með þannig búnaði í Faxafeni, þar sem Reebok opnaði stöð í nóvember og að slíkur salur verði einnig í Lambhaga. „Þetta er ekki eins og að labba inn í sjóðandi gufubað, heldur gengur þú inn í þægilegan hita. Þú finnur fyrir hitanum eins og þú sætir í sólbaði,“ útskýrir hann. Líkamsræktarkort í World Class kostar 6.840 krónur á mánuði en viðskiptavinurinn er þá bundinn í tvo mánuði. Það gera ríflega 82 þúsund krónur á ári. Innifalinn er aðgangur að öllum stöðvum World Class og sex sundlaugum. Námsmenn fá betri kjör, gegn framvísun skólakorts. Tólf mánaða áskrift að líkamsræktarstöðvum Reebok, og þremur sundlaugum, kostar 5.840 krónur á mánuði, eða um 70 þúsund krónur á ári. Hægt er að kaupa áskrift án bindingar fyrir 6.540 krónur á mánuði, eða um 78 þúsund krónur. Báðar stöðvar bjóða upp á fjölbreytt úrval opinna tíma fyrir korthafa. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Sjá meira
Tvær stærstu líkamsræktarkeðjur landsins áforma að opna nýjar stöðvar fyrir haustið. Forsvarsmönnum þeirra ber saman um að mikill uppgangur sé í geiranum og að korthöfum fjölgi ár frá ári. Björn Leifsson, eigandi World Class, segir að undanfarin tvö ár hafi fjölgun korthafa numið 20 prósentum, hvort ár. World Class tók um áramótin við rekstri Átaks-stöðvanna á Akureyri. Í haust stendur til að taka í notkun nýja stöð sem verið er að byggja á Völlunum í Hafnarfirði. Um verður að ræða fimmtándu World Class-stöðina en hún verður um 2.200 fermetrar. Þá segir Björn á teikniborðinu að byggja við stöðina í Mosfellsbæ. „Það er allt að gerast,“ segir hann. Björn rekur þessa aukningu til nokkurra þátta. Hann bendir á að fólki fjölgi hratt á höfuðborgarsvæðinu. Önnur ástæða sé sú að á hverju ári bætist við kúnnahópinn heill árgangur af ungu fólki sem hreyfi sig. Þá gengur fólk síður úr skaftinu fyrir aldurs sakir. „Þegar ég var að byrja, fyrir 33 árum, voru þeir ekki eldri en þrítugir sem stunduðu þetta. Nú er svo komið að hjá mér er töluvert af fólki sem er komið yfir áttrætt.“ Hann segir aðsóknina í heita sali sífellt að aukast og að salir hitaðir með innrauðum geislum hafi notið sérstakra vinsælda. Tveir slíkir salir séu með þannig búnaði í Faxafeni, þar sem Reebok opnaði stöð í nóvember og að slíkur salur verði einnig í Lambhaga. „Þetta er ekki eins og að labba inn í sjóðandi gufubað, heldur gengur þú inn í þægilegan hita. Þú finnur fyrir hitanum eins og þú sætir í sólbaði,“ útskýrir hann. Líkamsræktarkort í World Class kostar 6.840 krónur á mánuði en viðskiptavinurinn er þá bundinn í tvo mánuði. Það gera ríflega 82 þúsund krónur á ári. Innifalinn er aðgangur að öllum stöðvum World Class og sex sundlaugum. Námsmenn fá betri kjör, gegn framvísun skólakorts. Tólf mánaða áskrift að líkamsræktarstöðvum Reebok, og þremur sundlaugum, kostar 5.840 krónur á mánuði, eða um 70 þúsund krónur á ári. Hægt er að kaupa áskrift án bindingar fyrir 6.540 krónur á mánuði, eða um 78 þúsund krónur. Báðar stöðvar bjóða upp á fjölbreytt úrval opinna tíma fyrir korthafa.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Sjá meira