Handbolti

Íslendingarnir töpuðu eftir mark á loka sekúndunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór Atlason í landsleik gegn Dönum.
Arnór Atlason í landsleik gegn Dönum. vísir/getty
Kristian Bonefeld tryggði Skanderborg sigur gegn Íslendingaliði Álaborgar með marki á loka sekúndum leiks liðanna í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Jafnt var með liðunum, 23-23, þegar fimm sekúndur lifðu af leiknum og Skanderborg tók leikhlé. Upplagið var greinilega hárrétt því Bonefeld skoraði framhjá Mikael Aggefors í þeirri mund sem leiktíminn rann út.

Arnór Atlason skoraði eitt mark úr fjórum skotum fyrir Álaborg en Janus Daði Smárason er enn fjarverandi í liði Álaborgar.

Mikið jafnræði var með liðunum framan af þar til undir lok hálfleiksins þegar heimamenn í Skanderborg stigu á bensíngjöfina og fóru með fimm stiga forskot í hálfleikinn, 15-10.

Hálfleiks Arons Kristjánssonar hefur gert eitthvað því hans menn náðu að klóra í bakkann í upphafi seinni hálfleiks og jafna leikinn þegar seinni hálfleikur var hálfnaður.

Það sem eftir lifði var mikil spenna í leiknum en svo fór sem áður segir að heimamenn höfðu sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×