Enn of sterkur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 07:00 Það er margt sem heimurinn hefur ekki þörf fyrir, þar á meðal eru ruddalegir og sjálfhverfir karlar í valdamiklum embættum sem stöðugt ala á hatri, tortryggni og hræðslu. Því miður finnast þeir of víða og vaða yfir allt og alla í krafti valds og auðs. Það gerir þeim óneitanlega auðveldara fyrir að þeir eiga sér sauðtrygga stuðningsmenn sem mæna upp á þá í aðdáun og sjá í þeim holdgervingu sterka mannsins. Öðrum er fullljóst að þarna er karl sem er fulltrúi alls þess sem ástæða er til að hafna. Ólán Bandaríkjamanna var að kjósa slíkan mann sem forseta sinn fyrir tveimur árum. Hvernig slíkt gat gerst er enn undrunarefni og mikill álitshnekkir fyrir Bandaríkin. Umheimurinn hefur síðustu tvö árin fylgst með orðum og gjörðum þessa sérkennilega manns sem lifir í sínum einkaheimi og hefur nánast ekkert raunveruleikaskyn en er einstaklega laginn við að sjá óvini í hverju horni. Hann skortir sárlega þá eiginleika sem svo eftirsóknarvert væri að sjá í fólki sem hefur áhrif en sjást ekki hjá nógu mörgum: víðsýni, umburðarlyndi og samkennd með öðrum. Það er leiðinlegt að segja þetta um forseta Bandaríkjanna, en maðurinn hagar sér eins og ruddi og ekki bara stundum heldur yfirleitt. Bandaríkjamenn geta ekki nú árið 2018 leiðrétt hin skelfilegu mistök sem þeim urðu á árið 2016. Þeir höfðu hins vegar tök á því að gefa forseta sínum einkunn í þingkosningum sem fóru fram síðastliðinn þriðjudag. Þær kosningar snerust fyrst og síðast um persónu forsetans, sem hvatti sitt fólk áfram með stórkarlalegum yfirlýsingum sem heimurinn er farinn að kannast of vel við. Demókratar brugðust við með því að sækja sinn hæfasta mann og fyrrverandi forseta, Barack Obama. Það var sláandi munur á fréttamyndum sjónvarpsstöðva af kosningabaráttu þar sem hinn málsnjalli og sjarmerandi Obama hvatti fólk til að mæta á kjörstað og hafna hatursáróðri meðan Trump einbeitti sér ótrauður að því að tala um flóttamenn sem skelfilega ógn sem yrði að bregðast við. Það ber að þakka fyrir að Bandaríkjamenn báru gæfu til að kjósa Obama forseta sinn, en það er hrein harmsaga að eftirmaður hans sé maður sem hatast við flóttamenn, fyrirlítur konur og lætur sér á sama standa um alla minnihlutahópa. Bandaríkjamenn höfðu tækifæri til að segja skoðun sína á Trump og flykktust á kjörstað. Trump-liðarnir mættu til að styðja sinn mann, en það var frjálslynda fólkið sem hafði enn meiri ástæðu til að mæta og hafna þeim mannfjandsamlegu áherslum sem forseti Bandaríkjanna stendur fyrir. Niðurstaðan varð sú að Repúblikanar töpuðu meirihluta sínum í fulltrúadeildinni en héldu meirihluta í öldungadeildinni. Úrslit sem fyrirfram var búist við. Þótt staða Trumps hafi greinilega veikst þá er hún þó enn of sterk. Fjölmennur hópur Bandaríkjamanna slær um hann skjaldborg og kinkar fagnandi kolli undir boðskap sem kyndir undir sundrungu og tortryggni. Það er áhyggjuefni fyrir heimsbyggðina að slíkar áherslur slái í gegn hjá stórum hópi kjósenda. Það ætti að vera öllum ljóst að í þessum heimi er þörf fyrir meiri mannúð, ekki aukna heift. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það er margt sem heimurinn hefur ekki þörf fyrir, þar á meðal eru ruddalegir og sjálfhverfir karlar í valdamiklum embættum sem stöðugt ala á hatri, tortryggni og hræðslu. Því miður finnast þeir of víða og vaða yfir allt og alla í krafti valds og auðs. Það gerir þeim óneitanlega auðveldara fyrir að þeir eiga sér sauðtrygga stuðningsmenn sem mæna upp á þá í aðdáun og sjá í þeim holdgervingu sterka mannsins. Öðrum er fullljóst að þarna er karl sem er fulltrúi alls þess sem ástæða er til að hafna. Ólán Bandaríkjamanna var að kjósa slíkan mann sem forseta sinn fyrir tveimur árum. Hvernig slíkt gat gerst er enn undrunarefni og mikill álitshnekkir fyrir Bandaríkin. Umheimurinn hefur síðustu tvö árin fylgst með orðum og gjörðum þessa sérkennilega manns sem lifir í sínum einkaheimi og hefur nánast ekkert raunveruleikaskyn en er einstaklega laginn við að sjá óvini í hverju horni. Hann skortir sárlega þá eiginleika sem svo eftirsóknarvert væri að sjá í fólki sem hefur áhrif en sjást ekki hjá nógu mörgum: víðsýni, umburðarlyndi og samkennd með öðrum. Það er leiðinlegt að segja þetta um forseta Bandaríkjanna, en maðurinn hagar sér eins og ruddi og ekki bara stundum heldur yfirleitt. Bandaríkjamenn geta ekki nú árið 2018 leiðrétt hin skelfilegu mistök sem þeim urðu á árið 2016. Þeir höfðu hins vegar tök á því að gefa forseta sínum einkunn í þingkosningum sem fóru fram síðastliðinn þriðjudag. Þær kosningar snerust fyrst og síðast um persónu forsetans, sem hvatti sitt fólk áfram með stórkarlalegum yfirlýsingum sem heimurinn er farinn að kannast of vel við. Demókratar brugðust við með því að sækja sinn hæfasta mann og fyrrverandi forseta, Barack Obama. Það var sláandi munur á fréttamyndum sjónvarpsstöðva af kosningabaráttu þar sem hinn málsnjalli og sjarmerandi Obama hvatti fólk til að mæta á kjörstað og hafna hatursáróðri meðan Trump einbeitti sér ótrauður að því að tala um flóttamenn sem skelfilega ógn sem yrði að bregðast við. Það ber að þakka fyrir að Bandaríkjamenn báru gæfu til að kjósa Obama forseta sinn, en það er hrein harmsaga að eftirmaður hans sé maður sem hatast við flóttamenn, fyrirlítur konur og lætur sér á sama standa um alla minnihlutahópa. Bandaríkjamenn höfðu tækifæri til að segja skoðun sína á Trump og flykktust á kjörstað. Trump-liðarnir mættu til að styðja sinn mann, en það var frjálslynda fólkið sem hafði enn meiri ástæðu til að mæta og hafna þeim mannfjandsamlegu áherslum sem forseti Bandaríkjanna stendur fyrir. Niðurstaðan varð sú að Repúblikanar töpuðu meirihluta sínum í fulltrúadeildinni en héldu meirihluta í öldungadeildinni. Úrslit sem fyrirfram var búist við. Þótt staða Trumps hafi greinilega veikst þá er hún þó enn of sterk. Fjölmennur hópur Bandaríkjamanna slær um hann skjaldborg og kinkar fagnandi kolli undir boðskap sem kyndir undir sundrungu og tortryggni. Það er áhyggjuefni fyrir heimsbyggðina að slíkar áherslur slái í gegn hjá stórum hópi kjósenda. Það ætti að vera öllum ljóst að í þessum heimi er þörf fyrir meiri mannúð, ekki aukna heift.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun