Sjálfhverfa kynslóðin Þórlindur Kjartansson skrifar 7. september 2018 07:00 Þetta unga fólk nú til dags ber ekki virðingu fyrir neinu og hefur ekki metnað fyrir nokkrum sköpuðum hlut. Það er ekki skrýtið þar sem það er algjörlega ofdekrað upp til hópa og hefur aldrei þurft að taka til hendinni, leggja nokkuð raunverulegt af mörkunum hvorki til heimilis eða vinnu eða bera ábyrgð á nokkrum hlut. Þetta er glötuð kynslóð, týnt fólk.Glötuð kynslóð Í bókinni „Veisla í farangrinum“ eftir Ernest Hemingway, í þýðingu Halldórs Laxness, segir einmitt frá einni svona „glataðri kynslóð“ sem miðaldra fólk hneykslaðist á. Þetta var á þriðja áratugnum í París. Ungu mennirnir höfðu allir komist hjá því að læra mannasiði, þjónustulund og almenna færni til sjálfsbjargar með því einu að fara frekar í heimsstyrjöld. Þar drápust reyndar margir og enn fleiri misstu heilsu og vit, en þeir sem aftur snéru sæmilega heilir voru víst liðónýtir upp til hópa líka. Algjört forréttindapakk, hugsaði ekki um neitt annað en sjálft sig og eigið rassgat. Það voru auðvitað ekki ungu mennirnir sjálfir sem ákváðu að fara í stríð. Þeim var bara sagt að gera það. Og þeir sem drápust gerðu það reyndar ekki endilega til þess að upphefja sjálfa sig persónulega—heldur oftast bara í einhverju feigðarflani sem óhæfir en hábornir hershöfðingjar létu sér detta í hug til þess að baða sjálfa sig og nöfn ætta sinna í hetjuljóma fyrir sagnfræðibækur framtíðarinnar. Það voru samt að sjálfsögðu ekki hershöfðingjarnir og stjórnmálamennirnir sem voru sjálfhverfir og glataðir. Nei, ó nei. Það var einmitt unga fólkið sem engu fékk ráðið um hvort því væri slátrað á vígvellinum eða fengi náðarsamlegast að fara aftur heim til að vinna í bílaverkstæðum og bakaríum Parísarborgar við að uppfylla óskir og þarfir hinna ósérhlífnu eldri kynslóða. Þar var nú aldeilis að finna ómengaðan hóp af ræflum og roðhænsnum sem aldrei myndu gera nokkrum gagn.Gáfuð kynslóð Hafi forfeður okkar sem fæddust í kringum aldamótin 1900 verið lélegir; hvað má þá segja um gufurnar og lúðulakana sem komu í heiminn í kringum aldamótin 2000? Ó sei sei og hjálpi mér, hlýtur maður að segja. Að sjá þetta fólk starandi ofan í símana sína að fótósjoppa „sjálfur“ daginn út og inn til þess að safna lækum á instasnappinu. Þvílík sjálfsdýrkun. Þá hlýtur hún að vera skárri kynslóðin sem ól af sér núverandi forseta Bandaríkjanna—valdamesta mann sinnar kynslóðar—manninn sem ákvað að fórna sér í hárri elli til þess að tryggja bjarta framtíð fyrir yngri kynslóðirnar. Og hvað má þá segja um hetjulund eldri kynslóðanna í Bretlandi sem börðust með kjafti og klóm til þess að losa þjóðina undan samstarfinu í Evrópusambandinu—jafnvel þótt hinar fávísu ungu kynslóðir, sem vissulega þurfa að lifa mun lengur með afleiðingunum—séu gjörsamlega ósammála. 71% kjósenda undir 24 ára og 54% kjósenda milli 25 og 49 ára vildu vera áfram í ESB. En gömlu óeigingjörnu og fórnfúsu viskubrunnarnir fengu að ráða. Meira að segja hér á Íslandi höfum við dæmi um hópa fólks úr eldri kynslóðum sem hafa tekið að sér að reyna að hafa vit fyrir öllum þeim sem í barnaskap sínum halda að Íslandi kunni að vera ágætlega borgið í opnu og frjálsu sambandi við Evrópu í gegnum EES-samninginn. Ég segi bara: Takk kærlega fyrir umhyggjuna … en, nei takk, við erum bara alveg með þetta sjálf núna.Óeigingjarna kynslóðin Auðvitað er engin leið að alhæfa um eðliskosti eða galla heilla kynslóða. Það eina sem kalla má víst er að eldri kynslóðum gengur gjarnan illa að skilja þær yngri—og þær eldri fá yfirleitt að ráða alltof miklu alltof lengi. Það er nefnilega þannig, að þótt innan hverrar kynslóðar rúmist gjörvallt róf mannlegrar snilldar, gæsku, illsku og heimsku, þá má stundum greina sameiginlega drætti. Og ef það ætti að hengja merkimiða á fólkið sem nú er á þrítugsaldri og upp undir 35 ára þá væri óeigingjarna kynslóðin klárlega réttnefni. Rannsóknir á lífsviðhorfi fólks sýna að ungt fólk í dag er upptekið af því að fara vel og sparlega með umhverfi sitt, það velur sér vinnustaði út frá tilgangi fremur en launakjörum, það hlýðir ekki valdboði í blindni en leggur sjálfstætt mat á það hverjir hljóta virðingu þeirra—og þótt það treysti ekki stofnunum og stjórnmálamönnum þá treystir það manneskjum. Þetta er kynslóðin sem vill láta gott af sér leiða, vill ekki meiða, ekki þvælast fyrir, ekki sólunda náttúrunni eða njóta tilverunnar á kostnað annarra. Þetta er kynslóðin sem virðir einstaklinga, gæti ekki verið meira sama um kynhneigð, litarhaft, uppruna eða trúarskoðanir fólks. Þessi kynslóð gerir almennt ekki grín að þeim sem eru öðruvísi og þykist ekki hafa svörin við öllu. Þetta er ekki afturför heldur framfarir. Leyfum þeim að njóta sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Þetta unga fólk nú til dags ber ekki virðingu fyrir neinu og hefur ekki metnað fyrir nokkrum sköpuðum hlut. Það er ekki skrýtið þar sem það er algjörlega ofdekrað upp til hópa og hefur aldrei þurft að taka til hendinni, leggja nokkuð raunverulegt af mörkunum hvorki til heimilis eða vinnu eða bera ábyrgð á nokkrum hlut. Þetta er glötuð kynslóð, týnt fólk.Glötuð kynslóð Í bókinni „Veisla í farangrinum“ eftir Ernest Hemingway, í þýðingu Halldórs Laxness, segir einmitt frá einni svona „glataðri kynslóð“ sem miðaldra fólk hneykslaðist á. Þetta var á þriðja áratugnum í París. Ungu mennirnir höfðu allir komist hjá því að læra mannasiði, þjónustulund og almenna færni til sjálfsbjargar með því einu að fara frekar í heimsstyrjöld. Þar drápust reyndar margir og enn fleiri misstu heilsu og vit, en þeir sem aftur snéru sæmilega heilir voru víst liðónýtir upp til hópa líka. Algjört forréttindapakk, hugsaði ekki um neitt annað en sjálft sig og eigið rassgat. Það voru auðvitað ekki ungu mennirnir sjálfir sem ákváðu að fara í stríð. Þeim var bara sagt að gera það. Og þeir sem drápust gerðu það reyndar ekki endilega til þess að upphefja sjálfa sig persónulega—heldur oftast bara í einhverju feigðarflani sem óhæfir en hábornir hershöfðingjar létu sér detta í hug til þess að baða sjálfa sig og nöfn ætta sinna í hetjuljóma fyrir sagnfræðibækur framtíðarinnar. Það voru samt að sjálfsögðu ekki hershöfðingjarnir og stjórnmálamennirnir sem voru sjálfhverfir og glataðir. Nei, ó nei. Það var einmitt unga fólkið sem engu fékk ráðið um hvort því væri slátrað á vígvellinum eða fengi náðarsamlegast að fara aftur heim til að vinna í bílaverkstæðum og bakaríum Parísarborgar við að uppfylla óskir og þarfir hinna ósérhlífnu eldri kynslóða. Þar var nú aldeilis að finna ómengaðan hóp af ræflum og roðhænsnum sem aldrei myndu gera nokkrum gagn.Gáfuð kynslóð Hafi forfeður okkar sem fæddust í kringum aldamótin 1900 verið lélegir; hvað má þá segja um gufurnar og lúðulakana sem komu í heiminn í kringum aldamótin 2000? Ó sei sei og hjálpi mér, hlýtur maður að segja. Að sjá þetta fólk starandi ofan í símana sína að fótósjoppa „sjálfur“ daginn út og inn til þess að safna lækum á instasnappinu. Þvílík sjálfsdýrkun. Þá hlýtur hún að vera skárri kynslóðin sem ól af sér núverandi forseta Bandaríkjanna—valdamesta mann sinnar kynslóðar—manninn sem ákvað að fórna sér í hárri elli til þess að tryggja bjarta framtíð fyrir yngri kynslóðirnar. Og hvað má þá segja um hetjulund eldri kynslóðanna í Bretlandi sem börðust með kjafti og klóm til þess að losa þjóðina undan samstarfinu í Evrópusambandinu—jafnvel þótt hinar fávísu ungu kynslóðir, sem vissulega þurfa að lifa mun lengur með afleiðingunum—séu gjörsamlega ósammála. 71% kjósenda undir 24 ára og 54% kjósenda milli 25 og 49 ára vildu vera áfram í ESB. En gömlu óeigingjörnu og fórnfúsu viskubrunnarnir fengu að ráða. Meira að segja hér á Íslandi höfum við dæmi um hópa fólks úr eldri kynslóðum sem hafa tekið að sér að reyna að hafa vit fyrir öllum þeim sem í barnaskap sínum halda að Íslandi kunni að vera ágætlega borgið í opnu og frjálsu sambandi við Evrópu í gegnum EES-samninginn. Ég segi bara: Takk kærlega fyrir umhyggjuna … en, nei takk, við erum bara alveg með þetta sjálf núna.Óeigingjarna kynslóðin Auðvitað er engin leið að alhæfa um eðliskosti eða galla heilla kynslóða. Það eina sem kalla má víst er að eldri kynslóðum gengur gjarnan illa að skilja þær yngri—og þær eldri fá yfirleitt að ráða alltof miklu alltof lengi. Það er nefnilega þannig, að þótt innan hverrar kynslóðar rúmist gjörvallt róf mannlegrar snilldar, gæsku, illsku og heimsku, þá má stundum greina sameiginlega drætti. Og ef það ætti að hengja merkimiða á fólkið sem nú er á þrítugsaldri og upp undir 35 ára þá væri óeigingjarna kynslóðin klárlega réttnefni. Rannsóknir á lífsviðhorfi fólks sýna að ungt fólk í dag er upptekið af því að fara vel og sparlega með umhverfi sitt, það velur sér vinnustaði út frá tilgangi fremur en launakjörum, það hlýðir ekki valdboði í blindni en leggur sjálfstætt mat á það hverjir hljóta virðingu þeirra—og þótt það treysti ekki stofnunum og stjórnmálamönnum þá treystir það manneskjum. Þetta er kynslóðin sem vill láta gott af sér leiða, vill ekki meiða, ekki þvælast fyrir, ekki sólunda náttúrunni eða njóta tilverunnar á kostnað annarra. Þetta er kynslóðin sem virðir einstaklinga, gæti ekki verið meira sama um kynhneigð, litarhaft, uppruna eða trúarskoðanir fólks. Þessi kynslóð gerir almennt ekki grín að þeim sem eru öðruvísi og þykist ekki hafa svörin við öllu. Þetta er ekki afturför heldur framfarir. Leyfum þeim að njóta sín.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun