Skilaboð til fjármálaráðherra Hildur Sólveig Ragnarsdóttir skrifar 9. maí 2018 13:09 Mig langar að beina orðum mínum til fjármálaráðherra. Ég varð svo vonsvikin eftir síðasta fund samninganefndar ríkisins og ljósmæðra. Í einfeldni minni hélt ég að í kjölfar umræðna á alþingi um mál ljósmæðra fyrir helgi, þar sem mikill einhugur ríkti um að leysa þessi mál, að nú væri lausn í sjómáli. Einnig ríkti töluverð bjartsýni meðal ljósmæðra á alþjóðadegi ljósmæðra síðastliðna helgi þar sem stór hluti ljósmæðra var samankomin að halda upp á daginn. En nei, í staðinn fáum við skilaboð frá fjármálaráðherra um það að kröfur ljósmæðra séu allt of háar. Hann talar um að horfa verði á heildarmyndina og að forðast höfrungahlaup. En ég skil þetta ekki alveg. Kjararáð hefur hækkað laun þingmanna um tugi prósenta á síðustu árum. Hefur það komið af stað höfrungalaupi? Það er augljóst að það er ekki sama um hvern ræðir í þessu samhengi. Ljósmæður eru ekki stór stétt, um 280 ljósmæður eru starfandi. Ég held að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að sanngjarn samningur við ljósmæður muni setja allt á annan endann. Það virðist vera mikill skilningur í samfélaginu og einnig frá mörgum ráðamönnum að það sé komin tími til að leiðrétta kjör ljósmæðra, leiðrétta það misrétti sem við höfum búið við allt of lengi. Ég verð að segja að ég hef miklar áhyggjur af því ástandi sem mun skapast ef ekki tekst að semja fljótlega. Þann 1. júlí munu stór hópur reynslumikilla ljósmæðra ganga út af Landspítalanum og fleiri munu hverfa frá störfum síðar í sumar. Það er hugsanlegt að einhver hluti þessarra ljósmæðra snúi ekki aftur á Landspítalann og aukast líkurnar á því ef það dregst á langinn að semja. Það má benda á það að það er mikið tap fyrir ríkið að missa þessar ljósmæður. Ríkið hefur komið að menntun og þjálfun þeirra og það er erfitt að meta það tap í peningum. Ég er ein af þeim ljósmæðrum sem hefur ekki sagt upp starfi mínu. Ég mun því standa vaktina í sumar. Ég hef miklar áhyggjur af því. Ég hef áhyggjur vegna þess að starf mitt er mjög ábyrgðamikið. Það verður án efa mikið og aukið álag í sumar, takist ekki að semja. Reynslumiklar ljósmæður hverfa frá störfum, reynslumiklar ljósmæður fara í sumarfrí og nýútskrifaðar ljósmæður í sumarfafleysingum feta sín fyrstu skref sem ljósmæður. Hver á að bera ábyrgð á því ástandi sem mun skapast? Ég geri ráð fyrir að fjármálaráðherra hafi einhvern tímann á lífsleiðinni notið þjónustu ljósmæðra. Ég geri ráð fyrir að hann hafi verið ánægður með þá þjónustu sem hann fékk. Við vitum að þjónusta í barneignaferlinu á Íslandi er á heimsmælikvarða og ungbarna- og mæðradauði er með því lægsta sem gerist í heiminum. Viljum við ekki hafa það þannig áfram? Ef svarið er já, þá þarf að leysa þessa deilu sem fyrst svo ekki hljótist skaði af. Metum störf ljósmæðra að verðleikum eftir menntun og ábyrgð í starfi.Höfundur er ljósmóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Mig langar að beina orðum mínum til fjármálaráðherra. Ég varð svo vonsvikin eftir síðasta fund samninganefndar ríkisins og ljósmæðra. Í einfeldni minni hélt ég að í kjölfar umræðna á alþingi um mál ljósmæðra fyrir helgi, þar sem mikill einhugur ríkti um að leysa þessi mál, að nú væri lausn í sjómáli. Einnig ríkti töluverð bjartsýni meðal ljósmæðra á alþjóðadegi ljósmæðra síðastliðna helgi þar sem stór hluti ljósmæðra var samankomin að halda upp á daginn. En nei, í staðinn fáum við skilaboð frá fjármálaráðherra um það að kröfur ljósmæðra séu allt of háar. Hann talar um að horfa verði á heildarmyndina og að forðast höfrungahlaup. En ég skil þetta ekki alveg. Kjararáð hefur hækkað laun þingmanna um tugi prósenta á síðustu árum. Hefur það komið af stað höfrungalaupi? Það er augljóst að það er ekki sama um hvern ræðir í þessu samhengi. Ljósmæður eru ekki stór stétt, um 280 ljósmæður eru starfandi. Ég held að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að sanngjarn samningur við ljósmæður muni setja allt á annan endann. Það virðist vera mikill skilningur í samfélaginu og einnig frá mörgum ráðamönnum að það sé komin tími til að leiðrétta kjör ljósmæðra, leiðrétta það misrétti sem við höfum búið við allt of lengi. Ég verð að segja að ég hef miklar áhyggjur af því ástandi sem mun skapast ef ekki tekst að semja fljótlega. Þann 1. júlí munu stór hópur reynslumikilla ljósmæðra ganga út af Landspítalanum og fleiri munu hverfa frá störfum síðar í sumar. Það er hugsanlegt að einhver hluti þessarra ljósmæðra snúi ekki aftur á Landspítalann og aukast líkurnar á því ef það dregst á langinn að semja. Það má benda á það að það er mikið tap fyrir ríkið að missa þessar ljósmæður. Ríkið hefur komið að menntun og þjálfun þeirra og það er erfitt að meta það tap í peningum. Ég er ein af þeim ljósmæðrum sem hefur ekki sagt upp starfi mínu. Ég mun því standa vaktina í sumar. Ég hef miklar áhyggjur af því. Ég hef áhyggjur vegna þess að starf mitt er mjög ábyrgðamikið. Það verður án efa mikið og aukið álag í sumar, takist ekki að semja. Reynslumiklar ljósmæður hverfa frá störfum, reynslumiklar ljósmæður fara í sumarfrí og nýútskrifaðar ljósmæður í sumarfafleysingum feta sín fyrstu skref sem ljósmæður. Hver á að bera ábyrgð á því ástandi sem mun skapast? Ég geri ráð fyrir að fjármálaráðherra hafi einhvern tímann á lífsleiðinni notið þjónustu ljósmæðra. Ég geri ráð fyrir að hann hafi verið ánægður með þá þjónustu sem hann fékk. Við vitum að þjónusta í barneignaferlinu á Íslandi er á heimsmælikvarða og ungbarna- og mæðradauði er með því lægsta sem gerist í heiminum. Viljum við ekki hafa það þannig áfram? Ef svarið er já, þá þarf að leysa þessa deilu sem fyrst svo ekki hljótist skaði af. Metum störf ljósmæðra að verðleikum eftir menntun og ábyrgð í starfi.Höfundur er ljósmóðir.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar