Skilaboð til fjármálaráðherra Hildur Sólveig Ragnarsdóttir skrifar 9. maí 2018 13:09 Mig langar að beina orðum mínum til fjármálaráðherra. Ég varð svo vonsvikin eftir síðasta fund samninganefndar ríkisins og ljósmæðra. Í einfeldni minni hélt ég að í kjölfar umræðna á alþingi um mál ljósmæðra fyrir helgi, þar sem mikill einhugur ríkti um að leysa þessi mál, að nú væri lausn í sjómáli. Einnig ríkti töluverð bjartsýni meðal ljósmæðra á alþjóðadegi ljósmæðra síðastliðna helgi þar sem stór hluti ljósmæðra var samankomin að halda upp á daginn. En nei, í staðinn fáum við skilaboð frá fjármálaráðherra um það að kröfur ljósmæðra séu allt of háar. Hann talar um að horfa verði á heildarmyndina og að forðast höfrungahlaup. En ég skil þetta ekki alveg. Kjararáð hefur hækkað laun þingmanna um tugi prósenta á síðustu árum. Hefur það komið af stað höfrungalaupi? Það er augljóst að það er ekki sama um hvern ræðir í þessu samhengi. Ljósmæður eru ekki stór stétt, um 280 ljósmæður eru starfandi. Ég held að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að sanngjarn samningur við ljósmæður muni setja allt á annan endann. Það virðist vera mikill skilningur í samfélaginu og einnig frá mörgum ráðamönnum að það sé komin tími til að leiðrétta kjör ljósmæðra, leiðrétta það misrétti sem við höfum búið við allt of lengi. Ég verð að segja að ég hef miklar áhyggjur af því ástandi sem mun skapast ef ekki tekst að semja fljótlega. Þann 1. júlí munu stór hópur reynslumikilla ljósmæðra ganga út af Landspítalanum og fleiri munu hverfa frá störfum síðar í sumar. Það er hugsanlegt að einhver hluti þessarra ljósmæðra snúi ekki aftur á Landspítalann og aukast líkurnar á því ef það dregst á langinn að semja. Það má benda á það að það er mikið tap fyrir ríkið að missa þessar ljósmæður. Ríkið hefur komið að menntun og þjálfun þeirra og það er erfitt að meta það tap í peningum. Ég er ein af þeim ljósmæðrum sem hefur ekki sagt upp starfi mínu. Ég mun því standa vaktina í sumar. Ég hef miklar áhyggjur af því. Ég hef áhyggjur vegna þess að starf mitt er mjög ábyrgðamikið. Það verður án efa mikið og aukið álag í sumar, takist ekki að semja. Reynslumiklar ljósmæður hverfa frá störfum, reynslumiklar ljósmæður fara í sumarfrí og nýútskrifaðar ljósmæður í sumarfafleysingum feta sín fyrstu skref sem ljósmæður. Hver á að bera ábyrgð á því ástandi sem mun skapast? Ég geri ráð fyrir að fjármálaráðherra hafi einhvern tímann á lífsleiðinni notið þjónustu ljósmæðra. Ég geri ráð fyrir að hann hafi verið ánægður með þá þjónustu sem hann fékk. Við vitum að þjónusta í barneignaferlinu á Íslandi er á heimsmælikvarða og ungbarna- og mæðradauði er með því lægsta sem gerist í heiminum. Viljum við ekki hafa það þannig áfram? Ef svarið er já, þá þarf að leysa þessa deilu sem fyrst svo ekki hljótist skaði af. Metum störf ljósmæðra að verðleikum eftir menntun og ábyrgð í starfi.Höfundur er ljósmóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að beina orðum mínum til fjármálaráðherra. Ég varð svo vonsvikin eftir síðasta fund samninganefndar ríkisins og ljósmæðra. Í einfeldni minni hélt ég að í kjölfar umræðna á alþingi um mál ljósmæðra fyrir helgi, þar sem mikill einhugur ríkti um að leysa þessi mál, að nú væri lausn í sjómáli. Einnig ríkti töluverð bjartsýni meðal ljósmæðra á alþjóðadegi ljósmæðra síðastliðna helgi þar sem stór hluti ljósmæðra var samankomin að halda upp á daginn. En nei, í staðinn fáum við skilaboð frá fjármálaráðherra um það að kröfur ljósmæðra séu allt of háar. Hann talar um að horfa verði á heildarmyndina og að forðast höfrungahlaup. En ég skil þetta ekki alveg. Kjararáð hefur hækkað laun þingmanna um tugi prósenta á síðustu árum. Hefur það komið af stað höfrungalaupi? Það er augljóst að það er ekki sama um hvern ræðir í þessu samhengi. Ljósmæður eru ekki stór stétt, um 280 ljósmæður eru starfandi. Ég held að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að sanngjarn samningur við ljósmæður muni setja allt á annan endann. Það virðist vera mikill skilningur í samfélaginu og einnig frá mörgum ráðamönnum að það sé komin tími til að leiðrétta kjör ljósmæðra, leiðrétta það misrétti sem við höfum búið við allt of lengi. Ég verð að segja að ég hef miklar áhyggjur af því ástandi sem mun skapast ef ekki tekst að semja fljótlega. Þann 1. júlí munu stór hópur reynslumikilla ljósmæðra ganga út af Landspítalanum og fleiri munu hverfa frá störfum síðar í sumar. Það er hugsanlegt að einhver hluti þessarra ljósmæðra snúi ekki aftur á Landspítalann og aukast líkurnar á því ef það dregst á langinn að semja. Það má benda á það að það er mikið tap fyrir ríkið að missa þessar ljósmæður. Ríkið hefur komið að menntun og þjálfun þeirra og það er erfitt að meta það tap í peningum. Ég er ein af þeim ljósmæðrum sem hefur ekki sagt upp starfi mínu. Ég mun því standa vaktina í sumar. Ég hef miklar áhyggjur af því. Ég hef áhyggjur vegna þess að starf mitt er mjög ábyrgðamikið. Það verður án efa mikið og aukið álag í sumar, takist ekki að semja. Reynslumiklar ljósmæður hverfa frá störfum, reynslumiklar ljósmæður fara í sumarfrí og nýútskrifaðar ljósmæður í sumarfafleysingum feta sín fyrstu skref sem ljósmæður. Hver á að bera ábyrgð á því ástandi sem mun skapast? Ég geri ráð fyrir að fjármálaráðherra hafi einhvern tímann á lífsleiðinni notið þjónustu ljósmæðra. Ég geri ráð fyrir að hann hafi verið ánægður með þá þjónustu sem hann fékk. Við vitum að þjónusta í barneignaferlinu á Íslandi er á heimsmælikvarða og ungbarna- og mæðradauði er með því lægsta sem gerist í heiminum. Viljum við ekki hafa það þannig áfram? Ef svarið er já, þá þarf að leysa þessa deilu sem fyrst svo ekki hljótist skaði af. Metum störf ljósmæðra að verðleikum eftir menntun og ábyrgð í starfi.Höfundur er ljósmóðir.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar