Skilaboð til fjármálaráðherra Hildur Sólveig Ragnarsdóttir skrifar 9. maí 2018 13:09 Mig langar að beina orðum mínum til fjármálaráðherra. Ég varð svo vonsvikin eftir síðasta fund samninganefndar ríkisins og ljósmæðra. Í einfeldni minni hélt ég að í kjölfar umræðna á alþingi um mál ljósmæðra fyrir helgi, þar sem mikill einhugur ríkti um að leysa þessi mál, að nú væri lausn í sjómáli. Einnig ríkti töluverð bjartsýni meðal ljósmæðra á alþjóðadegi ljósmæðra síðastliðna helgi þar sem stór hluti ljósmæðra var samankomin að halda upp á daginn. En nei, í staðinn fáum við skilaboð frá fjármálaráðherra um það að kröfur ljósmæðra séu allt of háar. Hann talar um að horfa verði á heildarmyndina og að forðast höfrungahlaup. En ég skil þetta ekki alveg. Kjararáð hefur hækkað laun þingmanna um tugi prósenta á síðustu árum. Hefur það komið af stað höfrungalaupi? Það er augljóst að það er ekki sama um hvern ræðir í þessu samhengi. Ljósmæður eru ekki stór stétt, um 280 ljósmæður eru starfandi. Ég held að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að sanngjarn samningur við ljósmæður muni setja allt á annan endann. Það virðist vera mikill skilningur í samfélaginu og einnig frá mörgum ráðamönnum að það sé komin tími til að leiðrétta kjör ljósmæðra, leiðrétta það misrétti sem við höfum búið við allt of lengi. Ég verð að segja að ég hef miklar áhyggjur af því ástandi sem mun skapast ef ekki tekst að semja fljótlega. Þann 1. júlí munu stór hópur reynslumikilla ljósmæðra ganga út af Landspítalanum og fleiri munu hverfa frá störfum síðar í sumar. Það er hugsanlegt að einhver hluti þessarra ljósmæðra snúi ekki aftur á Landspítalann og aukast líkurnar á því ef það dregst á langinn að semja. Það má benda á það að það er mikið tap fyrir ríkið að missa þessar ljósmæður. Ríkið hefur komið að menntun og þjálfun þeirra og það er erfitt að meta það tap í peningum. Ég er ein af þeim ljósmæðrum sem hefur ekki sagt upp starfi mínu. Ég mun því standa vaktina í sumar. Ég hef miklar áhyggjur af því. Ég hef áhyggjur vegna þess að starf mitt er mjög ábyrgðamikið. Það verður án efa mikið og aukið álag í sumar, takist ekki að semja. Reynslumiklar ljósmæður hverfa frá störfum, reynslumiklar ljósmæður fara í sumarfrí og nýútskrifaðar ljósmæður í sumarfafleysingum feta sín fyrstu skref sem ljósmæður. Hver á að bera ábyrgð á því ástandi sem mun skapast? Ég geri ráð fyrir að fjármálaráðherra hafi einhvern tímann á lífsleiðinni notið þjónustu ljósmæðra. Ég geri ráð fyrir að hann hafi verið ánægður með þá þjónustu sem hann fékk. Við vitum að þjónusta í barneignaferlinu á Íslandi er á heimsmælikvarða og ungbarna- og mæðradauði er með því lægsta sem gerist í heiminum. Viljum við ekki hafa það þannig áfram? Ef svarið er já, þá þarf að leysa þessa deilu sem fyrst svo ekki hljótist skaði af. Metum störf ljósmæðra að verðleikum eftir menntun og ábyrgð í starfi.Höfundur er ljósmóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Mig langar að beina orðum mínum til fjármálaráðherra. Ég varð svo vonsvikin eftir síðasta fund samninganefndar ríkisins og ljósmæðra. Í einfeldni minni hélt ég að í kjölfar umræðna á alþingi um mál ljósmæðra fyrir helgi, þar sem mikill einhugur ríkti um að leysa þessi mál, að nú væri lausn í sjómáli. Einnig ríkti töluverð bjartsýni meðal ljósmæðra á alþjóðadegi ljósmæðra síðastliðna helgi þar sem stór hluti ljósmæðra var samankomin að halda upp á daginn. En nei, í staðinn fáum við skilaboð frá fjármálaráðherra um það að kröfur ljósmæðra séu allt of háar. Hann talar um að horfa verði á heildarmyndina og að forðast höfrungahlaup. En ég skil þetta ekki alveg. Kjararáð hefur hækkað laun þingmanna um tugi prósenta á síðustu árum. Hefur það komið af stað höfrungalaupi? Það er augljóst að það er ekki sama um hvern ræðir í þessu samhengi. Ljósmæður eru ekki stór stétt, um 280 ljósmæður eru starfandi. Ég held að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að sanngjarn samningur við ljósmæður muni setja allt á annan endann. Það virðist vera mikill skilningur í samfélaginu og einnig frá mörgum ráðamönnum að það sé komin tími til að leiðrétta kjör ljósmæðra, leiðrétta það misrétti sem við höfum búið við allt of lengi. Ég verð að segja að ég hef miklar áhyggjur af því ástandi sem mun skapast ef ekki tekst að semja fljótlega. Þann 1. júlí munu stór hópur reynslumikilla ljósmæðra ganga út af Landspítalanum og fleiri munu hverfa frá störfum síðar í sumar. Það er hugsanlegt að einhver hluti þessarra ljósmæðra snúi ekki aftur á Landspítalann og aukast líkurnar á því ef það dregst á langinn að semja. Það má benda á það að það er mikið tap fyrir ríkið að missa þessar ljósmæður. Ríkið hefur komið að menntun og þjálfun þeirra og það er erfitt að meta það tap í peningum. Ég er ein af þeim ljósmæðrum sem hefur ekki sagt upp starfi mínu. Ég mun því standa vaktina í sumar. Ég hef miklar áhyggjur af því. Ég hef áhyggjur vegna þess að starf mitt er mjög ábyrgðamikið. Það verður án efa mikið og aukið álag í sumar, takist ekki að semja. Reynslumiklar ljósmæður hverfa frá störfum, reynslumiklar ljósmæður fara í sumarfrí og nýútskrifaðar ljósmæður í sumarfafleysingum feta sín fyrstu skref sem ljósmæður. Hver á að bera ábyrgð á því ástandi sem mun skapast? Ég geri ráð fyrir að fjármálaráðherra hafi einhvern tímann á lífsleiðinni notið þjónustu ljósmæðra. Ég geri ráð fyrir að hann hafi verið ánægður með þá þjónustu sem hann fékk. Við vitum að þjónusta í barneignaferlinu á Íslandi er á heimsmælikvarða og ungbarna- og mæðradauði er með því lægsta sem gerist í heiminum. Viljum við ekki hafa það þannig áfram? Ef svarið er já, þá þarf að leysa þessa deilu sem fyrst svo ekki hljótist skaði af. Metum störf ljósmæðra að verðleikum eftir menntun og ábyrgð í starfi.Höfundur er ljósmóðir.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar