Sá einstaklingur sem sætir mestum ofsóknum í fjölmiðlaumræðu samtímans er stundum útnefndur „fórnarlamb vikunnar“. Sigmundur Davíð vinnur titilinn að þessu sinni með yfirburðum, enda er saga hans sérlega raunaleg.
Hann hitti nokkra vini sína á bar í miðjum vinnutíma. Umræðuefnið á Alþingi var óvenju leiðinlegt (fjárlögin) svo að hann lét tilleiðast að fá sér í glas (þótt hann langaði ekki til þess). Menn skiptust á skoðunum og létu vaða á súðum. Sigmundur er manna orðvarastur og kunni ekki að meta svona sóðatal. Pólitískir andstæðingar, öryrkjar og samkynhneigðir fá það óþvegið. Menn vega og meta kynþokka alþingiskvenna og stæra sig af pólitískum hrossakaupum. Sigmundur er á móti svona sleggjudómum og kemur vanþóknun sinni skýrt á framfæri þótt hann virðist hlæja og samsinna félögum sínum.
Samtalið var tekið upp og sent fjölmiðlum. Samfélagið fór á hliðina Sigmundi til mikillar undrunar. Fólk misskildi og rangtúlkaði allt sem sagt var og lagði út á versta veg. Engu skipti þótt hann segði að aðrir flokksforingjar og alþingismenn væru ekki hótinu skárri. Hann var meira að segja kallaður ofbeldismaður af fyrrum vinkonu sinni. Sigmundi er vorkunn enda lendir hann eins og áður í hringiðu atburðanna án þess að hafa neitt til saka unnið. Hann veit eins og allur almenningur að það er úti um Ísland ef hann verður flæmdur af þingi.
Nú er að bera höfuðið hátt, bretta upp ermarnar og stofna nýjan flokk með nýju fólki. Kannski væri þó betra að hafa einhverja bindindismenn með í för þegar farið verður á barinn til að fagna unnum sigrum.

Fórnarlamb vikunnar
Skoðun

Þegar ég var kölluð á fund heimilislæknis míns
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir skrifar

Ákall um 18 mánaða fæðingarorlof
Anna Mjöll Guðmundsdóttir skrifar

Hvar eru varðhundar markaðsfrelsis nú?
Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Vika6: Kynfræðsla eða klámfræðsla?
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar

Börn mega og geta tilkynnt sjálf um ofbeldi á neti
Þóra Jónsdóttir skrifar

Who mediates the mediator?
Ian McDonald skrifar

Hamfarir á hörmungar ofan
Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar

Heimsendir í Palestínu: Vaxandi ofstækisstefna Ísraels
Marwan Bishara skrifar

Ég nenni ekki...farðu samt!
Anna Claessen skrifar

Þróun leikskólastarfsins; Tímamótaskref í leikskólum Hafnarfjarðar
Bjarney Grendal Jóhannesdóttir,Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar

Enn um úthlutun tollkvóta
Margrét Gísladóttir skrifar

Mun fiskvinnsla í Stykkishólmi leggjast af?
Sigurður Páll Jónsson skrifar

Vanhæfir stjórnendur: birtingarmynd þeirra og lausnir fyrir almennt starfsfólk
Sunna Arnardóttir skrifar

Ferðamennska allt árið um kring
Gréta María Grétarsdóttir skrifar

Láglaunafólk og leigumarkaðurinn
Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar