Lífshættulegur stormur gengur yfir austanverð Bandaríkin Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2018 16:23 Í Massachusetts er varað við því að sjávarstaðan geti hækkað um allt að fjóra metra. Vísir/AFP Spáð er hvassviðri, úrhellisrigningu og sjávarflóðum í miklum stormi sem gengur yfir norðaustanverð Bandaríkin. Um 80 milljónir manna búa á svæðunum þar sem áhrifa stormsins gætir. Bandaríska veðurstofan varar við því fólk á austurströndinni geti verið í lífshættu. Kröpp lægðin er þegar gengin á land á austurströndinni. Fleiri en tvö þúsund flugferðum hefur verið aflýst vegna veðurs. Stormviðvaranir eru í gildi allt frá Maine í norðri til Virginíu í suðri. Meira en þrjátíu sentímetra snjókoma féll í New York í gærkvöldi og úrhellisrigningu er spáð allt frá New Jersey til Massachusetts í dag. Versta veðrið á að vera við strandlengju Massachusetts. Spáð er allt að 30 m/s á nokkrum stöðum nærri Þorskhöfða, að því er segir í frétt Washington Post. „Takið storminn alvarlega! Þessa er spurning um LÍF OG DAUÐA fyrir þá sem búa við ströndina, sérstaklega strandlengjuna við sjóinn,“ tísti Veðurstofa Bandaríkjanna. Sérstök flóðahætta er í Massachusetts þar sem töluverð flóð urðu í stormi í janúar. Varað hefur verið við einstaklega hárri sjávarstöðu þar næstu daga með hættu á sjávarflóðum. „Ef þú býrð á svæði þar sem fólki er sagt að hafa sig á brott hvetjum við þig eindregið til að gera það strax á föstudagsmorgun. Með því að sitja heima á flóðasvæðum setur þú sjálfan þig og viðbragðsaðila í hættu,“ tísti Charlie Baker, ríkisstjóri Massachusetts í gær. Vesturströndin sleppur ekki við vetrarríkið. Varað er við skyndiflóðum og aurskriðum í stormi sem er spáð í Suður-Kaliforníu. Þá er búist við 1-2 metra snjókomu í fjöllum Norður-Kaliforníu, að sögn CNN. Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Spáð er hvassviðri, úrhellisrigningu og sjávarflóðum í miklum stormi sem gengur yfir norðaustanverð Bandaríkin. Um 80 milljónir manna búa á svæðunum þar sem áhrifa stormsins gætir. Bandaríska veðurstofan varar við því fólk á austurströndinni geti verið í lífshættu. Kröpp lægðin er þegar gengin á land á austurströndinni. Fleiri en tvö þúsund flugferðum hefur verið aflýst vegna veðurs. Stormviðvaranir eru í gildi allt frá Maine í norðri til Virginíu í suðri. Meira en þrjátíu sentímetra snjókoma féll í New York í gærkvöldi og úrhellisrigningu er spáð allt frá New Jersey til Massachusetts í dag. Versta veðrið á að vera við strandlengju Massachusetts. Spáð er allt að 30 m/s á nokkrum stöðum nærri Þorskhöfða, að því er segir í frétt Washington Post. „Takið storminn alvarlega! Þessa er spurning um LÍF OG DAUÐA fyrir þá sem búa við ströndina, sérstaklega strandlengjuna við sjóinn,“ tísti Veðurstofa Bandaríkjanna. Sérstök flóðahætta er í Massachusetts þar sem töluverð flóð urðu í stormi í janúar. Varað hefur verið við einstaklega hárri sjávarstöðu þar næstu daga með hættu á sjávarflóðum. „Ef þú býrð á svæði þar sem fólki er sagt að hafa sig á brott hvetjum við þig eindregið til að gera það strax á föstudagsmorgun. Með því að sitja heima á flóðasvæðum setur þú sjálfan þig og viðbragðsaðila í hættu,“ tísti Charlie Baker, ríkisstjóri Massachusetts í gær. Vesturströndin sleppur ekki við vetrarríkið. Varað er við skyndiflóðum og aurskriðum í stormi sem er spáð í Suður-Kaliforníu. Þá er búist við 1-2 metra snjókomu í fjöllum Norður-Kaliforníu, að sögn CNN.
Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira