Versta kynslóðin Helga María Guðmundsdóttir skrifar 21. maí 2018 10:40 Amma mín er af allt annarri kynslóð en ég. Hún er fædd árið 1923 sem þýðir að hún var 18 ára þegar Bretar komu til Íslands og hún getur ennþá sagt mér sögur frá bransanum eins og hún kallar það. Hún var 21 árs þegar Ísland varð lýðveldi og 45 ára þegar við tókum upp vinstri umferð, en hún hefur reyndar aldrei tekið bílpróf. Hún hefur heldur aldrei drukkið áfengi, nema í útskriftarveislunni minni, en það var alveg óvart. Amma átti mun erfiðari uppvöxt en ég, hún var aðeins 11 ára gömul þegar móðir hennar lést og sá um að ala upp systkini sín við erfiðar aðstæður. Því gefur að skilja að hún hefur alltaf verið skynsöm og nægjusöm enda var ekki annað í boði á hennar tímum. Hennar kynslóð er sú sem harkar af sér og leitar ekki eftir aðstoð. Þetta eru þeir sem ég kalla stundum verstu sjúklingana því þeir koma ekki upp á spítala fyrr en allt of seint og vandamálin oft búin að margfaldast. En það má ekki gleyma að þessi kynslóð er stolt, svo dugleg að hún er ekki að kvarta. Snúum okkur núna að minni kynslóð. Við erum sú kynslóð sem ekkert stendur í vegi fyrir og jafnrétti hefur aldrei verið meira. Við getum pantað mat og fengið hann sendan upp að dyrum með því að ýta á nokkra takka á snjallsímanum okkar. Við erum að keppa á stórmótum í íþróttum og við getum ferðast um heiminn. Við látum líka í okkur heyra ef eitthvað er ekki eins og það er. Í dag er kynslóðin hennar ömmu orðin of gömul til að berjast meira og eina sem það vill er að fá að eldast með reisn. Af hverju getum við þá ekki, mín kynslóð hugsað betur um fólkið sem ól okkur upp og er ástæðan fyrir velferð okkar í dag. Hvernig má það vera að það fær ekki þá aðstoð sem það þarf þegar það sækist eftir henni. Mín reynsla er allavega sú að þegar þessi kynslóð kemur loksins og ég segi loksins því það bíður eins lengi og það mögulega getur með að leita eftir hjálp, en þegar það biður um aðstoð þá þarf það virkilega mikið á henni að halda. Við þurfum að veita þessa aðstoð og ekki bara þegar einstaklingar biðja um hana heldur einnig bjóða upp á hana, hvort sem það er í formi þrifa, mat, heimaþjónustu eða umsókn um hjúkrunarheimi. Við eigum ekki að bíða eftir því að fólkið okkar, já okkar, brotni niður vegna vanlíðan. Hvað getum við gert? Ég las um erlent verkefni þar sem skólakrakkar fengu ókeypis húsnæði gegn því að vinna á hjúkrunarheimilum. Síðan sá ég um daginn að slíkt verkefni er hafið hér á landi en ekki eru margir ennþá sem hafa aðgang að þessari áætlun. Þetta vil ég sjá meira af, ókeypis húsnæði fyrir stúdenta og aðstoð fyrir eldri borgara sem eiga það svo sannarlega skilið. Einnig er sjálfgefið að það þarf að auka hjúkrunarrýmum, heimaþjónustu og efla alla aðra þjónustu sem eldri borgarar þurfa á að halda. Þetta er okkar fólk, á okkar ábyrgð og við eigum að leyfa því að eldast með þeirri reisn sem það notaði til að byggja upp landið okkar. Þessi kynslóð á það skilið og það er löngu búið að vinna fyrir því.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og í 4. sæti Höfuðborgarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Amma mín er af allt annarri kynslóð en ég. Hún er fædd árið 1923 sem þýðir að hún var 18 ára þegar Bretar komu til Íslands og hún getur ennþá sagt mér sögur frá bransanum eins og hún kallar það. Hún var 21 árs þegar Ísland varð lýðveldi og 45 ára þegar við tókum upp vinstri umferð, en hún hefur reyndar aldrei tekið bílpróf. Hún hefur heldur aldrei drukkið áfengi, nema í útskriftarveislunni minni, en það var alveg óvart. Amma átti mun erfiðari uppvöxt en ég, hún var aðeins 11 ára gömul þegar móðir hennar lést og sá um að ala upp systkini sín við erfiðar aðstæður. Því gefur að skilja að hún hefur alltaf verið skynsöm og nægjusöm enda var ekki annað í boði á hennar tímum. Hennar kynslóð er sú sem harkar af sér og leitar ekki eftir aðstoð. Þetta eru þeir sem ég kalla stundum verstu sjúklingana því þeir koma ekki upp á spítala fyrr en allt of seint og vandamálin oft búin að margfaldast. En það má ekki gleyma að þessi kynslóð er stolt, svo dugleg að hún er ekki að kvarta. Snúum okkur núna að minni kynslóð. Við erum sú kynslóð sem ekkert stendur í vegi fyrir og jafnrétti hefur aldrei verið meira. Við getum pantað mat og fengið hann sendan upp að dyrum með því að ýta á nokkra takka á snjallsímanum okkar. Við erum að keppa á stórmótum í íþróttum og við getum ferðast um heiminn. Við látum líka í okkur heyra ef eitthvað er ekki eins og það er. Í dag er kynslóðin hennar ömmu orðin of gömul til að berjast meira og eina sem það vill er að fá að eldast með reisn. Af hverju getum við þá ekki, mín kynslóð hugsað betur um fólkið sem ól okkur upp og er ástæðan fyrir velferð okkar í dag. Hvernig má það vera að það fær ekki þá aðstoð sem það þarf þegar það sækist eftir henni. Mín reynsla er allavega sú að þegar þessi kynslóð kemur loksins og ég segi loksins því það bíður eins lengi og það mögulega getur með að leita eftir hjálp, en þegar það biður um aðstoð þá þarf það virkilega mikið á henni að halda. Við þurfum að veita þessa aðstoð og ekki bara þegar einstaklingar biðja um hana heldur einnig bjóða upp á hana, hvort sem það er í formi þrifa, mat, heimaþjónustu eða umsókn um hjúkrunarheimi. Við eigum ekki að bíða eftir því að fólkið okkar, já okkar, brotni niður vegna vanlíðan. Hvað getum við gert? Ég las um erlent verkefni þar sem skólakrakkar fengu ókeypis húsnæði gegn því að vinna á hjúkrunarheimilum. Síðan sá ég um daginn að slíkt verkefni er hafið hér á landi en ekki eru margir ennþá sem hafa aðgang að þessari áætlun. Þetta vil ég sjá meira af, ókeypis húsnæði fyrir stúdenta og aðstoð fyrir eldri borgara sem eiga það svo sannarlega skilið. Einnig er sjálfgefið að það þarf að auka hjúkrunarrýmum, heimaþjónustu og efla alla aðra þjónustu sem eldri borgarar þurfa á að halda. Þetta er okkar fólk, á okkar ábyrgð og við eigum að leyfa því að eldast með þeirri reisn sem það notaði til að byggja upp landið okkar. Þessi kynslóð á það skilið og það er löngu búið að vinna fyrir því.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og í 4. sæti Höfuðborgarlistans.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar