Versta kynslóðin Helga María Guðmundsdóttir skrifar 21. maí 2018 10:40 Amma mín er af allt annarri kynslóð en ég. Hún er fædd árið 1923 sem þýðir að hún var 18 ára þegar Bretar komu til Íslands og hún getur ennþá sagt mér sögur frá bransanum eins og hún kallar það. Hún var 21 árs þegar Ísland varð lýðveldi og 45 ára þegar við tókum upp vinstri umferð, en hún hefur reyndar aldrei tekið bílpróf. Hún hefur heldur aldrei drukkið áfengi, nema í útskriftarveislunni minni, en það var alveg óvart. Amma átti mun erfiðari uppvöxt en ég, hún var aðeins 11 ára gömul þegar móðir hennar lést og sá um að ala upp systkini sín við erfiðar aðstæður. Því gefur að skilja að hún hefur alltaf verið skynsöm og nægjusöm enda var ekki annað í boði á hennar tímum. Hennar kynslóð er sú sem harkar af sér og leitar ekki eftir aðstoð. Þetta eru þeir sem ég kalla stundum verstu sjúklingana því þeir koma ekki upp á spítala fyrr en allt of seint og vandamálin oft búin að margfaldast. En það má ekki gleyma að þessi kynslóð er stolt, svo dugleg að hún er ekki að kvarta. Snúum okkur núna að minni kynslóð. Við erum sú kynslóð sem ekkert stendur í vegi fyrir og jafnrétti hefur aldrei verið meira. Við getum pantað mat og fengið hann sendan upp að dyrum með því að ýta á nokkra takka á snjallsímanum okkar. Við erum að keppa á stórmótum í íþróttum og við getum ferðast um heiminn. Við látum líka í okkur heyra ef eitthvað er ekki eins og það er. Í dag er kynslóðin hennar ömmu orðin of gömul til að berjast meira og eina sem það vill er að fá að eldast með reisn. Af hverju getum við þá ekki, mín kynslóð hugsað betur um fólkið sem ól okkur upp og er ástæðan fyrir velferð okkar í dag. Hvernig má það vera að það fær ekki þá aðstoð sem það þarf þegar það sækist eftir henni. Mín reynsla er allavega sú að þegar þessi kynslóð kemur loksins og ég segi loksins því það bíður eins lengi og það mögulega getur með að leita eftir hjálp, en þegar það biður um aðstoð þá þarf það virkilega mikið á henni að halda. Við þurfum að veita þessa aðstoð og ekki bara þegar einstaklingar biðja um hana heldur einnig bjóða upp á hana, hvort sem það er í formi þrifa, mat, heimaþjónustu eða umsókn um hjúkrunarheimi. Við eigum ekki að bíða eftir því að fólkið okkar, já okkar, brotni niður vegna vanlíðan. Hvað getum við gert? Ég las um erlent verkefni þar sem skólakrakkar fengu ókeypis húsnæði gegn því að vinna á hjúkrunarheimilum. Síðan sá ég um daginn að slíkt verkefni er hafið hér á landi en ekki eru margir ennþá sem hafa aðgang að þessari áætlun. Þetta vil ég sjá meira af, ókeypis húsnæði fyrir stúdenta og aðstoð fyrir eldri borgara sem eiga það svo sannarlega skilið. Einnig er sjálfgefið að það þarf að auka hjúkrunarrýmum, heimaþjónustu og efla alla aðra þjónustu sem eldri borgarar þurfa á að halda. Þetta er okkar fólk, á okkar ábyrgð og við eigum að leyfa því að eldast með þeirri reisn sem það notaði til að byggja upp landið okkar. Þessi kynslóð á það skilið og það er löngu búið að vinna fyrir því.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og í 4. sæti Höfuðborgarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Amma mín er af allt annarri kynslóð en ég. Hún er fædd árið 1923 sem þýðir að hún var 18 ára þegar Bretar komu til Íslands og hún getur ennþá sagt mér sögur frá bransanum eins og hún kallar það. Hún var 21 árs þegar Ísland varð lýðveldi og 45 ára þegar við tókum upp vinstri umferð, en hún hefur reyndar aldrei tekið bílpróf. Hún hefur heldur aldrei drukkið áfengi, nema í útskriftarveislunni minni, en það var alveg óvart. Amma átti mun erfiðari uppvöxt en ég, hún var aðeins 11 ára gömul þegar móðir hennar lést og sá um að ala upp systkini sín við erfiðar aðstæður. Því gefur að skilja að hún hefur alltaf verið skynsöm og nægjusöm enda var ekki annað í boði á hennar tímum. Hennar kynslóð er sú sem harkar af sér og leitar ekki eftir aðstoð. Þetta eru þeir sem ég kalla stundum verstu sjúklingana því þeir koma ekki upp á spítala fyrr en allt of seint og vandamálin oft búin að margfaldast. En það má ekki gleyma að þessi kynslóð er stolt, svo dugleg að hún er ekki að kvarta. Snúum okkur núna að minni kynslóð. Við erum sú kynslóð sem ekkert stendur í vegi fyrir og jafnrétti hefur aldrei verið meira. Við getum pantað mat og fengið hann sendan upp að dyrum með því að ýta á nokkra takka á snjallsímanum okkar. Við erum að keppa á stórmótum í íþróttum og við getum ferðast um heiminn. Við látum líka í okkur heyra ef eitthvað er ekki eins og það er. Í dag er kynslóðin hennar ömmu orðin of gömul til að berjast meira og eina sem það vill er að fá að eldast með reisn. Af hverju getum við þá ekki, mín kynslóð hugsað betur um fólkið sem ól okkur upp og er ástæðan fyrir velferð okkar í dag. Hvernig má það vera að það fær ekki þá aðstoð sem það þarf þegar það sækist eftir henni. Mín reynsla er allavega sú að þegar þessi kynslóð kemur loksins og ég segi loksins því það bíður eins lengi og það mögulega getur með að leita eftir hjálp, en þegar það biður um aðstoð þá þarf það virkilega mikið á henni að halda. Við þurfum að veita þessa aðstoð og ekki bara þegar einstaklingar biðja um hana heldur einnig bjóða upp á hana, hvort sem það er í formi þrifa, mat, heimaþjónustu eða umsókn um hjúkrunarheimi. Við eigum ekki að bíða eftir því að fólkið okkar, já okkar, brotni niður vegna vanlíðan. Hvað getum við gert? Ég las um erlent verkefni þar sem skólakrakkar fengu ókeypis húsnæði gegn því að vinna á hjúkrunarheimilum. Síðan sá ég um daginn að slíkt verkefni er hafið hér á landi en ekki eru margir ennþá sem hafa aðgang að þessari áætlun. Þetta vil ég sjá meira af, ókeypis húsnæði fyrir stúdenta og aðstoð fyrir eldri borgara sem eiga það svo sannarlega skilið. Einnig er sjálfgefið að það þarf að auka hjúkrunarrýmum, heimaþjónustu og efla alla aðra þjónustu sem eldri borgarar þurfa á að halda. Þetta er okkar fólk, á okkar ábyrgð og við eigum að leyfa því að eldast með þeirri reisn sem það notaði til að byggja upp landið okkar. Þessi kynslóð á það skilið og það er löngu búið að vinna fyrir því.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og í 4. sæti Höfuðborgarlistans.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar