Kennarar eru úrvinda Kolbrún Baldursdóttir skrifar 21. maí 2018 11:15 Það hefur verið valtað yfir kennara, ekki einungis hvað launin varðar, heldur einnig eru gerðar ómanneskjulegar kröfur til þeirra. Svona hefur ástandið verið síðastliðin ár í grunnskólum borgarinnar og fer versnandi. Skóli án aðgreiningar er falleg hugsjón en hefur ekki verið að virka fyrir öll börn af því að árum saman hefur það sem þarf að fylgja til að mæta þörfum allra barna einfaldlega ekki fylgt með. Borgin hefur ekki metið alla kostnaðarliði í skólastarfinu þegar fjárhagsáætlun er gerð. Börn með sérþarfir hafa ekki fengið þann stuðning sem þau þurfa til að geta notið sín í almennum bekk þar sem fjárveitingar skortir til að sinna þeim og mæta þörfum þeirra. Skólinn fær hugsanlega fjármagn til að greiða stuðningsaðila laun en oft nær það ekki mikið lengra. Flokkur fólksins vill að sérskólar verði styrktir og þeim fjölgað eftir þörfum og að skólarnir sjálfir fái fullt frelsi til að þróa innviði sýna hvað varðar sérkennsluúrræði, allt eftir því hvað nemendur þurfa. Flokkur fólksins veit að borgin hefur vel efni á að sinna börnunum vel en hefur einfaldlega ekki sett þennan málaflokk í forgang. Með því að að fjölga sérúrræðum fyrir börn með sérþarfir mun létta á kennurum. Kennarar eru úrvinda og margir hafa flúið starfið ekki eingöngu vegna launanna heldur einnig vegna þess að sumir geta einfaldlega ekki meira og vilja ekki láta vaða frekar yfir sig. Í okkar samfélagi hafa kennarar ekki notið virðingar sem skyldi fyrir óeigingjarnt starf sitt. Sem skólasálfræðingur og kennari sem kennt hefur á öllum skólastigum hefur þetta blasað við undanfarin ár. Flokkur fólksins vill að öll börn geti notið styrkleika sinna og stundað nám meðal jafningja. Eins og staðan er í dag er börnum steypt í sama mót. Kennurum er ætlað að sjá til þess að þörfum allra sé mætt án tillits til þess hversu stór bekkurinn er og hve ólíkar þarfir barna eru. Í núverandi fyrirkomulagi sem hefur verið fjársvelt til margra ára geta kennarar hvorki sinnt náms- eða félagslegum þörfum allra barna svo vel sé eða gætt þess að hvert einasta barn geti notið styrkleika sinna. Fjölga þarf sálfræðingum helst á þann hátt að sérhver skóli hafi sálfræðing sem starfar við hlið kennara og námsráðgjafa. Flokkur fólksins mun ekki linna látum fyrr en þessu hefur verið náð í öllum skólum. Flokkur fólksins vill standa vörð um kennarastéttina og krefst þess að kennarar njóti virðingar og að hlúð sé að þeim í starfi á öllum sviðum. Kennarar eru fjársjóður enda veljum við að þeir kenni börnunum okkar, því dýrmætasta sem við eigum. Börnin eru framtíðin.Höfundur skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Það hefur verið valtað yfir kennara, ekki einungis hvað launin varðar, heldur einnig eru gerðar ómanneskjulegar kröfur til þeirra. Svona hefur ástandið verið síðastliðin ár í grunnskólum borgarinnar og fer versnandi. Skóli án aðgreiningar er falleg hugsjón en hefur ekki verið að virka fyrir öll börn af því að árum saman hefur það sem þarf að fylgja til að mæta þörfum allra barna einfaldlega ekki fylgt með. Borgin hefur ekki metið alla kostnaðarliði í skólastarfinu þegar fjárhagsáætlun er gerð. Börn með sérþarfir hafa ekki fengið þann stuðning sem þau þurfa til að geta notið sín í almennum bekk þar sem fjárveitingar skortir til að sinna þeim og mæta þörfum þeirra. Skólinn fær hugsanlega fjármagn til að greiða stuðningsaðila laun en oft nær það ekki mikið lengra. Flokkur fólksins vill að sérskólar verði styrktir og þeim fjölgað eftir þörfum og að skólarnir sjálfir fái fullt frelsi til að þróa innviði sýna hvað varðar sérkennsluúrræði, allt eftir því hvað nemendur þurfa. Flokkur fólksins veit að borgin hefur vel efni á að sinna börnunum vel en hefur einfaldlega ekki sett þennan málaflokk í forgang. Með því að að fjölga sérúrræðum fyrir börn með sérþarfir mun létta á kennurum. Kennarar eru úrvinda og margir hafa flúið starfið ekki eingöngu vegna launanna heldur einnig vegna þess að sumir geta einfaldlega ekki meira og vilja ekki láta vaða frekar yfir sig. Í okkar samfélagi hafa kennarar ekki notið virðingar sem skyldi fyrir óeigingjarnt starf sitt. Sem skólasálfræðingur og kennari sem kennt hefur á öllum skólastigum hefur þetta blasað við undanfarin ár. Flokkur fólksins vill að öll börn geti notið styrkleika sinna og stundað nám meðal jafningja. Eins og staðan er í dag er börnum steypt í sama mót. Kennurum er ætlað að sjá til þess að þörfum allra sé mætt án tillits til þess hversu stór bekkurinn er og hve ólíkar þarfir barna eru. Í núverandi fyrirkomulagi sem hefur verið fjársvelt til margra ára geta kennarar hvorki sinnt náms- eða félagslegum þörfum allra barna svo vel sé eða gætt þess að hvert einasta barn geti notið styrkleika sinna. Fjölga þarf sálfræðingum helst á þann hátt að sérhver skóli hafi sálfræðing sem starfar við hlið kennara og námsráðgjafa. Flokkur fólksins mun ekki linna látum fyrr en þessu hefur verið náð í öllum skólum. Flokkur fólksins vill standa vörð um kennarastéttina og krefst þess að kennarar njóti virðingar og að hlúð sé að þeim í starfi á öllum sviðum. Kennarar eru fjársjóður enda veljum við að þeir kenni börnunum okkar, því dýrmætasta sem við eigum. Börnin eru framtíðin.Höfundur skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar