Um viðhald fasteigna og húsbók fjölbýlishúsa Daníel Árnason skrifar 22. janúar 2018 09:00 Mikil verðmæti eru fólgin í fasteignum landsmanna sem sést m.a. af því að í árslok 2016 nam verðmæti vátryggðra fasteigna hjá Viðlagatryggingu Íslands 8.015 milljörðum króna. Til að tryggja að verðmæti fasteigna rýrni ekki þarf að sinna viðhaldi þeirra vel og skipulega en þar er því miður víða pottur brotinn hérlendis. Eins og nýleg dæmi sanna hefur „íslenska aðferðin“ oftar en ekki verið sú að bíða með viðhald og viðgerðir fasteigna þar til í óefni er komið, með tilheyrandi aukakostnaði og raski sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með reglubundnu viðhaldi og skipulagðari vinnubrögðum. Þegar keyptur er notaður bíll fer hann gjarnan í gegnum söluskoðun, honum fylgir smurbók, vottorð um tjónasögu og ennfremur fær hugsanlegur kaupandi að setjast undir stýri og prófa ökutækið. Auka þarf kröfur um upplýsingaskyldu Þessu er alls ekki svona farið þegar um er að ræða fasteignaviðskipti. Þrátt fyrir takmarkaða möguleika kaupanda til að sannreyna ástand og eiginleika húss, hvílir ábyrgðin og skoðunarskylda fyrst og fremst á kaupanda. Seljanda er einungis skylt að upplýsa um yfirstandandi eða formlega samþykktar viðhaldsframkvæmdir. Í þessum samanburði við bílaviðskiptin er einnig rétt að minna á að í fasteignaviðskiptum er oft verið að meðhöndla ævisparnað og lífeyrissjóð einstaklinga og fjölskyldna. Með öðrum orðum, fasteignaviðskiptum fylgir of oft áhætta, áhætta sem ekki er reynt að draga úr með auknum kröfum um upplýsingaskyldu af hálfu seljanda. Það verður að teljast eðlileg krafa að samhliða sölu á notaðri fasteign fylgi ástandslýsing hennar og viðhaldssaga og rétt að hvetja löggjafann til að bæta úr hvað þetta varðar. Til að brjótast út úr þessum vítahring er eðlilegt að leggja áherslu á að safna skipulega hagnýtum upplýsingum um fasteignir til að birta með sölugögnum og veita þannig sem besta yfirsýn yfir ástand viðkomandi fasteignar. „Þjónustubók“ fjöleignarhúsa Æskilegt er að festa í lög ákvæði um upplýsingaskyldu af þessu tagi. Þar koma eflaust margar leiðir til greina, en sem dæmi um nálgun vil ég leyfa mér að nefna eins konar „þjónustubók“ fjöleignarhúsa, þar sem íbúar húsfélags geta nálgast á einum stað allar upplýsingar um umgengis- og öryggismál sinnar húseignar, ásamt hagnýtum upplýsingum, s.s. um fjármál, byggingarsögu og viðhald. Það er trú mín að slík húsbók leiði til betra fyrirkomulags fasteignaviðhalds og meiri reglufestu í fjölbýlishúsum og geti því vel nýst sem innlegg í endurskoðun á lögum og reglum um fjöleignahús. Jafnframt yrði húsbókin ómetanlegt tæki við kaup og sölu íbúða í fjölbýlishúsum – því þar væru aðgengilegar á einum stað allar upplýsingar um viðkomandi eign og viðhaldssögu hennar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Mikil verðmæti eru fólgin í fasteignum landsmanna sem sést m.a. af því að í árslok 2016 nam verðmæti vátryggðra fasteigna hjá Viðlagatryggingu Íslands 8.015 milljörðum króna. Til að tryggja að verðmæti fasteigna rýrni ekki þarf að sinna viðhaldi þeirra vel og skipulega en þar er því miður víða pottur brotinn hérlendis. Eins og nýleg dæmi sanna hefur „íslenska aðferðin“ oftar en ekki verið sú að bíða með viðhald og viðgerðir fasteigna þar til í óefni er komið, með tilheyrandi aukakostnaði og raski sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með reglubundnu viðhaldi og skipulagðari vinnubrögðum. Þegar keyptur er notaður bíll fer hann gjarnan í gegnum söluskoðun, honum fylgir smurbók, vottorð um tjónasögu og ennfremur fær hugsanlegur kaupandi að setjast undir stýri og prófa ökutækið. Auka þarf kröfur um upplýsingaskyldu Þessu er alls ekki svona farið þegar um er að ræða fasteignaviðskipti. Þrátt fyrir takmarkaða möguleika kaupanda til að sannreyna ástand og eiginleika húss, hvílir ábyrgðin og skoðunarskylda fyrst og fremst á kaupanda. Seljanda er einungis skylt að upplýsa um yfirstandandi eða formlega samþykktar viðhaldsframkvæmdir. Í þessum samanburði við bílaviðskiptin er einnig rétt að minna á að í fasteignaviðskiptum er oft verið að meðhöndla ævisparnað og lífeyrissjóð einstaklinga og fjölskyldna. Með öðrum orðum, fasteignaviðskiptum fylgir of oft áhætta, áhætta sem ekki er reynt að draga úr með auknum kröfum um upplýsingaskyldu af hálfu seljanda. Það verður að teljast eðlileg krafa að samhliða sölu á notaðri fasteign fylgi ástandslýsing hennar og viðhaldssaga og rétt að hvetja löggjafann til að bæta úr hvað þetta varðar. Til að brjótast út úr þessum vítahring er eðlilegt að leggja áherslu á að safna skipulega hagnýtum upplýsingum um fasteignir til að birta með sölugögnum og veita þannig sem besta yfirsýn yfir ástand viðkomandi fasteignar. „Þjónustubók“ fjöleignarhúsa Æskilegt er að festa í lög ákvæði um upplýsingaskyldu af þessu tagi. Þar koma eflaust margar leiðir til greina, en sem dæmi um nálgun vil ég leyfa mér að nefna eins konar „þjónustubók“ fjöleignarhúsa, þar sem íbúar húsfélags geta nálgast á einum stað allar upplýsingar um umgengis- og öryggismál sinnar húseignar, ásamt hagnýtum upplýsingum, s.s. um fjármál, byggingarsögu og viðhald. Það er trú mín að slík húsbók leiði til betra fyrirkomulags fasteignaviðhalds og meiri reglufestu í fjölbýlishúsum og geti því vel nýst sem innlegg í endurskoðun á lögum og reglum um fjöleignahús. Jafnframt yrði húsbókin ómetanlegt tæki við kaup og sölu íbúða í fjölbýlishúsum – því þar væru aðgengilegar á einum stað allar upplýsingar um viðkomandi eign og viðhaldssögu hennar!
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun